Símablaðið - 01.09.1962, Síða 34
Hcrýnip
Thomas Haarde
símafræðingur.
andaðist 18. maí sl. á Radi-
um spítalanum í Osló, eftir
löng og erfið veikindi, þó að
hann lengst af gengi að
starfi.
Hann var fæddur í Sand-
eid í Noregi 14. des. 1901.
Stundaði nám við herskóla
og réðst síðan til Elektrisk
Bureau í Osló, þar sem hann
vann að uppsetningu þráð-
lausra stöðva.
Hingað til lands kom hann
fyrst árið 1926 og hafði þá
umsjón með stækkun bæjar-
símamiðstöðvarinnar um eins
árs skeið. Árið 1931 kom
hann hingað öðru sinni til
að starfa við uppsetningu
sjálfvirku bæjarsímastöðvar-
innar í Reykjavík og Hafn-
ýélayat
arfirði. Hvarf hann ekki
aftur heim, en gerðist ís-
lenzkur ríkisborgari og var
upp frá því yfirumsjónar-
maður sjálfvirku stöðvarinn-
ar. Gekk hann að því starfi
af lífi og sál, enda mun þekk-
ing hans og hæfni á því sviði
ekki hafa staðið að baki
hinna hæfustu starfsbræðra
hans á Norðurlöndum og
verður starf hans seint metið
að verðleikum.
Haarde var sem yfirmað-
ur kröfuharður við sjálfan
sig og undirmenn sína, —
og stjórnsamur, — og kunnu
þeir vel að meta það.
Með honum á Landssím-
inn á bak að sjá einum allra
hæfasta trúnaðarmanna
sinna og menntaðasta tækni-
fræðingi.
Árið 1937 gekk Haarde að
eiga eftirlifandi konu sína,
Onnu Steindórsdóttur, og
eignuðust þau þrjá syni. Einn
þeirra, Bernhard, misstu þau
hjónin nokkru áður en
Haarde dó, 24 ára gamlan,
hinn efnilegasta mann.
Haarde setti mikinn svip
á símastofnunina, og verður
sæti hans seint fyllt. Hann
var hinn mesti drengskapar-
maður og glæsimenni í sjón
og reynd.
Árni Árnason
símritari í Vestm.eyjum,
andaðist 13. október sl., eftir
margra ára vanheilsu, er
leiddi til þess, að hann hætti
starfi hjá Landssímanum 1.
des. 1961, eftir fjörutíu ára
þjónustu.
Árni var fæddur í Vest-
mannaeyjum 19. marz 1901.
Hann byrjaði að starfa við
Landssímastöðina í Vest-
mannaeyjum 1919 og vann
þar að staðaldri síðan, að
undanskyldu sumrinu 1928,
er hann var á Loftskeytastöð-
inni í Reykjavík. Varðstjóri
við ritsímastöðina í Vestm.-
eyjum varð hann 1/7 1953.
Árni var í fremstu röð sím-
ritara og loftskeytamanna,
einkum var leikni hans á
Morse-lyklinum rómuð með-
al starfsbræðra hans.
Bókhneigður var hann
mjög og hafði einkum áhuga
á gömlum fræðum. Hann var
vel skáldmæltur og ritfær,
enda bar hann af um það, að
vera alltaf reiðubúinn með
efni, þegar Símablaðið leit-
aði til hans, bæði í bundnu
og óbundnu máli.
Um áratugi var hann full-
trúi F. f. S. í félagsdeildinni
SÍMAB LAÐIÐ