Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 26

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 26
Bragi Kristjánsson, er skip- áður hefur verið í þessa stöðu frá 1. júní n. k., er fæddur 27. ágúst 1921. Hann varð stúdent 1941. Stundaði síðan nám í við- skiptafræði við Háskóla Is- lands, þar til hann varð skrif- stofustjóri Nýbyggingaráðs 1944. Árið 1947 varð hann skrifstofustjóri Fjárhagsráðs og 1954 skrifstofustjóri fjár- festingarmála hjá Innflutn- ingsnefnd. Egill Sigurðsson viðskipta- fræðingur tók við starfi Jör- undar sál. Oddssonar, aðal- bókara. Var Egill settur í þá stöðu. Nú hefur loks verið skipað í hana, og varð Jón Kárason fulltrúi fyrir valinu. Jón er fæddur 9. febrúar 1920. Hann lauk prófi við Verzlunarskóla Islands, og dvaldi síðan um tíma í Þýzka- Því miður þekki ég lítið til símamála hér í Keflavík fram til 1940. Sennilega eru enn á lífi einhverjir þeirra manna, er unnu að lagningu símalínunnar suður um Reykjanesið 1908 og væri fróðlegt að fá frásögn af því í Símablaðinu. Haustið 1908 er fyrst opnuð símstöð í Keflavík. Var hún til húsa í Möllershúsi, nú Kirkjuvegur 30. Fyrsti stöðvarstjórinn var Marta Valgerður Jónsdóttir, nú til heimilis á Grettisgötu 67 í Reykjavík. Stórmerk kona og minnug. Sjálfsagt fengi Símablaðið greinarstúf hjá henni, ef eftir væri leitað. Mákona hennar, Anna Þorgrímsdótt- ir tók við starfinu af henni 1913, og er hún skráður stöðvarstjóri í eitt ár. Karl Vilhjálmsson, sem nú starfar á Radíóverstæði landssímans, tók við af Önnu og var stöðvarstjóri þar til C. A. Möller varð stöðvarstjóri 1915. Hann gegndi því starfi til ársins 1929, en þá tók við starfinu Sverrir Júlíusson, nú forstjóri í Reykjavík, Sverrir var stöðvarstjóri til haustsins 1940. Þá tók við starfi Jón Tómasson og hefur verið stöðvarstjóri síðan. Um áramótin 1940—41 voru 86 símar í notkun í Kefla- vík og Njarðvík. Þá var svo kölluð ,,akkorðs“ aðferð höfð um rekstur B-stöðva. Stöðvastjóra var áætlað starfs- lið og annar tilkostnaður, síðan samið við hann um á- kveðið gjald fyrir að starfrækja stöðina. Árið 1941 var gert ráð fyrir, að stöðvarstjóri hefði tvær stúlkur og inn- tektir af boðsendingum áttu að vera upp í kostnað við sendihald. Fyrstu mánuðina störfuðu hjón við símaaf- greiðsluna með mér. Það var Garðar Víborg, útgerðar- maður og kona hans, Margrét Ásmundsdóttir, símastúlka frá Akranesi. En sendill var Guðmundur Þorvaldsson, nú skipstjóri. Síðar unnu með mér tvær ágætar frúr, er unnið höfðu hjá Sverri, þær Þórunn Ólafsdóttir, kaup- kona og Ásta Júlíusdóttir, kaupkona. Síðan hefur starf- að hér ótölulegur fjöldi af símastúlkum og sendlum. Fyrstu árin eftir 1940 fjölgaði símum hægt. Því varð ekki trúað, að símaþörfin væri jafn raunveruleg eins og fyrir- liggjandi símabeiðnir gáfu tilefni til að ætla, heldur ,,stríðsbólga“, sem hlyti að hjaðna fyrr en varði. Fyrstu 16 mánuðina fjölgaði þeim þó um 34 og í stríðslok voru símanotendur komnir upp í 200. Um áramótin 1943—44 gerðist það og til tíðinda, að póstafgreiðslan var samein- uð símstöðinni, jók það starfið verulega. Árið 1946 og 47 var unnið mikið að jarðsímalögnum og símum fjölgað. í þeim áfanga komust símnotendur upp í 420. Alltaf var mikil eftirspurn eftir símum og SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.