Símablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 32
VIINilMUHAGRÆÐING
SÍMA - IMOTKUM
----- T®------
Á síðustu árum liefur vinnuhagræð-
ing og notkun sérþekkingar á því sviði,
meir og meir rutt sér til rúms hér á
landi. I póst- og símastofnuninni lief-
ur þessarar viðleitni nokkuð orðið vart.
Þó meira í orði en á borði. Er það mál
manna að óviða muni finnast meiri
náma hér i landi fyrir skipulagsfræð-
inga og ráðunauta í vinnuhagræðingu.
Væri þvi æskilegt að þessi mál yrðu
tekin fastari tökum en verið hefur.
1 ensku tímariti einu er í gamni minnzt
á einn þátt i opinberum störfum, sem
undir atliugun á þessu sviði myndi
heyra. En það er tímasóunin við einka-
símtöl í starfstíma, og fylgja margar
skoplegar myndir.
Af þvi liefur lengi farið orð hér á
landi, bæði við opinbera þjónustu og
hjá einkafyrirtækjum, að mörgu fólki
finnist ekkert athugavert við það, að
sitja makindalega við vinnuborðið og
tala við kunningjana i síma um einka-
mál eða allt og ekki neitt, þótt áríð-
andi verkefni eða afgreiðsla biði. I ann-
an stað er bent á liina miklu sóun á
tíma, er fari i löng, útþynnt símasam-
töl, sem ekki þyrfti nema nolckur orð
til. En fjöldi embættismanna, jafnvel
í háum stöðum, sé ekki gáfaðri en það,
að þeir kunni ekki að ræða málefni á
réttan hátt, heldur noti óþarfa mælgi.
Séu þvi orðin „upptekinn“ og „á tali“
algengustu svör símastúlknanna við
skiptiborðið, þegar beðið er um sím-
58 SÍMABLÁÐIÐ
tal við opinheran starfsmann. Væri ekki
ráðlegt að gera athugun á því, hvort
einhver opinber stofnun hér á landi
sker sig' úr um þessa tímaeyðslu og
símamisnotkun, eða hvort sú stofnun
finnst, sem hefur hreinsað sig af henni
og kennt starfsfólki sínu símanotkun.
Þetta myndi vera í verkahring ríkis-
sparnaðarnefndar, eða er hún engin
til?
FYRIR 40 ÁRUM — framh. af bls. 54.
hjúpaði minnismerkið. Hann stóð um stund
í þögulli bæn, og með tárvot augu. Félagi
hans, hr. Smidt, var þá látinn fyrir 9 ár-
um. Hann féll af hestbaki og lézt af þeim
sökum. Vélamaðurinn Nelsons er forstjóri
fyrir einu stærsta flugfélagi Bandaríkj-
anna, Eastern Airlines, New York, og hinn
vélamaðurinn, sem kom á Hornafjörð, er
einnig í hárri stöðu, og býr í Texas.
Þegar flugmennirnir komu heim úr
hnattfluginu, sigri hrósandi, birtust af þeim
myndir og greinar í heimsblöðunum. Um
Hornafjörð skrifuðu þeir, að hann hefði
verið myndrænasti staðurinn á allri leið-
inni.
Læt ég hér staðar numið og óska lands-
símastöðinni á Höfn allra heilla. Horna-
fjörður er og verður mitt draumaland.
Anna Þórhallsdóttir.