Símablaðið - 01.09.1962, Síða 26
Æeintleikar í
ían<tAAíma-
kÚJihu
Lengi hafa farið sögur af því, að um
húsakynni Landssímans í Thorvaldsens-
stræti ferðuðust fleiri en þeir, sem óskyggn-
ir sjá. En eins og kunnugt er, stendur
nokkur hluti af grunni hússins í hinum
gamla kirkjugarði bæjarins, og þegar graf-
ið var fyrir honum, varð að fjarlægja bein
nokkurra borgara frá liðnum tíma.
Síðar var grafarró hinna framliðnu enn
spillt fyrir nokkrum árum, sem frægt varð
að endemum, þegar ráðizt var af offorsi
með páli og reku niður í bústað þeirra
til að ryðja leið fyrir blý og tjöru Bæjar-
símans.
Ein er sú kona, sem á hljóðlátum kvöld-
um hefur frá fyrstu tíð þessarar bygging-
ar gengið þar um sali og gert hreint. Á
vit hennar virðast búendur gamla kirkju-
garðsins leita öðrum fremur, þó að fleiri
hafi sögur að segja. Þessi kona heitir Sig-
urveig Illugadóttir. — Hún hefur ekki far-
ið hátt með það, sem fyrir hana hefur
borið, og aðeins talað um reynslu sína
í þessum efnum við þá, sem henni hafa
verið nákunnugir.
En hvers eðlis, sem þessi fyrirbrigði hafa
verið, þá vænir enginn Sigurveigu þeirra,
sem þekkt hafa og unnið með henni, um
það, að hún segi í þessum efnum annað
en það, sem hún veit sannast og réttast.
Hér fara á eftir nokkrar stuttar frásagn-
ir af því, sem fy.cir Sigurveigu hefur borið:
KONAN í TRÖPPUNUM.
Það var eitt kvöld, nokkru eftir að sjálf-
virka símastöðin var tekin í notkun, að
60
sImablaðið
Sigurveig var að gera hreint í vinnustofu
stöðvarinnar, sem er vestan megin á ann-
ari hæð hússins. Nyrzt á hlið vinnustof-
unnar eru dyr og tröppur upp í sal
sjálfvirku stöðvarinnar, en hann er í vest-
urálmunni, sem liggur í áttina að Aðal
stræti. Úr dyrum þessum er gangur með-
fram gluggahlið eftii' endilöngum salnum,
— og í þá daga var og geymsla afþiljuð
fyrir enda gangsins. En á hægri hlið hans
eru tengigrindurnar og gengið inn á milli
þeirra úr honum.
Sigurveig var stödd fyrir neðan tröpp-
urnar og sneri baki 1 þær.
Allt í einu verður hún þess vör, að ein-
hver er fyrir aftan hana, og lítur hún við.
Sér hún þá konu standa í efri tröppunni
og halla sér upp að veggnum.
Konu þessa sá hún mjög greinilega. Hún
var há og grönn með fagurt hár, glóbjart.
Hún var klædd síðum kjól, sem féll nið-
ur í djúpum fellingum. Hálsmál hans var
ferkantað og virtist lagt breiðum rósalegg-
ingum. Hendur hennar voru mjög hvítar
og fingurnir einkar fallegir. Að þessari
konu sópaði mjög.
Þær horfðust á, eins og ekkert væri sjálf-
sagðara, og Sigurveig virti hana nákvæm-
lega fyrir sér, án nokkurs ótta, og þó var
henni ljóst, að hér var ekki kona af þess-
um heimi. Og áhrifin frá henni voru un-
aðsleg. En þegar Sigurveig deplaði augun-
um, hvarf konan á svipstundu.
Fleiri hafa séð konu þessa, en Sigurveig
aldrei séð hana aftur.
GRÁKLÆDDI MAÐURINN.
Nokkru síðar var það, að Sigurveig varð
vör við mann, sem öðru hverju var á stjái
við tengigrindurnar, og virtist hafa mikinn
áhuga á að skoða þær. Hann virtist ekki
fást um nærveru hennar, en horfði á vél-
arnar og þreifaði á þeim. Sigurveig skipti
sér heldur ekki af honum og hélt vinnu
sinni áfram unz maður þessi hvarf henni
sýnum.
Hann var jafnan klæddur dökkbrúnum
fötum, sem fóru snyrtilega. Hann var frem-
úr hár vexti, vel vaxinn og ljós yfirlit-