Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 28

Símablaðið - 01.01.1960, Qupperneq 28
Gamaldags afgreiðslu lokið. ur verið starfsmaður Lands- símans í rúm 30 ár, — fyrst sem símritari, — en siðan á aðalskrifstofunni. Jón hefur nú ráðizt til Vátryggingarskrifstofu Sig- fúsar Sighvatssonar. ★ Tveir menn hittust í and- dyri pósthússins og tóku tal saman um horfur 1 efna- hagsmálunum. Varð öðrum þá að orði: „Efnahags er ekki gott ástand vorra tíma.“ Hinn botnaði án tafar: „Um bað bera virðast vott vanhöld pósts og síma.“ PRENTVILLUPÚKINN í „Jólakvæði“ í síðasta blaði hefur önnur ljóðlínan fallið niður, en tvær fyrstu línurnar eiga að vera svona: „Komdu stubbur, komdu, Kútur litli minn.“ Símablaðið biður höfund- inn afsökunar á þessum mis- tökum, er sjálfsagt má kenna jólaönnunum. þróunarsögu stöðvarinnar — enda sjálfvirkastöðin á næsta leiti. Ég held, að ekki sé úr vegi að bregða upp smá mynd, séða af sjónarhóli ritstjóra blaðs okkar Suðurnesjamanna, Hallgr. Th. Björnssonar. í janúar blað sitt skrifar hann grein er hann nefndi Nú hringjum við beint. Hann lýkur greininni á þennan hátt: „... . Já, nú höfum við sem sagt fengið nýja og glæsilega sjálfvirka símastöð, sem veitir okkur betri og fullkomnari þjónustu en þekkist hér á landi og sem þó á eftir að fullkomnast til muna, þegar aðrar stöðvar á landinu hafa verið gerðar samvirk- ar henni. Við megum því vel við una, hvað þetta snertir, og horfa björtum augum á framtíðina. Ég býst við að allir, sem að þessu máli hafa staðið, hafi unnið því vel, allt frá ráðherrum og fyrirmönnum landssímans til iðnaðar- og verkamanna. Og ber okkur Keflvíkingum vissulega að þakka það. En í þessu sam- bandi minnist ég þess, að í viðtali við stöðvarstjórann, Jón Tómasson, vildi hann þakka sérstaklega góðar und- irtektir fyrrverandi póst- og símamálastjóra, Guðmundi Hlíðdal, svo og núverandi póst- og símamálastjóra, Gunn- laugi Briem, en báðir þessir menn hafa staðið að því með einlægum áhuga, að láta draum okkar hér um sjálfvirka símstöð rætast. Þá má heldur ekki gleyma því, að yfir- verkfræðingur landssímans, Jón A. Skúlason, sem hefur stjórnað þessum framkvæmdum, er borinn og barnfædd- ur Keflvíkingur og hefur því sjálfsagt verið hans metn- aðarmál, að gera hlut Keflavíkur sem beztan. Ég vil svo að lokum geta þess, að fyrir um það bil 10 árum mun núverandi stöðvarstjóri hafa vakið máls á sjálfvirkri símastöð hér, bæði í Faxa og síðar í Bæjar- stjórn Keflavíkur, sem hann átti sæti í. Þetta leiddi svo til nefndarkosningar og til ferða á fundi með póst- og símamálastjórn. Segja má, að nokkuð langur tími sé lið- inn frá því þetta var, enda hefur margt gerzt í sögu síma- málsins á þessu tímabili. Stundum hefur því miðað vel áleiðis en í annan tíma hafa erfiðleikar og tafir orðið á vegi þess, en samt hefur alltaf þokað í rétta átt og með tilliti til þess, að hér var um stórmál að ræða, getur ár- angurinn í heild talizt mjög góður og lofsamlegur. Um það geta varla ver,ið skiptar skoðanir.“ Hallgrímur talar hér vafalaust fyrir munn allra Kefl- víkinga og eru niðurlagsorð hans því tekin hér með til áréttingar um þakklæti okkar Keflvíkinga. Frh.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.