Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 11
ekkert stéttarblað átt fremur en önnur slík félagssamtök er gerðu þá tilraun oft síðar, en gáfust öll upp. Við hefðum þá aldrei eignazt neina sumarbústaði, — enga styrktarsjóði, — kannske ekki einu sinni Lánasjóðinn. Á þeim árum, þegar allar þessar máttarstoðir voru að rísa, var enn ekki orðin rótföst sú afsökun, sem nú kveður alltaf við: — Bg hef svo mikið að gera, — ég hef engan tíma. Þá ríkti enn sú trú, að sá einn þjáist af annriki, sem ekki kynni að skipuleggja starf sitt. 1 fjóra áratugi var þetta málgagn gefið út án framlags frá félagssamtökunum, sem teljandi væri. Um þóknun fyrir ritstjórn eða aðra vinnu við útgáfuna, var vitanlega ekki að ræða. Hinsvegar var hin fjárhagslega ábyrgð á herðum fárra manna. — Stundum lá við að þeir gæfust upp. Fyrir kom, að dráttur varð á útgáfunni vegna þess að enginn fékkst til að taka að sér ritstjórnina, með þá fjárhagslegu áhættu, sem henni fylgdi. Félagsmenn fengu blaðið jafnan endurgjaldslaust þar til fyrir fáum ár- um. — Áskrifendur utan stéttarinnar voru jafnan nokkrir, en aðallega varð að treysta á auglýsendur. Verður kaupsýslumönnum í Reykjavík og víðar ekki full þökkuð sú velvild er þeir í þeim efnum hafa sýnt símamannastéttinni frá fyrstu tíð. — Þó lengivel væri fjárhagslep geta félagsins ekki svo mikil, að það gæti bor- ið útgáfuna uppi, án þessarar utanaðkomandi hjálpar, og sú hætta því jafnan fyrir hendi, að engir fengjust til að leggja á sig það erfiði, sem því fylgdi að sjá um hana, rættist þar jafnan vel úr. Félagarnir skyldu þá miklu þýðingu, sem blaðið hafði í hagsmunabaráttu svo dreifðrar stéttar, og vildu ekki án þess vera. Þeir kunnu yfirleiit að meta starf þeirra, sem þar báru hita og þunga dagsins. Og lengi vel háði ekki skortur á mönnum, sem gátu og vildu skrifa í blaðið, og höfðu þar eitthvað að segja. Því miður hafa þau hlutföll mjög raskazt, og, sem teljast verður timanna tákn. Samt sem áður hefur þetta stéttarblað símamanna aldrei staðið að baki annarra slíkra blaða á Norðurlöndum að dómi allra þeirra, sem þar hafa fylgzt með. Árið 1955, þegar Símablaðið var orðið AO ára, urðu þáttaskil i útgáfu þess. Þá var lokið þeirri misnotkun á kröftum og tíma þeirra áhugamanna, sem útlcoma blaðsins hafði byggzt á. Landsfundur simamanna ákvað þá að tryg gja blaðinu fjárhagsgrundvöll með nauð synlegu framlagi úr félagssjóði — og með föstu áskriftargjaldi frá félagsmönnum. Þá voru ritstjóranum ákveðin laun, að vísu ekki i neinu samræmi við greiðshc aukavinnu i stofnuninni, en stórt spor var það frá því, sem tíðkazt hafði, og í þá átt, að skapa festu í útgáfustarfseminni. — Stærra spor í þá átt var þó stigið með því að hætta að kjósa ritstjóra frá ári til árs, en ráða hann með gagnkvæmum uppsagnarfrelsti. Nýjung er það einnig, að ritstjórninni er heimilt að greiða fyrir aðstoð við útgáfuna, — og ritlaun greidd fyrir útvalsgreinar, sem skrifaðar eru fyrir blaðið, hvort sem höfundurinn er utan stéttarinnar eða ekki. Hér eftir er það því aðeins félagsleg deyfð eða getu- leysi, sem orðið gæti blaðinu að aldurtila. 3ÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.