Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 12

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 12
Enn usn STARFSMANNARÁD Eins og kunnugt er, var starfsmannaráð landssímans stofnað með reglugerð dags. 20. júlí 1953 útg. af Birni Ól- afssyni þáverandi símamála- ráðherra. Þessi ráðstöfun var þá al- gert nýmæli í opinberum rekstri og er skemmst frá að segja, að símamenn fögnuðu mjög þessari ráðstöfun, sem markaði tímamót í samskipt- um starfsmanna símans við póst- og símamálastjórnina. 1 ráðinu áttu upphaflega sæti 4 fulltrúar póst- og síma- málastjórnarinnar og 2 full- trúar frá F.l.S. Þetta hlutfall raskaðist, þsgar yfirverkfræð- ingarnir urðu 2 og fjölgaði þá um einn fulltrúa í ráðinu frá póst- og símamálastjórninni. Væri því ekki ósanngjarnt, að fulltrúum frá F.l.S. yrði einn- ig fjölgað, þannig að þeir yrðu framvegis þrir. Starfsmannaráð hefur tvenns konar hlutverki að gegna. Samkvæmt reglugerð- inni má ekki breyta launa- kjörum starfsmanna, gera til- lögur um breytingu á launa- lögum, færa starfsmenn milli launaflokka, skipa í stöður eða víkja úr starfi, án þess að starfsmannaráð hafi rætt málin og tekið afstöðu til þeirra. Hið sama gildir einnig um önnur mál, er varða hags- muni stéttarinnar eða ein- stakra starfsmanna. Það er augljóst, að í þessu felst mikið öryggi fyrir starfs- fólk símans og trygging fyrir því, að ekki sé traðkað á rétti þess. Hitt er ekki síður mikils- vert, að þessir viðræðufundir eru jafnframt vettvangur kynningar og samstarfs, sem er nauðsynlegur grundvöllur við lausn allra vandamála. Starfsmannaráð hefur nú starfað í 7 ár, svo segja má, að nokkur reynsla hafi feng- izt af starfi þess. Það hefur á þessum árum fengið til með- ferðar og úrlausnar fjölda mála, er varða hagsmuni starfsmanna með þeim ár- angri, að enginn símamaður myndi nú láta sér koma til hugar að leggja það niður eða draga úr starfsemi þess. Það má því heita furðulegt tóm- læti, að aðrar ríkisstofnanir skuli ekki hafa tekið upp þetta fyrirkomulag, sem gefið hefur svo góða raun hjá sim- anum, og væri þarna verðugt verkefni fyrir Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, að koma þessari skipan á hjá ríkis- stofnunum almennt. Svo aftur sé vikið að reglu- gerðinni um starfsmannaráð, ber því ekki að neita, að í Ijós hafa komið ýmsir vankantar á henni, sem torveldað hafa starfsemi þessa á ýmsan hátt og nauðsyn ber til að úr sé bætt. Skal nú nánar vikið að því. í reglugerðinni er gert ráð fyrir, að skrifstofustjóri lands- símans (nú rekstrarstjóri) sé sjálfkjörinn formaður í ráð- inu. Engum kom til hugar, þegar þetta ákvæði var sett, að í því fælist nein hætta. Þó hefur það reynzt svo. Formað- urinn getur nefnilega einfald- lega hætt að kalla saman fundi og á þann hátt gert ráð- ið óvirkt, án þess að nokkur leið sé til að losna við hann úr formannssætinu. Þetta hefur gerzt og staðið ráðinu fyrir þrifum svo mánuðum skipti. Til þess að koma í veg fyrir slíka misnotkun, er sjálfsagt að ráðið kjósi sér sjálft for- mann og gæti þá vikið honum frá ef því sýndist svo. Þá er annað atriði, sem oft hefur valdið ágreiningi. Eins og áður er tekið fram, má ekki skipa í stöður, án þess að ráðið hafi rætt og tekið af- stöðu til skipunarinnar. Hins vegar gildir þetta ekki um setningu í stöður. Afleiðingin hefur orðið sú, í sumum tilfellum, að starfs- menn hafa verið settir í stöð- ur, án þess að staðan hafi ver- ið auglýst, og síðan skipaðir, enda erfitt að ganga fram hjá þeim, hafi þeir gegnt starfinu um lengri tíma. Allt er þetta gert til þess að fara i kringum reglugerðina og koma í veg fyrir íhlutun starfsmannaráðs um stöðuveitingar. Hefur áður verið vikið að þessari misnotkun í Símablað- inu, sérstaklega að því er snertir ráðningu starfsmanna í Birgðahúsinu. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.