Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 36

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 36
-j< 'Jréttir -jc Fundargerð aðalfundar og nefndakosning- ar bíða næsta blaðs, sökum rúmleysis. En það kemur út snemma í júlí. Stjórn F.l.S. er nú þannig skipuð: Andrés G. Þormar, formaður. Agnar Stefánsson, varaformaður. Sæmundur Símonarson, gjaldkeri. Vilhjálmur Vilhjálmsson, ritari. Fulltrúar F.l.S. í stjórn Lánasjóðs eru nú: Jón Kárason og Marinó Jónsson. Fulltrúi F.l.S. í starfsmannaráði ásamt Núverandi stjórn F.I.S.: Saemundur Simonarson, Vilhjálm formanni er nú Sæmundur Símonarson. ur Vilhjálmsson, Agnar Stefánsson, Andrés G. Þormar. Nýtt luisnæði hefur félagið fengið fyrir skrifstofu á 4. hæð í viðbyggingu símahússins í Thorvald- sensstræti. Hefur það verið búið hinum beztu húsgögnum og er ein hin vistlegasta skrif- stofa i húsinu. Ættu félagar utan Reykja- víkur ekki að láta hjá líða að líta þar inn, er þeir eru á ferð í höfuðstaðnum. Auk félagsstjórnarinnar hafa þarna bæki- stöð sína: Simablaðið, Byggingarsamvinnu- félag símamanna og Lánasjóður. Auk þess halda deildarstjórnir og nefndir þar fundi sína. Um stöðu rekstrarstjóra sóttu: Bjarni Gíslason, stöðvarstjóri. Bragi Björnsson, lögfræðingur. Bragi Kristjánsson, skrifstofustjóri. Jónas Guðmundsson, ritsímavarðstjóri. Kristján Helgason, símafræðingur. Páll V. Daníelsson, viðskiptafræðingur. Ólafur Björgúlfsson, lögfræðingur. Steingrímur Pálsson, umdæmisstjóri. Þórður Hjaltason, símstjóri. Um stöðu aðalbókara sóttu: Atli Þormar, fulltrúi. Jón Kárason, fulltrúi. Oddgeir Þ. Oddgeirsson Sveinn V. Stefánsson. Þórður Hjaltason, simstjóri. Til fyrirmyndar Félagsdeild símvirkja hefur kosið sér fræðslu- og kynninganefnd. Eru í henni þeir Baldvin Jóhannesson og Ágúst Geirsson. Hafa þeir þegar haldið tvö fræðslu- og kynn- ingarkvöld og ráðgera fjölbreytta starfsemi á þessu sviði. Nú hafa þeir í undirbúningi heimsóknir á símastöðvar í nágrenni Reykja- víkur til að kynnast afgreiðslu og útbúnaði þeirra stöðva, sem heimsóttar verða. Hefur verið leitað samvinnu við póst- og símamálastjórnina um framkvæmd þessarar fyrirætlunar, og er vonandi að hún bregðist þar við af skilningi. Vænta má, að þetta sé upphaf að víðtækri kynningu milli hinna ýmsu stöðva, sem hafa myndu góð áhrif í þá átt, að auka áhuga viðkomandi starfs- manna, og þekkingu. SÍMABLAÐIÐ er gefið út af Félagi ísl. símamanna. Ri.tstjóri: A. G. Þormar. MeSritstjóri: Ingólfur Einarsson. Félagsprentsmiðj an. ._____________________________________ 5ÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.