Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.09.1962, Síða 37

Símablaðið - 01.09.1962, Síða 37
Þing Bandalags starfs- manna ríkis og bæja var haldið dagana 5.—8. október síð- astl. í Hagaskólanum. Á þessu þingi voru færri mál tekin til umræSu og færri álylctanir gerSar en oftast hefur verið á þingum banda- lagsins, enda var aðalmál þingsins hin nvj ii viðhorf í launa- og kjaramálum, sem skapazt hafa viS setningu laga um kjarasamninga opinherra starfsmanna, — og sá undirbúningur aS þeim, sem gerSur liefur veriS. Stjórn bandalagsins lagSi fyrir þing- iS launastiga þann, sem kjararáS hef- ur gert aS tillögu sinni, og sem gerir ráS fyrir 31 launaflokki. UrSu miklar umræður um launamál- ið allt. Að lokum samþykkti þingið ályktun, er fagnar þeim áfanga, sem náðzt hefur í kjarabaráttunni. Ályktunin í heild fer hér á eftir: Þar með rauk Árni á dyr, léttur í spori og voru engin ellimörk á honum að sjá, alls ekki líklegur að falla fyrir brögðum Elli kerlingar, þótt skammt væri síðan að hann kom af sjúkrahúsinu. Hann lá á Heilsuverndarstöðinni í sumar leið, var þar eftir við sjúkrahúsið á Akureyri og svo í haust hér aftur hjá læknum, þar til hann fór heim 16. des. sl., með ströng fyr- irmæli um að.byrja ekki aftur símritunar- og loftskeytamannsstarfið í Eyjum. Hann var sagður útslitinn, 60 ára gamall, en hafði þá verið við símann í Eyjum í 42 ár. Það er allgóður vinnudagur. Marz 1962. 22. þing B.S.R.B., haldið í Hagaskóla 5. —8. okt. 1962, fagnar þeim áfanga, sem náðzt hefur í kjarabaráttunni með sam- þykkt laga á síðasta Alþingi um kjara- samninga opinberra starfsmanna og telur að stefna beri ákveðið að því, að fullum og óskertum samningsrétti verði náð. Þingið metur að verðleikum það mikla starf, sem Kjararáð hefur innt af hendi við undirbúning kjarasamninga og þakkár það. Þingið fellst á launastiga þann, sem Kjararáð hefur lagt fram sem samnings- grundvöll, þegar sezt verður að samnings- borði, enda er hann byggður upp með hlið- sjón af núverandi launakjörum á frjáls- um vinnumarkaði. í því sambandi leggur þingið þó ríka áherzlu á, að lægstu laun þurfi að tryggja þeim starfsmönnum, sem við þau búa, viðunandi lífskjör. Þingið leggur áherzlu á, að Kjararáð haldi fast og örugglega á rétti opinberra starfsmanna við samninganefnd fjármála- ráðherra, fullvisst þess, að á bak við það stendur óskiptur hópur launþega, sem krefst réttlátra launakjara.“ Þingið beinir þeim eindregnu tilmælum til Kjararáðs, að það með réttsýni og í nánu samstarfi við fulltrúa bandalagsfé- laga samræmi framkomnar tillögur um skipun í flokka og gefi fulltrúunum kost á að bera fram rök sín, áður en lokaröð- un fer fram. Þegar Kjararáð telur sig ekki geta fall- izt á kröfur einstakra sambandsfélaga, mæl- ist þingið til, að ráðið geri viðkomandi fé- lagi grein fyrir ástæðum þess, sé þess óskað. Annað stórmerkilegt kjaramál, sem rætt var um, voru réttindi opinberra starfsmanna gagnvart Allmannatrygg- ingunum. En um það mál fjallar nú stjórnskipuð nefnd. Er hér um að ræða möguleika til

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.