Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 10
Við starfsmenn pósts- og síma, — þjónustulió fólksins, sem byggir þetta land — við finnum glöggt, að það er ekki sama hvernig þjónustan er í té látin. Síður en svo. Ef andi vorsins er í okkar starfi verður það vissulega léttara, feg- urra og betra. Þetta er dagleg sjón meðal okkar. Þess vegna er það ósk mín nú, þegar vor, sól og sumar heilsa, að við mætt- um veita sem mestu af gæðum þess í hug og hjórtu samferðamannanna, þ. e. þjónustu við mennina, þjónustan við lífið verði samofin okkar starfi. Það er ekki sama hvernig við förum með þessar dásamlegu gjafir. Mun- um það. Ljótasta orð í okkar rnáli er: Mér er sama, sé það sagt af heilum hug. En sem betur fer eru þeir ekki margir, sem slíkt segja heilhuga. Allar skemmtanir, öll störf, eiga að vera þannig, að sól og vor í beztu merkingu þess orðs séu þar í öndvegi. burt með allt, sem myrkvar og setur bletti á lifssögu vora. — Eins og þú heilsar öðrum, ávarpa aðrir þig. Sól og vor í hug og hjarta. Sól úti sól inni. ÁRNI HELGASON. O. B. AltNAR FYRSTI RITSTJ □ Rl BLAÐSINS I uppkasti að lögxun fyrir Fé- lag ísl. símamanna, sem síðan voru samþykkt á stofnfundi fél. 27. febrúar 1915, var strax gert ráð fyrir að gefið yrði út féiags- blað. Þessi hugmynd varð að veruleika fyrr en menn þorðu að vona. Siðan eru nú 45 ár. símamanna tveim mánuðum eftir að þau voru stofnuð af örfáum mönnum, réðust í að gefa út mánaðarit. F.l.S. var stofnað 27. febrúar 1915, en fyrsta eintak stéttarblaðsins, sem gefið var nafnið Elektron, kom út síðast % apríl sama ár. Það gefur að skilja, að félagið átti þá engan sjóð, sem borið gat útgáf- una uppi. Félagsmenn voru aðeins nokkrir tugir láglaunamanna, sem ekki voru aflögufærir. í þessum fámenna hópi voru þó nokkrir menn, sem kunnu að halda á penna, og höfðu áhuga, sem hægt var að treysta á. Fremstur í þeirra hópi var Ottó B. Arnar, sem gengizt hafði fyrir stofnun F.I.S. og var kosinn fyrsti for- maður þess. Hann gerðist jafnframt ritstjóri félagsblaðsins, og tók í raun og veru á sig ábyrgð á útgáfu þess. Nú á tímum er það ofar skilningi margra, hve lengi var hægt að treysta á sjálfboðavinnu í þágu félagssamtakanna. En hefði sá andi ekki rikt þar fyrstu áratugina, þá má fullyrða, að við hefðum nú ÞAÐ VAR djarft spor, þegar félagssamtök

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.