Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 31

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 31
sam sagt á daginn að kennslan átti að fara fram í frítíma símvirkjanna. Eða þann tíma, sem skóli var í vinnutíma, áttu símvirkjar að vinna af sér í aukavinnu. Frítími símamanna er dýrmætur — hann nota flestir til þess að drýgja tekjur sínar svo þær hrökkvi fyrir brýnustu nauðþurftum. Þetta námskeið átti að vera 150 tímar og ef aukavinnutíminn er reiknaður á 50 krónur þá hefði það gert 7500 kr. að læra, svo Síminn fengi sér að kostnaðarlausu hæfari starfsmenn. í tilefni af þessu óskuðu símvirkjar eftir að Síminn legði að minnsta kosti fram hálfan tíma á við okkur, en við því fengu símvirkjar þau svör, að þessu yrði ekki breytt og jafnframt að stjórnendur Símans hefðu engan áhuga á því að við lærðum, v.ið ættum aðeins kost á að vera þarna á meðan verið væri að kenna starfsmönnum þeim, sem unnu við uppsetningu stöðvarinnar í Kefla- vík, og þ. á m. Svíinn, að lesa teikningar af hinum nýju stöðvum. Við gætum hætt ef við sættum okkur ekki við það fyrirkomulag, sem ákveðið hafði verið. (Það, að stjórnendur námskeiðsins hefðu ekki áhuga á að við lærðum á þessar stöðvar var sagt undir fjörutíu vitni á námskeiðinu og verður ekki aftur tekið, sem misskilning- ur — enda seg.ir saga undanfarinna ára bezt um það). Sú varð líka raunin á, að flestir hættu á námskeiðinu nema þeir, sem höfðu efni á því að vera þar áfram. ★ ★ ★ --------LÍFSLÖNGUN---------------------- Það er mikið um það núna, að menn séu að hætta hjá Símanum — það hætta menn, sem hafa sérmenntað sig í símatækni — en þeirrar menntunar geta þeir yfirleitt ekki notið nema innan Landssíma íslands. — Hvers vegna eru símamenn að leita sér vinnu út fyrir Landssíma Is- lands, menn, sem eru búnir að fá góða þjálfun í starfinu? — Þannig gæti aðeins sá spurt, sem ekki hefur unnið þar. — Þessir menn eru að hætta hjá Símanum vegna þess að þeir fá betur borgaða vánnu annars staðar. Og þeir þurfa ekki að leita langt, ekki út fyrir bæjarlækinn einu sinni. — Símvirki er í X. og IX. launaflokki hjá Símanum, en ef hann fer til flugþjónustunnar fer hann í IX. og VIII. launafl. — Símvirkjar t. d. eru skipaðir í X. launafl. hjá Símanum eftir langt nám, þrjú ár hjá Símanum, en áður þurfa þeir að hafa lokið gagnfræða- eða hliðstæðu prófi. Vegna sérþekkingar í viðgerðum á sem félagið þarf að gefa víð- skiptavinum sínum, en það þýðir aukið rekstursfé og hærri vaxtagjöld. 3) Pöntunarfélög verða nú að greiða söluskatt og veltu- útsvar eins og aðrar verzlan- ir. Það verður því að hækka álagninguna sem þessum sköttum nemur. 4) Framkvæmdastjóri fé- lagsins hafði sagt upp starfi sínu og var ófáanlegur til að starfa áfram. Hann skýrði frá erfiðleikum þeim, sem fé- lagið hefur orðið að horfast í augu við í sambandi við starfsfólk s.l. ár, þar sem það gat ekki boðið sömu laun og almennt eru greidd fyrir hlið- stæð störf. Að öllu þessu athuguðu og ennfremur, þar sem greini- lega kom í ljós, að reksturs- afkoma félagsins fór versn- andi, áleit stjórnin að betra væri að leggja starfsemina niður í tíma, til að forðast taprekstur, þar sem augljóst var, að hallalaus rekstur var óhugsandi með óbreyttri á- lagningu eins og rök eru færð fyrir hér að framan. Álagn- ingin hefði þvi orðið að verða sú sama og hjá venjulegum verzlunum, en þegar svo er komið taldi stjórnin, að grund- völlur fyrir áframhaldandi rekstri væri ekki lengur fyrir hendi. Stjórnin vinnur nú að því að koma vörulagernum í peninga. Þegar því er lokið, mun hún birta heildarreikn- inga félagsins í Símablaðinu. Lars Jakobsson, Inga Jóhannesdóttir, Jón Kárason. ★ 5ÍM AB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.