Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.09.1962, Side 23

Símablaðið - 01.09.1962, Side 23
vinnu sína ár eftir ár, verður hann ekki til lengdar áhugasamur í starfi. Hvað þetta snertir, er hinn opinberi rekstur oft þung- ur í vöfum vegna þeirrar skiptingar í launaflokka, sem miðar við allt annað frek- ar en hæfni mannsins. Þá er það landlæg- ur ósiður margra ráðamanna hér á landi, að hlusta helzt ekki á réttmætar kröfur starfsfólksinis um einhverjar kjarabætur fyrr en allt er komið í óefni. Er þarna um örugga og markvissa aðferð að ræða til þess að afmanna starfsfólkið, þar eð enginn maður með heilbrigða dómgreind og óbrjálaða réttlætiskennd lætur sér lynda að vera ekki einu sinni virtur svars, þeg- ar hann snýr sér til yfirboðara sinna með ósk um réttmætar leiðréttingar á starfs- kjörum. Stundum gengur tómlæti íslenzkra yfirmanna í þessum efnum svo langt, að helzt lítur út fyrir, að þeir séu vísvitandi að flæma frá því opinbera starfshæfustu mennina. Svo mun þó ekki vera, heldur mun hæfileikaskortur yfirmannanna sjálfra ráða mestu um hversu illa tekst til. Misskilin mannúð hins opinbera á einnig ríkan þátt í því að koma óorði á opinber fyrirtæki. Það hefur viðgengizt hér á landi að láta allskonar vanmetafólk fá starf hjá því opinbera. Drykkjumenn, sem komnir eru á það stig, að þeir mæta ekki í vinnu jafnvel dögum saman, hirða mánaðarlega kaup sitt, þótt á allra vitorði sé, að þeir hafi á engan hátt unnið fyrir því. Ef einhver kynni að efast um, að hér sé rétt með farið, get ég hvenær sem er bent á mann í opinberri þjónustu, sem ekki stendur við skuldbindingar sínar gagnvart meðeigendum ákveðinnar eignar, en ber þá hins vegar óhróðri og rógi og ber þá fyrir því, sem hann hefur logið sjálfur, ef ekki verður vitnum við komið. Þessi maður á aðgang að lánasjóðum hins opinbera og fær jafnhá laun og menn, sem eru sívinnandi og ekki mega vamm sitt vita í neinu, þótt hann sjáist oft ekki á vinnustað eða sé þar í ástandi er sízt myndi líklegt til að auka afköst hans. Ég ætla það ofætlun hverjum sæmilega hugsandi manni, að meta þá ráðamenn meira eftir en áður, þegar hann hefur gengið úr skugga um hvert hið raunveru- lega mat á hans eigin störfum er í sam- anburði við slíkan aumingja. Drykkjumaðurinn og auminginn, sem hið opinbera launar, eiga ríkan þátt í því að draga úr áhuga mikils fjölda heið- arlegra starfsmanna og kynda undir rétt- mætri gagnrýni almennings. Með þessu er þó ekki nema hálfsögð sag- an. Þótt gallar svona aumingja séu hverj- um manni augljósir og slæm áhrif þeirra á allt andrúmsloft fyrirtækja, sem þeir eru taldir vinna hjá, er ekki þar með sagt að unnt sé að fleygja þeim öllum á dyr þeg'j- andi og hljóðalaust. Þarna kemur sem sé til greina, að einhversstaðar verður vondur að vera. Það liggur í hlutarins eðli, að einkafyrritæki, sem eiga allt sitt undir þeim störfum, sem unnin eru í þágu fyrir- tækjanna, geta yfirleitt ekki tekið svona menn upp á sína arma. Ef þau gera það, er það venjulega vegna einhverra persónulegra tengsla við vesal- ingana, en þá er venjulega ekki reynt að draga fjöður yfir hvernig á veru þeirra stendur, og er mun auðveldara fyrir sam- starfsfólkið að sætta sig við slíkt en ef verið er að gera tilraun til að láta sem aumingjarnir séu fullgildir menn. Lítum nú á málið frá sjónarhóli hins opinbera, en með heitinu hið opinbera á ég við bæði ríki og bæjarfélög svo og þær stofnanir, sem á vegum þessara aðila vinna. Oft og tíðum verður hið opinbera að velja á milli þess að greiða lélegu fólki laun fyrir lélega vinnu eða taka það al- gerlega á framfæri, einmitt þessi staðreynd gerir vandann mikinn. Oft og einatt mun reynast ódýrara og mannlegra um leið að launa aumingjann en taka hann alveg á framfæri. Stundum getur starfið forðað honum frá að sökkva enn dýpra, auk þess, sem hann drekkur sjaldan á vinnustaðn- um og hefur því minni tíma til að stunda drykkjuna, en ef hann gerði ekki neitt. Stundum verður þetta að vísu aðeins til þess, að maðurinn er aðeins nokkuð leng- ur að fara alveg í hundana, en sem betur fer getur starf meðal betri manna stund- SÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.