Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1964, Side 18

Símablaðið - 01.12.1964, Side 18
í ættflokka. En hvernig má það vera, að svo mikill fjöldi manna hefur lifað frá ó- muna tíð án þess að um- heimurinn hefði um það minnstu vitund. Ástralskur læknir, sem ný- lega var á ferð um Evrópu, en verið hefur í leiðangri þeirra krabbameinssérfræð- inga er rannsakað hafa lifn- aðarhætti þessa fólks, hefur sagt nokkuð frá þessu. Fyrstu ástæðuna telur hann þá, að þessi landsvæði séu svo erfið yfirferðar, að hinn hvíti maður hafi ekki treyst sér þangað, út á ó- kunna refilstigu, enda litið svo á, að þar væri ekkert byggilegt landsvæði. Hins vegar hefur þetta frumstæða fólk ekki haft í sér útþrána og hinir háu fjallgarðar og frumskógarnir, báru í sér þá ógn, sem hélt þeim frá slík- um ævintýrum. Enn er það, að þessir stein- aldarmenn skiptast í ótal ættflokka, sem ekki vilja neitt hafa saman að sælda, en óttast hver annan og hat- ast hatri hins frumstæða manns. Ættflokkurinn verð- ur að halda fast saman. Og óttinn við nágranna ætt- flokkinn treystir þau bönd. Svo mikið er hatrið, að sjálfsagt þykir að pína þá til dauða, sem villst hafa inn á landsvæði annars ættfokks. Mannætur eru ekki óal- gengar, en eru það af trúar- legum ástæðum. Mannrán eru algeng. En það undarlega er, að þrátt fyrir hin sterku ættarbönd ganga konur kaupum og söl- um milli ættflokka, og eru það næstum einu viðskipti 44 SÍMABLAÐIÐ NÝSTARLEGT VERKFALL Þau tíðindi gerðust mánudaginn 2 nóvember s.l., að starfsfólk Ðtvegsbankans mætti ekki til vinnu, í mótmælaskyni við veitingu útibúsbankastjórastöðu á Akureyri. Staðan hafði verið auglýst og um hana sótt nokkr- ir reyndir og menntaðir bankamenn, en fyrir val- inu varð maður, sem ekki var starfsmaður bank- ans og ekki hafði reynslu í bankastörfum. Þessi viðbrögð starfsfólks títvegsbankans virðast yfirleitt hafa komið mönnum á óvart, og þá ekki sízt yfirmönnum bankans. En einhvern tíma hlaut þó að slíkum viðbrögðum að draga. Og hafi starfs- fólk Utvegsbankans þökk fyrir frumkvæði sitt í því að sýna veitingarvaldinu það, að nóg er komið af vali manna í valda- og áhrifastöður hér á landi fyrir klíkuskap, ráðríki og stjórnmálaviðhorf. En í þeim efnum hafa bankayfirvöldin verið siðlausust og langlundargeð bankamanna yfirgengilegt. Við símamenn megum þakka hamingjunni fyrir það, hvernig þessum málum er skipað hjá okkur, með áhrifavaldi Starfsmannaráðs. En undarlegt má það heita, hve mikil deyfð hefur verið yfir öðrum stéttafélögum við opinberar og hálfopinberar stofn- anir í þessum efnum. Ætti þeim þó að vera kunn reynsla símamanna og símastofnunarinnar af hinu merka samstarfi þessara aðilja við val í stöður o. fl., sem allar ríkisstjórnir hafa undantekningarlitið virt á annan áratug. Ættu nú aðgerðir starfsmanna títvegsbankans að vekja þessi stéttarfélög af svefni — og verða til þess, að búið verði svo um hnútana, að ekkert veit- ingavald leyfi sér að taka aðvífandi miðlungsmenn í áhrifa- og valdastöður hjá því opinbera, en snið- ganga starfsmenn, sem þekkingu og reynslu hafa, og að auki langan starfsferil.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.