Símablaðið - 01.12.1964, Page 23
nættið áleiðis til Svalbarða,
en daginn eftir fréttist að
skipstjóranum hefði borist
skeyti bess efnis að stytta
ferðina, og halda beint til
Bergen og setja farþegana
af þar.
Þetta var nú aðeins nokk-
urskonar forspjall, og sný ég
mér nú að aðalefninu.
í þá daga var Landssíminn
ekki neitt risafyrirtæki. Hér
í Reykjavík var síminn til
húsa í „gamla barnaskólan-
um“ (núverandi lögreglu-
stöð), ásamt pósthúsinu. —
Hafði síminn til sinna afnota
um % hluta efri hæðarinn-
ar, aðallega á vinstri hönd
þegar gengið var upp stig-
ann. Þar var skrifstofa
landssímastjórans og síma-
verkfræðings, lítið herbergi
en þó minnir mig að þeir
hafi haft sitt skrifborðið
hvor. Þá var skrifstofa
stöðvarstjóra (enn minna
herbergi), þá ritsímaaf-
greiðsluherbergið, talsíma-
herbergi (opið bar á milli)
og loks biðstofa með 2 tal-
símaklefum. Hinum meginn
gangsins var svo bæjarsíma-
stöðin, í litlu herbergi, með
skiftiborð fyrir 300 línur.
Símritarar voru alls 2
og var vinnutími þeirra ann-
að hvort frá kl. 8 morguns
til kl. 3 síðdegis, með 15
mínútna matarhlé, eða frá
kl. 3 síðdegis til kl. 9 að
kvöldi (ekkert matarhléJ.
Kaffitími þekktist ekki í þá
daga. Þó kom það fyrir (þó
að sjaldan væri), að góðir
viðskiftamenn sendu „vakt-
inni“ kaffi og með bví. Voru
þessar „trakteringar“ aðal-
lega ætlaðar hinum fríðu
simameyjum, en eins og
Danskurinn segir: „Naar det
regner paa præsten, saa
drypper det paa degnen“, og
svo fór, að ég naut einnig
góðs af. Þær voru þrjár hér
á landssímastöðinni í þá
daga, og skiftu tvær þeirra
vakt með símriturunum, en
sú þriðja hafði svonefnda
„splitvagt“, þ. e. hún var
hálfa vakt í einu, mesta
annatímann. — Þær voru
bundnar við afgreiðsluborð-
in, svo að bær áttu óhægt
um að hreyfa sig. Önnuðust
því símritararnir afgreiðslu
við biðstofugesti fyrir þær.
Símaviðskiftin voru þá ekki
meiri en svo, að betta starfs-
lið gat annað beim.
En nú varð mikil breyt-
ing á. Síðustu dagana í júlí
jukust símaviðskiftin við
útlönd stórkostlega, í hlut-
falli við spennuaukninguna
út í heimi, og svo kom að
lokum, að ekki varð um flú-
ið að lengja afgreiðslutíma
ritsímastöðvarinnar, en áð-
ur hafði verið reynt að
Iengja vinnutíma símritar-
anna, þannig að báðir unnu
allan daginn, frá kl. 8 á
morgnana til kl. 9 á kvöldin.
Þctta dugði þó ekki Iengi,
aukningin var „explosiv" og
hinn 1. ágúst var ákveðið að
ritsímastöðvarnar í Reykja
vík, Seyðisfirði, Siglufirði
og Akureyri skyldu „fyrst
um sinn“ vera opnar allan
sólarhringinn. Jafnframt
var ákveðið að bæjarsíma-
stöðin í Revkjavík skyldi
vera onin til miðnættis, í
stað kl. 10 að kveldi.
Við þetta jókst vanda-
málið með starfsfólk, sér-
staklega símritarana, sem
ekki voru gripnir upp úr
götunni. Sem fyrr segir voru
2 símritarar hér í Reykjavík
og var annar þeirra dama,
Guðrún Aðalstein, seinna frú
Finsen og ég hinn, og urðum
við því að leggja nótt við
dag. Auðvitað gat ég ekki
verið þekktur fyrir að láta
dömuna vera eina í húsinu
næturlangt, innan um alla
draugana, sem þar gengu
um, að sögn, svo ég bauðst
til að taka að mér nætur-
vaktina. Stöðvarstjórinn,
Gísli J. Ólafson, var svo
hugulsamur að senda ruggu-
stól niður á stöð svo að ég
gæti hallað mér aftur á bak
ef tækifæri gæfist til þess, en
það var nú heldur sjaldan.
Aftur á móti gat ég fleygt
mér út af í tvær klukku-
stundir, milli kl. 8 og 10, eft-
ir að frk. Aðalstein hafði
tekið við dagvaktinni. Var
hreinasta furða hvað skeyti
gátu verið að berast alla nótt-
ina. En það var eins og allir
sem áttu vini og ættingja í
öðrum löndum þyrftu að fá
upplýsingar um líðan þeirra
og eins hitt, hvort þeir væru
í nokkurri hættu. Þá var það
sem orðtækið „alt roligt í
Hilleröd“ varð til, en það
er önnur saga.
Þá voru „Morse“ ritsíma-
tækin einu ritsímatækin hér
á landi, en þau eru sem
kunnugt er frekar seinvirk.
Var bó unnt að ná meiri af-
greiðsluhraða með því að
láta þau ekki „skrifa“, held-
ur taka merkin eftir heyrn.
En einhvem veginn blessað-
ist þetta. Mest var auðvitað
að gera á daginn, og hjálp-
aði þá stjöðvarstj. Gísli J.
Ólafson oft til við afgreiðsl-
una, en annars hafði hann