Símablaðið - 01.09.1962, Side 19
fyrir sig, ef hægt var að tala um slíkt á
þessum stað „Hjörðin“ var harla ólík á að
sjá. Þar var fólk á öllum aldri, allt frá
hvítvoðungum í örmum mæðra sinna tii
örvasa öldunga, sem sennilega hafa ekki
gert víðreist frá heimilum sínum, undir
venjulegum kringumstæðum. Þarna voru
fulltrúar frá flestum stéttum Bretlands.
Minnist ég þess í því sambandi, að hin
illræmda stéttaskipting Bretanna virtist al-
gerlega hafa þurrkazt út meðal þessa fólks.
Þar mátti sjá prúðbúna herramenn í inni-
legum samræðum við kolakámuga hafnar-
verkamenn, jafnvel deila bróðurlega inni-
haldi vasapela hvors annars beint af stút,
rétt eins og þeir væru gamlir „klúbbfélag-
ar“. Skrautklæddar hefðarfrúr sáust sitja
flötum beinum á rikugu gólfinu, rugg-
andi fram og aftur í vonlausri tilraun
til að hugga töturlega klædd börn, auð-
sjáanlega úr fátækrahverfum borgarinnar.
Jafnvel afklæðast dýrindis loðkápum og
breiða yfir illa klædd gamalmenni, er lágu
umkomulaus og einmana í myrkustu afkim-
um kjallarans. Það er sagt, að þar sem
dauðinn læðist um, hrynji hrokinn af okk-
ur mönnunum.
Nokkrar hjúkrunarkonur, klæddar í ein-
kennisbúning Rauðakrossins, gengu u.m
meðal fólksins og reyndu að hjálpa, þar
sem þörfin var mest.
Þegar ég virti fyrir mér hið óeigingjarna
líknarstarf þessa fólks og bar það saman
við það, sem var að gerast fyrir utan byrg-
ið, datt mér ósjálfrátt í hug, sagan um
nautin í fjósinu í Odda, sem þrifust í beinu
hlutfalli við orðbragð fjósamannsins. Var
hér ekki að ske eitthvað svipað á þessari
nóttu. Væri nokkuð sennilegra en að hel-
stefna jarðarbúa hefði gefið djöflinum kær-
komið tækifæri til að hafa vistaskipti?
Yfirgefa undirdjúpin og leggja undir sig
háloftin og léki þar nú lausum hala, ásamt
öllum sínum aðstoðarpúkum. En englar
himinsins hrökkluðust undan djöfulgangi
þeirra hingað, undir yfirborð jarðar og
gengju hér á meðal okkar með huggandi
og græðandi hendi.
Ég hrökk upp af þessum hugleiðingum
mínum við það, að hreyfing kom á fólkið
sem stóð næst okkur, þar sem við stóðum,
um það bil í miðjum kjallaranum. í einu
horninu hafði maður nokkur tillt sér upp
á gamlan kassa, sem þar stóð og var senni-
lega undan gömlum bókum, frá þeim tíma
er kjallarinn þjónaði sínu fyrra hlutverki
sem bókageymsla. Byggingin yfir okkur
var stærsta bókasafn Liverpool-borgar.
Okkur lánaðist ekki að komast það nærri,
að við heyrðum greinilega hvað um var
að vera. Allt í einu byrjaði maðurinn að
tala til fólksins. Hann talaði um heilaga
jólahátíð, frið á jörðu og bræðralag meðal
mannanna. Við ættum að elska náungann
eins og sjálfa okkur og á þrengingarstund-
um lífsins ættum við að sýna þolinmæði.
Þetta allt væri ásköpuð örlög, sem ekki
yrði fram hjá komizt. Þess vegna væri
auðmýkt og þolinmæði svo nauðsynleg fyr-
ir hvern mann. Ef við aðeins værum þolin-
móðir, mundi allt snúast okkur í vil, annað
hvort hérna megin eða hinum megin graf-
ar. Mér heyrðist félagi minn muldra eitt-
hvað í þá átt, að hann vildi nú helzt að
það yrði hérna megin. Láði ég honum það
ekki, eins og á stóð.
Mér fannst ræðan stangast illilega á við
staðreyndir líðandi stundar. Mér varð litið
á andlitin í kringum mig, var forvitni á
að vita, hvernig fólkið tæki þessum boð-
skap mannsins. Ég bjóst við að sjá þar
endurspeglast þær mótsetningarkenndu
tilfinningar, sem bærðust með sjálfum mér
undir þessari prédikun. Svo var ekki. Af
andlitum fólksins, sem stóð þarna í kring
um okkur, skein hin innilega trúarsann-
færing þess manns, sem aðeins sér eina
leið til bjargar, náð forsjónarinnar. Ekki
vissum við, hvort þarna var prestlærður
maður að verki, eða aðeins leikmaður, sem
hafði fundið köllun hjá sér til að flytja
þessu veslings fólki boðskapinn um bræðra-
lag meðal manna og þjóða, meðan trú-
bræður hans hömuðust við að slátra hver
öðrum yfir höfðum þeirra. Hér þurfti sann-
arlega „brezk“ þolinmæði að koma til
skjalanna, ef vel átti að fara.
Eftir ræðu mannsins var aftur tekið tii
við sönginn. Allt í einu hljómuðu til okkar
tónar, sem vöktu hjá okkur tregablandna
sImablaðið