Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.09.1962, Page 40

Símablaðið - 01.09.1962, Page 40
Telextæki á ritsímanum í Keykjavík. inn olli í raun og veru endurvakningu í símrituninni. Þannig tífaldaðist t. d. fjöldi telexnotenda í Danmörku á ár- uniun 1947—1957. Og enda þótt fjöldi þeirra (ca. 1200 árið 1957) jafnist hvergi nærri á við fjölda símanotenda, er afgreiðsla við þá það mikil, einkum á langlínum, að vel má jafna til tal- símaafgreiðslunnar. Til dæmis má nefna, að árið 1957 var telexafgreiðslan frá Danmörkn til útlanda meiri en tal- símaafgreiðslan til allra þeirra landa, sem telexþjónustu höfðu, þó að frá- skildum Noregi og Svíþjóð. Sú iiefð- l)undna skoðun, að símritun sé fyrst og fremst langlínu-f jarskiptaform, kem- ur fram í því, að um það hil helming- ur allrar telexafgreiðslu i Danmörku er við utlönd. Auk sjálfvirka telexkerfisins í Dan- mörku, (sem er reyndar einnig notað fyrir venjulega skeytasendingu, þar eð ritsímastöðvarnar eru tengdar því á sama hátt og telexnotendurnir), er þar mikið um föst ritsímasamhönd, þar af mörg, sem eru hluti af alþjóða-fjar- ritasamböndum. Þessi ritsímasambönd, þar sem oft ern fleiri en tveir fjarrit- ar tengdir sömu línu, eru leigð skipa- félögum, skipamiðlunum, flugfélögum, flugstjórnum, her, fréttastofum, iðnað- ar- og verzlunarfyrirtækjum og fleir- 74 SÍMABLAÐIÐ um. Að fjölda eru þeir fjarrritar, sem tengdir eru föstum ritsímasamböndum, um það bil fjórir móti hverjum tíu, sem tengdir eru telexkerfinu, og fjölg- un þeirra fylgir sama hlutfalli. Nokkur þessara föstu fjarritasam- banda eru mjög stutt, t. d. innanbæjar milli aðalskrifstofu og birgðageymslu fyrirtækis. Eftirfarandi samanburður á afgreiðslu pöntunar frá aðalskrifstofu til lagers, annars vegar gegnum síma og hins vegar með fjarrita, sýnir, að svo stutt fjarritasamhönd geta verið hagkvæm. Ef notaður er sími, þá er lagermaðurinn truflaður við vinnu sína í hvert sinn, sem ný pöntun berst, jafn- framt því, sem tveir starfsmenn eru bundnir við að lesa fyrir og skrifa nið- ur pöntunina. Símtalið tekur líka til- tölulega langan tíma, sem ákvarðast af því, hve hratt lagermaðurinn skrifar. Aftur á móti gerir fjarritinn kleift að senda pöntunina án þess, að lagermað- urinn komi þar nærri, og um þetta ann- ast skrifstofumaður (eða -stúlka), sem vanur er vélritun. Af framangreindu er Ijóst, að hag- ræði getur verið að fjarritanum, þegar koma þarf skilaboðum, sem hafa að geyma pöntun eða fyrirspurn. Rann- sóknir á efni símtala innan fyrirtækja hafa leitt í Ijós, að obbinn af þeim er J

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.