Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 25

Símablaðið - 01.01.1960, Blaðsíða 25
stöðina í Keflavík og viðbúnaði að samvirkjun sjálfvirkra stöðva í landinu. Taldi hann að á miðju þessu ári yrði búið að ná fyrsta áfanganum í því efni, þar sem Suður- nesjastöðvarnar, Keflavík, Gerðar, Grindavík, Sandgerði og Innri-Njarðvík og svo Reykjavík og Hafnarfjörður ættu þá að verða tilbúnar til samvirkrar notkunar. Eggert Jónsson, bæjarstjóri og Guðmundur Guðmunds- son, sparisjóðsstjóri, fluttu einnig ræður við þessa at- höfn og þökkuðu símastjórninni og starfsfólki stöðvar- innar hér fyrir góða þjónustu og árvekni fyrir hag Kefl- víkskra símnotenda, og fögnuðu yfir þeim fyrirheitum, er póst- og símastjóri gaf um aukna símvæðingu á Suð- urnejum. í afmælisblaði Símablaðsins 1955 segir ritstjórinn í greinarkorni um stöðina: „Símastöðin í Keflavík er nú sú landssímastöð, sem mestum stakkaskiptum hefur tek- ið síðasta áratug . .. .“ Vafalaust er hér rétt farið með staðreyndir, og ánægjulegt er að geta haldið því fram með fullum rétti, að vaxtahraði og þróun símamála hér, hafi aldrei verið meiri en einmitt á þeim fimm ár- um síðan framangreind ummæli voru skrifuð. Framh. á næstu síðu. aldraða símahúsi. Gamla mad- aman fór að púðra sig og farða og velja nýtt og „ung- dommilegt" snið á fötin sin. Menn tóku skyndilega að minnka, af því fjarlægðirnar í hinum nýju salarkynnum urðu allt annað en áður hafði þekkst í þessu gamla húsi smábásanna. Vonandi verða hin viðu og björtu húsakynni til þess, að meira verði fram- leitt af rösklegum ákvörðun- um i stofnuninni, og minni orku verði eytt í að þyppast við málaleitunum einstaklinga og félagsdeilda, sem litil út- gjöld hafa í för með sér. Nýr rekstrarstjóri er að stíga inn í stofnunina, — alls ókunnur hennar völundarhús- um. Og margur hefur velt þeirri spurningu fyrir sér, hvers vegna enginn hinna reyndari starfsmanna stofn- unarinnar hafi sótt um þá stöðu. En það er þeirra einka- mál. En segja má frá þvi, að mörgum þykir verkfræðivitið vera farið að leggjast æði þungt á stofnunina, og ekki vanþörf að fara að vega þar nokkuð á móti með annarri og lífrænni háskólamenntun. Því býður Símablaðið hinn nýja rekstrarstjóra velkom- inn. Gunnlaugair Briem póst- og síniamálastjóri opnar sjálf- virku stöðina í keflavík. Að baki honum standa: Porvarð- ur Jónsson verkfræðingur, Jón Tómasson simstjóri og Jón Skúlason yfirverkfræðingur. iiiiiiii...... ................. »,■! SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.