Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 33
HTJXjDA.
Margt er það, sem manninn dreymir
meSan hann er einsamall,
og ýmislegt, sem um hann streymir
eftir sérhvert boðafall.
1 vöku og draumi háar hallir
hefur hann reist um víðlendið.
Það er verst að ekki allir
eiga fólk í stórhýsið.
Þá er ráð að líta lengra
og láta hugann bregða á kreik,
því ulltaf verður þrengra og þrengra
i þessum forna hildarleik.
Þú skalt nota þessar stundir
það er bráðum liðin tíð.
Vertu bara aldrei undir
ef þú ferð í svona stríð.
1 Kóreu eru kommúnistar
og kunna litla siðfræði,
á meðan eru meyjar kysstar
í myrkrinu á Islandi.
En þú, sem lætur Ijós þitt skína
láttu sjá og stattu þig,
notaðu alla ævi þína —
í það jobb að gifta þig.
GUÐRVN.
BREF
til símastúlkna á 1. fl. B-st.
Samkv. lögum um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins, eiga þær ykkar, sem
verið hafa eitt ár, eða lengur í starfi, fullan
rétt og hafið sömu skyldur og aðrir fastir
starfsmenn hins opinbera.
Þetta þýðir það, að ykkur her að greiða
iðgjald í Lífeyrissjóð og hljótið lífeyrisrétt-
indi. Þær ykkar, sem lengi hafa verið í
sarfi, og teljiið ykkur hag að því, ættu að
geta keypt sér réttindi með tilliti til þjón-
ustualdurs. Að því hefur verið unnið, en
enn mun vera brestur á að þessi réttur hafi
verið notaður. Um leið og þið eruð fast-
ráðnar, ber ykkur að fá greidd laun mán-
aðarlega fyrfram. Um vaktir, aukavinnu-
greiðslur, álagsgreiðslur fyrir vaktir og
helgidagavinnu, aukafrídaga, launagreiðsl-
ur í veikindum o. fl. eru fastar reglur, sem
þið þurfið að kynna ykkur. Ef símastjórinn
hefur þær ekki, gætuð þið í þeim efnum
snúið ykkur til deildarstjórnar F.Í.S. á við-
komandi umdæmisstöð. — En fyrst og
fremst er ykkur ráðlagt að gerast meðlám-
ir í F.Í.S., hafið þið ekki þegar gerzt það,
Æskilegt væri að þið þá senduð stjórn fé-
lagsins inntökubeiðni og væri í henni tek-
ið fram, hvenær þið byrjuðuð að starfa hjá
stofnuninni á föstum launum, — hvort þið
greiðið iðgjald í Lífeyrissjóð, og þá frá
hvaða tíma.
A þeim stöðum, þar sem fleiri stúlkur
starfa, ættuð þið að kjósa eina ykkar til að
hafa milligöngu um kjaramál ykkar við
stjórn félagsins og ætti hún þá að fylgjast
með því, á hverjum tíma, að nýjar starfs-
stúlkur sendi stjórn félagsins inntöku-
beiðni. (Meira í næsta blaði.)
★ ★ ★
SÍMABLAÐIÐ