Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 19

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 19
P. s. SAMÞ. LANDSFUNDAR 1959 /„»./. VI. Álagsgreiðslur. . Landsfundur F.Í.S. felur stjórn félagsins að vinna að því, að greitt verði álag á sunnudagsvaktir, til sam- ræmis við það, að nú er veitt IV2 klst. frí fyrir hvern unninn klukkutíma á aukahelgidögum. — Nei — en hvert þó í log- andi! — Kviknar þá ekki allt i einu á perunni! Nú loksins man ég það eftir öll þessi hvalafullu ár samvizkubits: Það gleymdist að taka af mér þagnarheit! Eg:o. VII. Starfsmannareglurnar. Starfskjaranefnd lítur svo á, að endurskoðun starfs- mannareglna L. í. sé svo umfangsmikið starf, að ekki sé hægt að ljúka því á þessum fundi, og leggur því til að fundurinn kjósi 3ja manna nefnd, sem, ásamt stjórn fé' lagsins leggi fyrir næsta aðalfund F. í. S. uppkast að endurskoðuðum og samræmdum starfsmannareglum, er stjórn félagsins vinni síðan að, að fá staðfestar. FRÁ ALLSHERJARNEFND. II. Landhelgismálið. í tilefni af síðasta atburði, sem gerðist í landhelgis- málinu, laugardaginn 26. sept. 1959, vill 5. landsfundur símamanna minna á og undirstrika samþykkt síðasta að- alfundar í landhelgismálinu, og samþykktir eftirfarandi ályktun: „5. Landsfundur F. í. S. mótmælir síendurteknum of- beldisverkum brezkra herskipa og togara í íslenzkri landhelgi, og ályktar að skora á ríkisstjórn íslands að hún athugi m. a. hvort ekki sé tímabært að slíta nú þegar stjórnn'élasambandi við Bretland. Jafnframt þakk- ar 5. landsfundur F. í. S. íslenzkum varðskipsmönnum djarfa og örugga framkomu við störf sín á hafinu.“ II. Utanfarir. 5. Landsfundur símamanna skorar á símamálastjórn- ina að gera ráðstafanir til þess, að nú þegar verði því starfsfólki, sem vinnur í deildum þeim, sem útheimta sérstaka kunnáttu í tækni og afgreisðlu, gefinn kostur á að kynnast helztu nýjungum hver á sínu sviði, með utanferðum á vegum símans. SANNGIRNI Fyrir nokkrum árum, þeg- ar verið var að safna í verk- fallssjóð, sagði við mig gam- all verkalýðsforingi: „Hvað ætlar þú að gefa mikið?“. Eitthvað hefur víst tómlæti mitt farið í taugarnar á hon- um, því hann sagði: „Hér stöndum við í verkfalli af mikilli baráttu, ekki eingöngu fyrir okkur, heldur og líka fyrir ykkur opinbera starfs- menn“. Ég spurði hann eitt- hvað á þá leið, hvort það væri ekki fullmikið sagt, eða hvar hefði hann fengið þá hug- mynd, að við opinberir starfs- menn styddum þetta verkfall. Hann taldi að við myndum njóta góðs af, ef árangur næðist með verkfallinu. „Og hver er á móti hærri laun- um?“ sagði sá gamli. Ég rétti honum nokkrar ikrónur, (því mér var vel við karlinn), og sagði um leið, að nú myndi sagan endurtaka sig, þeir fengju sjálfsagt einhverja krónuhækkun í gegn, síðan myndi verðlagið hækka að sama skapi og að lokum stæðu þeir í sömu sporunum aftur. Hvað okkur opinberum starfsmenn viðvéki. Jú, við fengjum hækkað verðlag strax í hausinn, en kauphækk- unin, hún vildi nú stundum SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.