Símablaðið - 01.09.1962, Page 18
Tói meistari leit brennandi ásökunaraug-
um á aumingja Sigga, náfölur í framan,
af vandlætingu hins réttláta yfir glæp þess
bersynduga.
Okkur fannst dómurinn yfir Sigga orka
nokkuð tvímælis, þegar haft var í huga
það sem var að gerast í kringum okkur.
Orðbragðið hans Sigga vár ekki annað né
meira en algengt íslenzkt sjómannamál,
með tilheyrandi áherzlum, og mundi tæp-
lega senda neinn til heljar. Siggi var ágæt-
ur félagi og manna ólíklegastur til að gera
á hluta annarra, en hafði gaman af góð-
látlegum brellum, sem oft komu mann-
skapnum í léttara skap.
Jói meistari var heiðarleikinn uppmál-
aður, enda sá eini okkar sem var „frels-
aður“. En hann átti það, sameiginlegt með
kettinum, að allt það sem ekki var hvítt
í hans augum, var kolsvart. Þar var eng-
an milliveg að finna.
Það voru hljóðir menn, sem sátu yfir
jólamáltíðinni um borð í skipinu að þessu
sinni. Það virtist sem hver einstakur ætti
nóg í eigin hugsunum. Borðhaldið í heild
minnti helzt á norska ævintýrið um tröllin
þrjú, er setið höfðu saman frá ómunatíð.
Ég hélzt ekki við um borð, eftir að
máltíðinni lauk, ekki vegna málæðis félaga
minna, nema síður væri, heldur fannst mér
óþolandi að sitja þannig aðgerðarlaus og
hlusta á djöfulgang stríðsins. Ógnþrung-
inn drungi styrjaldarinnar hvíldi yfir öllu
og öllum um borð í skipinu.
Ég stakk því upp á við einn félaga
minn, hvort við ættum ekki að reyna að
komast upp í loftvarnabyrgi, sem var stað-
sett ekki allf j arri höfninni og ég hafði kom-
ið í áður, undir líkum kringumstæðum.
Mér var einnig forvitni á að kynnast því,
hvernig Englendingar héldu jól í loftvarna-
byrgi. Félagi minn tók vel í þetta. Okkur
var þó að sjálfsögðu ljóst, að aukin áhætta
fylgdi því að vera á ferli, eftir að loft-
varnarmerki hafði verið gefið, enda bein-
línis bannað af hernaðaryfirvöldunum. f
trássi við þetta lögðum við þó af stað út
í myrkrið.
Himininn moraði allur af smá ljóshnoðr-
um, er mynduðust er kúlur loftvarnabyss-
anna sprungu, en geislar leitarljósanna
sleiktu skýin fram og aftur í leit að óvina-
flugvélum. Þetta hvorttveggja kastaði
flöktandi skímu yfir borgina og nægði okk-
ur til að rata. Við flýttur okkur eins mik-
ið og birtan leyfði, hættan af sprengjubrot-
um var mikil, ef verið var á bersvæði og
margir höfðu týnt lífi af völdum sprengju-
brota frá kúlum loftvarnabyssanna, er
þau féllu til jarðar úr mikilli hæð. Fyrir
þessu hvorutveggja hlífðu loftvarnabyrg-
in, en þau stóðust ekki, ef sprengja hitti
í mark, en slíkt kom að sjálfsögðu ósjald-
an fyrir.
Er við nálguðumst byrgið, barst til okk-
ar ómur af sálmasöng, er virtist koma úr
iðrum jarðar, undir fótum okkar. Eftir
töluverða leit, fundum við innganginn nið-
ur í byrgið, sem var þannig fyrir komið,
að engin ljósglæta gat smogið út úr byrg-
inu, þótt gengið væri um. Stuttu síðar stóð-
um við meðal þessa stríðsþjakaða fólks,
sem söng drottni sínum lof og dýrð í „Kata-
kombum“ Liverpoolborgar, við undirleik
frá geltandi loftvarnabyssum og þungum
drunum frá tvö þúsund punda sprengjum,
sem hinir kristnu bræður þeirra, hinum
megin við sundið, færðu þeim í jólagjöf á
því heljar ári 1940. Dyraverðir loftvarna-
byrgisins, — en þeir voru ávallt til staðar
í byrgjunum — skömmuðu okkur fyrir að
vera á ferli eftir að loftvarnamerki hafði
verið gefið, en þegar þeir heyrðu, að við
vorum útlendingar, ypptu þeir bara öxl-
um; hefur sennilega fundizt það skipta
litlu máli, hvoru megin hryggjar við lág-
um.
Er söngnum lauk, fórum við að litast
um í kringum okkur. Kjallarinn var feikna
stór, rúmaði mörg hundruð manns. Enda
undir einni af stærstu byggingum borgar-
innar. Þrengsli voru þó auðsjáanlega mikil.
í miðjum kjallaranum var stór geymur,
en út frá honum útskot og rangalar á
alla vegu, minnti helzt á fjárrétt heima
á íslandi. í „Almenningnum“ virtist okkur
aðallega vera einhleypingar, karlar og kon-
ur, en fjölskyldurnar höfðu komið sér fyrir
með börn sín í „dilkunum“, hefur senni-
lega fundizt það vera þar örlítið út af
SÍMAB LAÐIÐ