Símablaðið - 01.12.1964, Page 19
Ágúst Geirsson:
Nýir kjarasamningar.
23. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem
haldið var dagana 17.—20. sept. s.l., samþykkti að
mæla með uppsögn núgildandi kjarasamninga og
beindi því til Bandalagsfélaganna og stjórnar BSRB,
að hefja undirbúning að kröfugerð í væntanlegum
samningum.
Frá gildistöku núverandi launastiga, sem Kjara-
dómur dæmdi opinberum starfsmönnum og var m.
a. byggður á launakjörum hjá einkaaðilum, hafa
orðið miklar launahækkanir hjá öðrum stéttum.
í desember 1963 urðu um 15% almennar launa-
hækkanir, sem BSRB gerði kröfu til handa opin-
berum starfsmönnum, en meirihluti Kjaradóms
hafnaði, eins og enn er í fersku minni.
1 vor fengu svo verkamannafélögin aftur hækk-
un og lagfæringu á samningum og nú í haust eru
iðnaðarmannafélögin hvert af öðru að gera nýja
samninga um launahækkanir og aðrar kjarabætur.
Ennþá er eftir rúmt ár af gildistíma þess samn-
ings, sem við nú búum við, og ef að enn heldur
fram sem horfir og opinberir starfsmenn fá ekki
lagfæringar á kjörum sínum, hlýtur að skapast
vandræðaástand og flótti starfsmanna úr opinberri
þjónustu fyrirsjáanlegur. Nú þegar er farið að bera
á slíku bjá Landssíma Islands, þrátt fyrir það, að
fjöldi starfsmanna þeirrar stofnunar séu sérhæfðir
og með sérmenntun, sem ekki kemur að notum
annarsstaðar. Það er því áríðandi fyrir hið opinbera
ekki síður en starfsmenn þess, að verulegar kjara-
bætur fáist með næstu samningum.
F.f.S. hefur nú þegar hafið undirbúning vegna
nj'rra kjarasamninga, og hefur Félagsráð skipað
nefnd til að gera tillögur um breytingu á flokka-
röðuninni og reglunum um vinnutíma og önn-
ur kjör, sem Kjaradómur setti. Óhjákvæmilegt
verður að gera margar breytingartillögur við
Hið frumstæða fólk trúir á hina hvítu lækna
og kemur til þeirra hópum saman.
þeirra, og seljast þær háu
verði. En meðferðin á þess
um konum er ómannúðleg.
Húsdýr eru engin nema
hundar og svín, og er svína-
kjötið aðallega etið við trú-
arleg hátíðahöld.
Annars lifir fólkið aðai-
lega á akuryrkju, — því
loftslagið er vel til þess fall-
ið, og háslétturnar ákaflega
gróðurríkar og veðursæld
mikil.
Þegar loks að hvíta mann-
inn bar að garði fyrir 30—
40 árum, var honum tekið
með kostum og kynjum, enda
ekki talinn af þessum heimi.
Spakmæli.
Hvað er leiðindaseggur?
Maður, sem rænir þig ein-
verunni án þess að veita þér
félagsskap.
★
Reynslan kennir okkur, að
reynslan kennir okkur ekki
neitt.
★
SÍMABLAÐIÐ 45