Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.09.1962, Síða 35

Símablaðið - 01.09.1962, Síða 35
í Vestmannaeyjum og hafði jafnan á hendi forystu í vandamálum símafólksins þar. Ami var drengskaparmað- ur mikill og vinmargur utan sem innan stofnunarinnar. Arni var kvæntur Katrínu Arnadóttur, sem lifir mann sinn ásamt uppkominni dótt- ur. Jakob Jakobsson, Ioftskeytamaður. F. 2. 9. 1924. D. 8. 10. 1962. Þegar sú sorgarfrétt barst okkur, samstarfsmönnum Jakobs Jakobssonar, að hann hefði látizt 8. október síð- astliðinn, veittist okkur í fyrstu erfitt að hugnema þá staðreynd að hinn ágæti fé- lagi hefði verið kvaddur úr þessum heimi í blóma Iífsins og þung urðu okkur sporin að gröf hans. Jakob fæddist á ísafirði 2. sept. 1924. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Guð- mundsdóttir og Jakob Krist- mundsson. Jakob lauk gagn- fræðaprófi á Isafirði og síð- ar prófi frá Samvinnuskólan- um x Reykjavík. Loftskeyta- prófi lauk hann 1948 og sím- ritaraprófi 1953. Ótalið er þá nám við Handíða- og mynd- listarskólann og mun hon- um e. t. v. hafa verið það hugleiknast. Skömmu eftir að Jakob lauk loftskeytaprófi, réðst hann til starfa í Veðurstofu íslands en árið 1950 hóf hann starf við radioflugþjón- ustuna í Gufunesi og vann þar síðan. Árið 1929 gekk hann að eiga Kristínu Kristinsdóttur úr Reykjavík. Eignuðust þau 3 börn, sem nú eru 13, 8 og 3ja ára. Minningin um kynni okk- ar er mér hugstæð. Áberandi þættir í framkomu hans voru fágun og hæverska, sem stakk þægilega í stúf við glamur og steigurlæti. Jakob var góðum gáfum gæddur, Iéttur í viðræðum og lagði ávallt gott til mála. Geðþekk- ur en ekki geðlaus. Störf sín öll rækti hann af sérstakri trúmennsku og ó- sérhlífni. Var hagvirkur og haldinorður. Undirhyggju- laus og aldrei smeykinn. Við fráfall Jakobs hefur stofnunin séð á bak frábær- um starfsmanni. Við starfsfélagar hans minnumst vildarvinar með þakklæti og hlýhug. Bjarni Gíslason. Jósefína Gísladóttir bókari lézt eftir langvarandi veik- indi 5. okt. sl. Hún var fædd á ísafirði 4. des. 1918 og var alsystir Bjarna Gíslasonar stöðvarstjóra í Gufunesi. Við Landssímann starfaði hún um 20 ára skeið árin 1938—48 og síðan frá árinu 1952. Hún var fyrst talsíma- kona í nokkur ár, vann síðar við innheimtu Landssímans en loks við ýmis skrifstofu-. störf. Árið 1947 giftist hún Þor- steini Jósefssyni rithöfundi og eignuðust þau eina dótt- ur, sem nú er 14 ára. Frú Jósefína var samvizku- söm starfsstúlka, umgengnis- prúð og góðviljuð. Hún var mjög listhneigð og Iagði stund á bókband og ljós- myndagerð í frístundum sín- u|m. Öllum þessum horfnu fé- og systra, og biður eftirlif- lögum færir Símablaðið andi ástvinum þeirra bless- hinztu kveðjur starfsbræðra unar guðs. 5 ÍM AB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.