Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 32

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 32
radíóbúnaði eða sjálfv. stöðvum fá þeir svo 5015 krónur á mánuði. — Næstum hver, sem er (ef hann er nógu stór líkamlega), getur orðið lögregluþjónn, og fær þá laun samkv. IX. launafl., sömuleiðis slökkviliðsmaður. Póstafgreiðslumaður fær laun samkv. IX. launafl. og þarf þó ekki að sérmennta sig hjá sinni stofnun í fleiri ár á litlu kaupi í starfið. Bílstjóri hjá S.V.R. fær laun samkv. X. launafl. X. launafl. virðist því vera lágmarks- launafl. yfirleitt nema hjá Símanum, þar eru þó undan- skildir þeir launafl., sem búnir hafa verið til, til þess að setja kvenfólk í, til þess að halda því á lágum launum. Línumaður er skipaður í XI. launaflokk hjá Símanum. Hann fær ekki aldurshækkun eftir 10 ára starf. Hann er því dæmdur til þess að vera í XI. launafl. æfilangt — nema hann hætti hreinlega brauðstritinu og fari t. d. til Strætó og gerist þar bílstjóri í X. launaflokki, og fái þar að auki yfirborgun fyrir vaktir og þ. u. 1. — eða þá rútu- bílstjóri á Suðurnesjum með yfir sex þús. kr. lágmarks- kaup á mánuði í stað fjögur og ,sjö á mán. hjá Símanum. Línumenn hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hafa frá ein- VÍSUR Við hreingerningu í skrif- borðsskúffunni, rakst ég m. a. á meðfylgjandi vísur, sem urðu til þegar ég loksins fékk símann, en það var fyrir 13— 14 árum. Það var Frímann Ingvarsson, sem annaðist lögnina. Sendi ég yður þetta svona til gamans. Virðingarfyllst Jökull Péturssoon. ★ 1 horngrýtis símahrEiki ég hef verið þar til í dag. 1 stöðugu stímabraki ég stóð til að fá þetta í lag. Og loks var hinn langþráði þráður lagður svo hvergi var töf; aldrei ég þáði áður aðra eins náðargjöf. Já, sannlega hafa þeir símann sett á borðið hjá mér. Og fyrir þitt handtak, Frí- mann, færi ég lofgjörð þér. Ég raula og ríma í næði, þó rödd mín sé heldur veik, og þráfalt á símaþræði ég þakkarsónötu leik. ★ um til tveim launafl. hærri hjá Símanum. — Þ. Ó, SMÁVEGIS Á kosningardegi fyrir nokkrum árum hringdi einn atkvæðasmalinn í númer eitt. Lítill drengur kom í simann. „Lofaðu mér að tala við pabba þinn eða mömmu,“ bað hann drenginn. „Þau eru ekki heima,“ svar- aði drengurinn. „Er nokkur annar, sem ég get fengið að tala við?“ „Systir mín,“ sagði dreng- urinn. „Lofaðu mér að tala við hana.“ Eftir langa þögn kom drengurinn aftur i simann og sagði: „Ég get ekki lyft henni upp úr vöggunni." laun en starfsbræður þeirra ★ Ef eitthvað ber útaf í bæ eða byggð, t. d. náttúruham- farir eða þjóðleikhúsið að sýna Kardimommubæ, þá þjóta allir í símann, við það verður álagið svo mikið, að næstum því enginn fær sam- band. Viða erlendis er sá hátt- ur hafður á, að í svona tilfell- um er svokallað „line load control“ notað, sem tekur úr sambandi vissan fjölda síma- tækja, þannig að það er ekki hægt að hringja frá þeim en þau geta aftur á móti tekið á móti hringingum. Síðan eru ef til vill aðeins um 10% númeranna, sem val- in eru af öryggisástæðum, starfhæf á báða vegu og hægt að nota á eðlilegan hátt. ★ S í M A B LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.