Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1964, Síða 38

Símablaðið - 01.12.1964, Síða 38
fund, áttu flesta fulltrúana. Var þá, upp á síðkastið, ekki lögð megináherzla á, hverjir höfðu að baki sér mesta félags- lega reynslu eða starfshæfni, — en hinn félagslegi bölvaldur, pólitíkin, tók að riða þar liúsum. Fultyrða má, að hér var um nýtt og óvænt fyrirbrigði að ræða í félagslífi F.I.S., sem átti sér óefað upptök í heild- arsamtökum opinberra starfsmanna. Og haldi þar svo áfram í þeim efnum, sem verið hefur i nokkur ár, er ekki ólík- legt, að F.Í.S. telji þann styrk nægi- legan i hagsmunaharáttu sinni, sem það sjálft hefur yfir að ráða. Sú nefnd, sem skipuð var fyrir síð- asta Landsfund, hafði fullan hug á að færa félagslífið í hið gamla liorf ein- ingar, sem fyrr einkenndi það. M. a. með því að liaga kosningu á fulltrú- um til bandalagsþingsins þannig, að þeim væri í fyrsta lagi skipt milli deild- anna og í öðru lagi, að allir hinir dreifðu meðlimir tækju þátt í þeim með óbund- inni kosningu á nokkrum fulltrúum, í hlutfalli við liinar einstöku deildir. En við þessar fyrstu kosningar utan Reykjavíkur kom sá agnúi á kosninga- fyrirkomulaginu strax í ljós, sem von- að liafði verið að komizt yrði hjá, að áróðurshvötin sá sér þar leik á borði. Þá reynslu ber að sjálfsögðu að taka til greina á næsta Landsfundi. Því það eitt er víst, að yfirgnæfandi fjöldi fé- lagsmanna F.Í.S. vill reka öll pólitísk sjónarmið á dyr í félagslífinu og hafa frið til að velja sér fulltrúa á hvaða vettvang sem er, án áróðurs, og með tilliti til þess liverjir eru vænlegastir til að ná árangri í baráttumálum stéttar- innar, sakir félagslags þroska og mann- gildis. í nokkrum deildum hér í Reykjavík voru fulltrúar á Bandalagsþing kosnir með alls- herjar atkvæðagreiðslu á kjörstað, sem var Formaður gengur í kjörklefann. skrifstofa F.f.S. Hafði sú kosning á sér annan svip en hin gamla aðferð, að kjósa fulltrúana alla á aðalfundi. Og þótti góð og skemmtileg nýjung. Greininni fylgja tvær myndir af kjörstað. Fræðslukvöld. Sá gleðilegi viðburður gerðist föstudag- inn 6. nóv. sl. að Póst- og símamálastjórn- in efndi til fræðslufundar í kaffistofunni á 6. hæð í Landssímahúsinu. Benedikt Gunnarsson bygg.fr. flutti þarna erindi um hagræðingu, og sýndar voru tvær kvikmyndir um sama efni. Var þess- ari fræðslu tekið mjög vel, og salurinn fullskipaður. Póst- og símamálastjóri gat þess í upphafi, að ætlunin væri að fleiri slík kvöld færi á eftir. Að sjálfsögðu verð- ur þá fyrst haldið áfram að fjalla um þetta stórmerka og þýðingarmigla efni, sem nú virðist vera ofarlega í hugum manna. En æskilegt væri, að viðfangsefni þessara fræðslufunda yrði valið þannig, að það veki áhuga sem flestra, og að veitt yrði sem víðtækust fræðsla um rekstur stofn- unarinnar. Jafnframt yrði að skipuleggja þá svo, að umræður geti orðið um efni fræðsluerindanna.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.