Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1960, Síða 17

Símablaðið - 01.01.1960, Síða 17
trúnaðarstöður. Slíkar prófanir yrðu að vera í höndum opinberrar stofnunar, sem hefði á að skipa a. m. k. 3—4 sérfræðingum. Væri slík stofnun til, og ef farið yrði eftir niðurstöð- um hennar, myndi vegur sumra góðkunningja áhrifa- mikilla stjórnmálamanna minnka og vikalipurð á póli- tískum vettvangi yrði ekki heldur lykill að neinu embætti, heldur einvörðungu mannkostir, hæfni og þekking. Slík straumhvörf eru a. m. k. lítt hugsanleg hér á landi og því lítil líkindi til að hæfniprófum verði beitt í sam- bandi við val í trúnaðarstöður af hálfu hins opinbera, í náinni framtíð. Hinsvegar geta einkafyrirtæki með góðum árangri notfært sér þá þekkingu, sem fengizt hefur á hæfnipróf- unum. Slík fyrirtæki eru flest óháð pólitískum kastvind- um og geta því látið hæfni umsækjenda skera úr um það, hver ráðinn skuli til starfa. FÉLAGSSTARFID - Framh. af bls. 5. — fyrir utan það þvarg og leiðindi, sem oft einkenna og fylgja í kjölfar þeirra. Er það nú orðin ákveðin krafa F.ÍS. að einn ákveðinn trúnaðarmaður stofnunarinnar hafi með öll persónalmál að gera. Tvö mál verður að minnast á enn. Annað þeirra er hækkun og samræming greiðslu fyrir álagstíma, sem telja verður að orðin sé mjög á eftir tímanum. Hefur fé- lagsdeild talsímakvenna í R annars vegar og félags- deild loftskeytamanna hins vegar gert kröfur í þessu máli. Hitt mega teljast nýmæli, og koma fram seinna en við hefði mátt búast. Það er samræming vinnutíma. — Eins og kunnugt er, verða línumenn að skila lengst- um vikulegum vinnutíma, eða 48 klst. — auk þess, sem hér er um að ræða einn lægst launaða starfsmannahóp innan stofnunarinnar. Hinn mikli munur; sem er á lengd vinnutíma hinna ýmsu starfsdeilda mætir meir og meiri gagnrýni og verður að teljast úreltur. En hér er um viðkvæmt mál að ræða, sem taka verður á af lægni og sanngirni. Nýtt félagsráð hefur nú sezt á laggirnar, og fram- kvæmdastjórn þess tekið til starfa. Bíða hennar mörg verkefni. konur hennar í spilaklúbbn- um eru ekkert lamb að leika sér við. Mér hefur oft dottið i hug að bera fram þá ósk við síma- stjórnina, að hún tæki þagn- arheit af símamannakonum lika. Hvilíkur léttir yrði það ekki fyrir mennina, að mega þó gefa konunni sinni þessa gómsætu rétti með kvöldborð- inu. En karimannlegt væri það nú ekld að varpa þessari plágu yfir á hana með allar klíkumar og kaffiboðin á liæl- imi sér. Já, það eru margar og mikl- ar raunir, sem við símamenn lendum í vegna þagnarskyld- unnar, en sem betur fer held ég, að ég hafi orðið óvenju illa úti í þeim efnum. Ég hef t. d. þrisvar orðið að láta skera mig upp við botn- langabólgu, og í ekkert af þessum skiptum hef ég þorað að láta svæfa mig, af hræðslu við það að segja kannske frá eúihverju á skurðarborðinu, því við hverju má ekki búast, þegar hausinn á manni er full- ur af kloróformi? Hvort ég hef ekki tekið út? Jú, vinir mínir. Það eru vissulega engin þægindi að vera glaðvakandi á meðan að hver botnlanginn á fætur öðr- um er tekinn úr manni. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir símann?-----Ét- varp og blöð hafa að vísu ver- ið okkur ómetanleg stoð í því, að losa okkur við mörg ó- þægileg leyndarmál, og lof sé Agnari fyrir það. En þau losa mann ekki við vandann af vitneskjunni um hið allra versta — og sem pínir mann S í M A B LAÐ I Ð

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.