Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.09.1962, Síða 33

Símablaðið - 01.09.1962, Síða 33
Það gerist nú i æ ríkari mæli, að ísl. símamenn sæki út fyrir pollinn til lengri eða skemmri námsdvalar, og er gott til þess að vita. 1 febrúar síðastl. fór Jón Árni Vilmund- arson, starfsmaður á Radió- verkstæðinu, til námsdvalar í Englandi og stundaði nám við Marconi College í Chelms- ford, um nokkurra mánaða skeið. Lætur Árni hið bezta af dvölinni í Englandi, og væri vel ef fleiri símamönnum gæf- ist kostur á slíkum ferðum í náinni framtíð. Okkur simafólki er kunnugt um, að stjórnendur símans íylgjast vel með tæknilegum nýjungum á sviði símamála og að unnið er markvisst að því að notfæra sér á sem full- komnastan og hagkvæmastan hátt þá þekkingu. Má i því sambandi geta þess, að það er mun ódýrara að nota síma hér á landi en í nágranna- löndunum, þrátt fyrir það að við þurfum að flytja allt okk- ar símaefni inn frá öðrum löndum. Þá geri ég ráð fyrir, að stjórnendum símans sé kunn- ugt um, að þeir hafa yfir að ráða starfsfólki, sem vinnur störf sín af alúð og að meðal þess er fjöldi manna, sem unnið hefur símastörf árum saman og náð mikilli leikni í starfi. Mér sárnaði því þegar ég las grein, sem ég rakst á í einu höfuðborgarblaðinu, og geri ég ráð fyrir að öðru síma- fólki, sem las þessa grein, hafi fundizt sem mér, að þar væri skrifað um íslenzk símamál af mikilli ósanngirni. Að visu er blað þetta stundum skrifað í nokkrum æsifregnastil, eins og sjá má á eftirfarandi glefs- um, sem teknar eru úr um- ræddri blaðagrein, en því mið- ur er það ekki einsdæmi, að skrifað sé um viðskipti við símann af meira kappi en for- sjá. Blað þetta komst m. a. svo að orði, að „þjónustan, sem Landssími fslands léti í té, væri ekki samboðin slíkri menningarstofnun, sem Lands- síminn ætti að vera“. Síðan talar blaðið um ,,að ekki sé til nein hliðstæð stofnun í hin- um frjálsa heimi, sem okri svo gegndarlaust á viðskipta- vinum sínum sem Landssím- inn“. Þá nefnir blaðið nokkur atriði, sem það nefnir „lymskulegar aðferðir, sem Landssíminn beiti“, svo sem yfirsamtöl og forgangshrað og „ósvífnasta tiltækið" segii blaðið vera hin furðulega númerabreyting, sem gerð var fyrir skömmu. Það hafði verið tilætlun min að svara þessum atriðum hverju fyrir sig, með þvi að fá upplýsingar varðandi þau hjá viðkomandi forráðamönnum simans og leiðrétta þannig þann misskilning, sem kom fram í fyrrnefndri blaðagrein. Þá vildi það til, að hr. Bjarni Forberg, bæjarsímastjóri, sendi einu dagblaðinu hér í borg mjög greinagóðar upp- lýsingar varðandi öll þau at- riði, sem ætlun mín var að fá upplýsingar um til birtingar hér í blaðinu. Landssíminn ætti að gera meira að því að senda blöð- unum ýmsar upplýsingar svip- aðar þeim og bæjarsímastjór- inn sendi frá sér. Þá ætti síma- fólk og að gera sér far um að kynna sér þessi mál, og má benda á, að amerísk síma- félög leggja mikla áherzlu á að fræða starfsfólk sitt um ýmisleg atriði bæði tæknileg og fjárhagsleg, er varða við- skiptavinina. Þessi amerísku símafélög segja, að því meira sem starfsfólkið viti um þessi atriði, þvi betri fulltrúar sé það fyrir símafélögin út á við. Það væri því ekki úr vegi, að Símablaðið tæki að sér að flytja okkur símafólki ýmsan fróðleik frá forráðamönnum simans, og mætti byrja á því að birta fyrrnefndar upplýs- ingar bæjarsímastjórans. H. H. NWIÍUWWWWWWWVW ATHUGASEMD. Símablaðið hefur margsinn- is á undanförnum árum farið þess á leit við stjórn stofn- unarinnar að hún sæi um fræðsluþátt í blaðinu, og jafn- an fengið þar um góðar undir- tektir. En útkoman hefur ver- ið 000. Símablaðinu er kunn- ugt um mýmörg dæmi þess, að starfsmenn stofnunarinnar hafa orðið sér og stofnuninni til skammar, og fundið sárt til þess, — sökum skorts á vitneskju um nýjungar í rekstri og þróun hennar. — Og enn bíður blaðið eftir slík- um fræðslugreinum. Ritstjórinn...

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.