Símablaðið - 01.09.1962, Side 24
um lyft slíkum mönnum upp úr óreglunni
og skapað þeim nýjan grundvöll í tilver-
unni.
Hvora leiðina mennirnir fara, er erfitt
að segja um fyrirfram, og hér á landi mun
hvergi vera gerð nein alvarleg tilraun
til þess. Reglan er oftast sú, að þeir sem
eiga áhrifamenn að, fá starf hjá því opin-
bera, hinir, sem ekkert eiga undir sér, gera
það ekki, a.m.k. miklu síður. Enginn opin-
ber aðili hér á landi hefur enn viljað nota
þær leiðir sem til eru, til að kanna starfs-
hæfni manna og skapgerð og verður því
að álykta, að yfirvöldin séu ánægð með
ástandið eins og það er.
Allt þetta grefur hins vegar daglangt
og náttlangt undan áliti hins opinbera.
Maðurinn, sem vinnur hörðum höndum
jafnvel 16 tíma á sólarhring, fær enga
ofurást á þeim yfirvöldum, sem launa ná-
búa hans höfðinglega fyrir að koma sem
svarar 6—7 tíma annan hvern dag á vinnu-
stað, en láta það algerlega óátalið þótt
þessi gæðingur yfirvaldanna trufli svefn-
frið erfiðismannsins jafnvel nótt eftir nótt
með drykkjulátum, en sofi fyrir lokuðum
gluggum á daginn.
Sá embættismaður, sem hefur mælt með
slíkum vesalingi í opinbera þjónustu, og
heldur verndarhendi yfir honum þar, þarf
ekki að búast við, að hann geti ferðazt
með tandurhreinan mannorðsskjöld í allra
augum, jafnvel þótt hann hafi annars margt
vel gert.
Það, sem hér er sagt, eru þó ekki nein
rök fyrir því, að opinber rekstur afmanni
starfsfólkið yfirleitt. Það sannar hins vegar
það, sem áður var bent á, að rekstur hvers
fyrirtækis stendur og fellur fyrst og fremst
með æðstu stjórn þeirra. Þeim mun betri
sem hún er, þeim mun þroskavænlegri
og betri mun hún fyrir hvern einstakl-
ing, sem hjá því vinnur.
Hinu er svo ekki að leyna, að á vissum
sviðum hlýtur opinber rekstur alltaf að
verða þyngri í vöfum en einkarekstur.
Opinbert fyrirtæki getur ekki tekið sömu
áhættu og einkafyrirtæki og má segja, að
undir vissum kringumstæðum geti það lagt
nokkur höft á athafnafrelsi manna og hug-
Launasamningarnir
Launasamningarnir við rikisvaldið
eru nú komnir á það stig, eftir margra
mánaða undirbúning af hálfu kjara-
ráðs, að sezt er að samningaborði og
reynir nú fyrst á gildi þess samnings-
réttar, sem opinberir starfsmenn hafa
fengið.
Bandalagsþing hefur samþykkt til-
lögur kjararáðs um launastigann og
flest sambandsfélögin lýst stuðningi við
tillögur þess um skiptingu í flokka. Eft-
ir er að vita, hvort mat þeirra, sem með
samningana fara fyrir ríkisvaldið, fer
lieim við tillögur kjararáðs og mat á
starfi flokka og einstaklinga.
Það er ekki ósennilegt, að í ljós eigi
eftir að koma, við fengna reynslu, að
miklum vandkvæðum er bundið fyrir
kjararáð að gera heildarflokkun eftir
þeim upplýsingum og gögnum, sem það
fær í hendur, sem nær eingöngu eru
þess eðlis, að vera byggðar á sjálfsmati
starfshópa og einstaklinga, án þess að
samtímis liggi fyrir til samanburðar álit
annara ábyrgra og kunnugra aðila. Þeir,
sem kunnugir eru þeim tveim endur-
skoðunum á launalögum, sem farið hafa
fram, hafa sína sögu að segja af skiln-
kvæmni. Hitt myndi þó vera ofmælt, að
tala um afmönnun í því sambandi.
Ef ekki er því meiri hörgull á vinnu-
afli, eins og stundum getur komið fyrir,
má yfirleitt segja, að hvert fyrirtæki fái
það starfsfólk, sem það á skilið og manni
það eða afmanni eftir því sem yfirmenn-
irnir hafa vit og manndóm til.