Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 15
því mjög eftir því hversu flókið starfið er, hversu um- fangsmikil hæfniprófunin þarf að vera. Þeim mun ein- faldara starf, þeim mun einfaldari prófun. Samfara hæfniprófunum er alltaf mæld almenn greind, en greindin er ef til vill sá þáttur í vitundarlífi mannsins, sem hægt er að mæla með einna mestu öryggi. Má því segja, að hver sá atvinnurekandi, sem lætur hæfniprófa umsækjendur um störf hafi a. m. k. alltaf það upp úr krafsinu, að hann losni við mjög ógreinda menn. En hæfniprófum er ætlað annað og meira verkefni en mæla greindarmagn (kvantitativ intelligens) þeim er ekki síður ætlað það hlutverk að mæla greindargildið (kvalitativ intelligens) með öðrum orðum athuga sér- hæfileika manna. Á tæknisviðinu hafa þegar verið útbú- in mjög fullkomin próf til þess að meta tæknihæfileika fólks, eru þau einkar vel til þess fallin að velja iðnnema til náms, og hafa með góðum árangri verið notuð í því skyni, víða um heim. Þegar um það er að ræða að velja menn í trúnaðar- stöður, er hinsvegar ekki nóg að meta greindarmagn og greindargildi, þótt það séu mikilsvægir liðir í umfangs- mikilli prófun. Trúnaðarstörfum er yfirleitt þannig hátt- að, að mennirnir, sem vinna þau verða að hafa mjög trausta skapgerð ef vel á að fara. Skapgerðarpróf eru til, og þeim fer fjölgandi. Með hverju ári sem líður aukast því möguleikarnir á því að kanna skapgerð manna og nú þegar má segja, að prófin séu orðin svo fullkomin, að þau muni vinsa úr þá menn, sem haldnir eru mestum skapgerðargöllum. Óhætt er því að segja, að bæði frá fræðilegu og hag- nýtu sjónarmiði sé vel unnt að beita hæfniprófum við val manna í trúnaðarstöður. Með þessu er þó ekki nema hálfsögð sagan. Það gæti verið hæpið, jafnvel óverjandi að velja greinda og gegna menn í sumar trúnaðarstöður a. m. k. hér á landi. Þess eru dæmi, að menn, sem ekki hafa nema liðlega meðal- greind og stórgallaða skapgerð hafa valizt hér til æðstu trúnaðarstarfa. Þessir menn safna yfirleitt að sér ógreind- um starfsmönnum með meira og minna brenglaða skap- gerð. í stofnun þar sem meðalgreind og óheilindi hafa æðstu völd er ekki eðlilegt rúm fyrir bráðgreindan og heiðarleg- an starfsmann. Starfshæfni hans og glæsilegir hæfileikar vekja yfirleitt fljótlega öfund yfirmanna og jafnvel sam- starfsmanna, sem oft og einatt leiðir til þess, að maður- ekki geta ráðið við. Setur þú þér markmið, sem þú virðist aldrei geta náð? Ef svo er, er ég hræddur um að þú sért einn af þessum níu. Um sérhver áramót er starfsemi „Næstum því klúbbsins“ i algleymingi, þá eru markmiðin sett: nú skal gera þetta og þetta og byrja strax um áramótin. En það þarf ekki alltaf ára- mót. Hvað skyldu þær vera margar samþykktirnar, sem gerðar hafa verið á margvis- legum fundum ýmissa félags- samtaka, sem komust aldrei lengra enn í fundargerðirnar — en næstum því. Hvað getur t. d. ísl. síma- fólk sagt? Skyldu þær vera margar fundarsamþykktirn- ar, sem hafa fengið svipaða afgreiðslu, kannske sam- þykktir, sem miklar vonir hafa verið tengdar við. Væri nú ekki athugandi að safna saman gömlum og óaf- greiddum fundarsamþykktum af fundum simamanna og sjá hvort ekki mætti fylgja ein- hverjum úr hlaði, þó ekki væri nema einni af hverjum tíu. Símatæki í sama lit og háralitur frúarinnar er nú að komast í tízku i Ameríku. Þó halda sig flestir við lit húsgagnanna. En sem sagt, símanotendur geta ósk- að eftir og fengið símatæki í þeim lit, er þeir óska. Enn er þó ekki nema um 7 liti að velja. Hvað skyldu háralitir islenzkra kvenna vera marg- ir? SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.