Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 21

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 21
f KARL MAGNÚSSON FÆDDUR 12. SEPT. 19D3 DÁINN 11. DES. 1959 Karl Magnússon starfsmaður á Radíóverkstæði Landssímans, andaðist 11. des s.l. Varð hann bráð- kvaddur, — en hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár. Gekk hann þó jafnan að starfi sínu glaður og vongóður, fullur vorkunsemi í garð þeirra heilbrigðu, er sífellt voru nöldrandi út í tilveruna. Þótt Karl væri laghentur, var verkstæðisstarfið honum ekki annað en óhjá- kvæmileg nauðsyn til að afla hins daglega brauðs. — Annað hugðarefni tók hug hans allann, og þar var hann ekki neinn miðlungsmaður, heldur fullkominn listamaður, gæddur frábærum hæfileikum. — Þetta hugðarefni var ljósmyndalistin. Til hennar varði hann öllum frístundum sínum. Starfaði mikið fyrir samtök áhugaljósmyndara og tók þátt í mörgum ljósmyndasýningum hér á landi og víða erlendis. Vöktu mynd- ir hans hvarvetna mikla athygli, enda lagði hann sérstaka áherzlu á, að skapa lista- verk, hvort sem um landslagsmyndir var að ræða, dýramyndir eða svipbrigðamyndir. Hér í stofnuninni fór ekki mikið fyrinn: það er eins og hann hverfi þeim, sem ur utan hins fámenna hóps samstarfsmanna. OIli því að sjálfsögðu meðfædd hlé- drægni hans. Honum var það áskapað, eins og fleirum, af hans manngerð, og sem ör- lögin hafa sett þar á bekk, er ekki hæfir honum, það er eins og hann hverfi þeim, sem fram hjá ganga. — En að dagsverki loknu hefur hann ráð á að gefa snilligáfu sinni lausan tauminn. Og það eru hans sólskinsstundir. Þær átti Karl margar. Símafólkið þakkar honum þann skerf, sem hann lagði til þessa blaðs. SÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.