Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 29

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 29
HUGLEIÐIIMGAR SÍMAMAIMIMS 53% til 71% hærri laun. Á sjálfvirku símastöðinni í Reykjavík, hafa verið starf- andi lausráðnir menn undanfarið. Þeir hafa verið ráðnir upp á tímakaup. Tveir af þessum hafa verið ráðnir upp á kaup, sem er 40 krónur og 20 aurum betur á tímann. Tveir aðrir menn eru m. a. starfandi þarna með kr. 24,75 á klst. og kr. 22,07 á klst. — Þ. e. a. s. það vinna þarna m. a. fjórir menn við sömu störf — en þeir hafa mismun- andi laun, það fer þó ekki eftir menntun eða hæfni og er samanburðurinn svona: Vélvirki ............................ kr. 40,20 á klst. Símvirki með rafvirkjaréttindi ...... — 40,20 á klst. Símvirki ............................ — 24,75 áklst. Línumaðui ........................... — 22,07 á klst. Ef orlof er reiknað á kaup símvirkja, hefur hann kr. 26,23 á klst. og línumaður kr. 23,39 á klst. og miðað við það hefur vélvirkinn t. d. 53% hærri laun en símvirkinn og 71% hærri laun en línumaðurinn. Enginn ofangreindra manna er í F.I.S., en það má geta þess að hámarkslaun símvirkja í X. launaflokki, er kr. 5015 kr. á mánuði. Stjórn V. deildar F.f.S. mótmælti því upp úr áramót- unum, að utanfélagsmenn, og það í sumum tilfellum menn alls ólærðir í símatækni séu ráðnir upp á hærri laun en skipaðir símvirkjar ög meðlimir í F.Í.S. hafa. Og ef síminn sæi sér ekki fært að bjóða nothæfum mönn- um í léttari símvirkjastörf lægri laun en kr. 40,20 á klst., þá teldu símvirkjar það þau laun, sem þeim bæri, og símvirkjar viðurkenndu aldrei, að þeir ættu að vera hið ódýra vinnuafl hjá símanum. Heldur skyldu, ef munur væri á launum, símvirkjar fá hærri laun, sem sérmennt- aðir menn í símatækni. Tæplega fjórum mánuðum eftir að deild símvirkja fór að mótmæla þessu, var gerð leiðrétting á málunum, þó ekki sú, sem æskilegust hefði verið, eða að laun með- lima í F.f.S. væru hækkuð til samræmis við það, sem fyrr getur, heldur voru laun hinna lausráðnu manna lækkuð til samræmis v,ið þau laun, sem símvirkjar í F.Í.S. hafa. Þetta mál er nokkuð lærdómsríkt vegna þess, að í viss- ★ Eivttufjur eða hvað *? Þeir símamenn, sem standa í því að hrófla upp kofa yfir höfuðið á sér og sínum ■— til þess að lenda ekki í klóm húsaleiguotkrara — eru að fá bréf þessa dagana frá Skatt- stofunni. Svo þegar þeir mæta á Skattstofunni til viðtals, er þeim bent vinsamlega á það, að menn með „þessi“ laun geti ekki byggt hús og jafn- framt séð fölskyldu farborða. Því til sönnunar er dregin upp skýrsla ein mikil útreikn- uð af hagfræðingum (hver trúir ekki þeim), sem sýnir meðaleyðslu fjölskyldu hér á landi. Við lesum skýrsluna með andtakt og síðan verður okkur að orði. ■— Já — maður er þá líklega dauður fyrir löngu. Þ. Ó. F. Í.S. Þegar hin nýja fram- kvæmdastjórn F.l.S. tók til starfa nú á áliðnum vetri, voru fyrirliggjandi mörg óaf- greidd mál. Þetta eru mál frá fyrra ári, sem voru sjálfsögð réttlætismál þá, og eru því ennþá sjálfsagðari réttlætis- mál nú. Þessum málum þarf stjórn F.l.S. að koma í höfn, á meðan launamálanefnd F.t,- S. athugar, hve mikið okkar kjör þurfa að batna, til þess að við höfum hliðstætt kaup á við hinn almenna vinnu- markað, miðað við þau hlunn- indi og kjarabætur, sem SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.