Símablaðið - 01.12.1964, Side 24
nóg með sitt eigið starf, því
reikningshald stöðvarinnai
jókst auðvitað að sama
skapi og símaviðskiptin, en
starfsfólk var samhent og
bví gekk hetta slysalaust.
Eftir miðjan ágúst (að mig
minnir) fóru símaviðskiftin
aftur að færast í eðlilegt
horf, en auðvitað stóraukin
frá því sem var áður, svo að
nú var farið að hugsa til
frekari skipulagningar á
starfsemi landssímans. Lá
þar fyrst fyrir að fjölga
starfsfólki á stöðvunum. Hér
í Reykjavík voru tveir pilt-
ar „teknir í Iæri“ í símritun
og ritsímafræði og var mér
falin kennsla þeirra. Þá var
og komið öðru skipulagi á
stjórn símans, AÐALSKRIF-
STOFAN stofnuð því að nú
þótti ekki lengur fært að
hafa sjálfa „administration-
ina“ « skrifborðsskúffum
landssímastjórans. Var skrif-
stofustjórinn nefndur „að-
stoðarmaður landssíma-
stjóra“ og hélzt það heiti
lengi nokkuð. Féll að miklu
leyti í hans hlut, undir um-
sjón landssímastjóra og
símaverkfræðingsins að
skipuleggja starfsemi aðal-
skrifstofunnar og móta hana.
Það kom fljótt í ljós, að nú
var síminn alveg búinn að
sprengja húsnæðið utan af
sér. Var það ráð bá tekið,
að sparka „administration-
inni“ út. Var tekin á leigu
fyrir hana efri hæð í ný-
bygðu húsi, nr. 9 við Banka-
stræti (þar sem nú er
Klæðaverzlun Arna og
Bjarna), bar sem landssíma-
stjórinn, símaverkfræðingur-
inn og aðstoðarmaður lands-
símastjóra fengu hver sína
skrifstofu. Var að þessu mik-
il bót, og svo fékk stöðvar-
stjórinn í Reykjavík einnig
aukið húsnæði fyrir sína
skrifstofu og aukið starfslið.
Um hraðvöxt landssímans
frá umræddu tímabili ætla
ég ekki að ræða. Aukningin
á símaviðskiftunum um
mánaðamótin júlí-ágúst 1914
var svo stórkostleg, að erfitt
hefði verið að ráða fram úr
vandanum er þá skapaðist,
ef starfsmenn símans, all-
ir sem einn, hefðu ekki sýnt
bæði mikla fórnarlund og
þol, sem raun varð á. En
þetta voru erfiðir dagar og
er þeir nú rifjast upp fyrir
mér, finnst mér rétt að skýra
frá gangi málanna innan
símans, svo að ekki falli í
gleymsku. Margir þeirra
sem þá komu við sögu eru
nú fallnir frá, en nokkrir eru
þó lifandi.
Ritað í ágúst byrjun 1964.
O. B. Arnar.
☆
GRlPTU TÆKIFÆRIÐ.
Dæmisaga.
Á torgi einu í grískri borg var fyrir
langalöngu standmynd. Hún er nú ekki
lengur við líði, en til er saga, sem segir
frá samtali .styttunnar og ferðamanns:
„Hvað heitir þú, stytta?“
„Ég er kölluð tœkifcerið.“
„Hví stendu þú á tánum?“
„Til þess að sýna, að ég staldra aðeins
við eitt augnablik.“
„Hví hefurðu vængi á fótunum?11
„Til að sýna, hve hratt ég fer.“
„En af hverju er ennishár þitt svo langt?“
„Til þess að menn geti gripið mig, þeg-
ar ég verð á vegi þeirra, og haldið mér
fastri,“
„En af hverju hefurðu ekkert hár aftan
á hnakkanum?“
„Til að sýna, að þegar ég einu sinni hef
farið fram hjá, er ekki hægt að hafa hönd
í hári mínu.“
Á vegi hvers manns verður tækifærið,
oftar en menn sjá það, en hve margir okk-
ar grípa það?
* * *
Ennþá einu sinni skakkt númer.
A: „Ég vissi ekki, að Jónas ætti tvíbura.“
B: „O, blessaður vertu. Hann ,sem kvænt-
ist símamey, og auðvitað gaf hún honum
skakkt númer.“
50
SÍMASLAÐIÐ