Símablaðið - 01.12.1964, Page 40
fyrir að hafa staðist þung
inntökupróf.
Sem dæmi um þessi afföll
má taka þann hóp, sem hóf
nám 1960, en í þeim hópi
voru þeir símvirkjar, er síð-
ast útskrifuðust. Af um 70
umsækjendum stóðust 24
inntökupróf. Aðeins 12
þeirra Iuku þó símvirkja-
prófi og má nokkuð af því
marka hve námið er erfitt.
Þá er mjög lítið gert af
hálfu stofnunarinnar til að
stuðla að framhaldsmennt-
un, eða námskeið séu haldin
um nýjungar á sviði tækn-
innar. Sárafáir símvirkjar
hafa t. d. farið í tæknifræði-
nám eða annað sérnám.
Námskeið fyrir línumenn,
sem gefa þeim heitið teng-
ingamenn hafa ekki verið
haldin síðan 1947, eða í 17
ár.
Síðastliðið sumar barst
stjóm símans boð frá
sænska firmanu L. M. Erics-
son, um að senda 6 nafn-
greinda símvirkja á nám-
skeið, sem það hugðist halda
í haust á írlandi, um
sérstaka gerð sjálfvirkra
stöðva. Nú þegar hafa verið
settar upp nokkrar slíkar
stöðvar hér á landi og fyrir-
hugað er að fjölga þeim á
næstunni.
Það hefði því mátt ætla,
að Landssíminn gripi þetta
tækifæri fegins hendi, en
það var þó öðru nær. Ekki
mátti þó styggja hið sænska
stórfyrirtæki og finna varð
góðar og gildar afsakanir.
Þar var þá helzt til fanga að
bera því við, að umræddir
símvirkjar myndu ekki nógu
færir í enskri tungu til þess
að taka þátt í námskeiði á
írlandi. Reyndar hafa sím-
66
SÍMABLAÐIÐ
— Svaraðu, strákur, — ertu mállaus?
Loksins kom játandi stuna frá Gvendi.
— Hlauptu þá heim og sæktu fötin þín, og vertu fljótur.
Skipið fer eftir klukkutíma og það verður að „munstera"
þig áður en þú kemur um borð. Strákurinn, sem átti að
fara þessa ferð, varð veikur á síðustu stundu. Flýttu þér nú!
Gvendur tók á sprett upp eftir hafnargarðinum. Hann
var hlaupagarpur hinn mesti og mátti kannske segja, að
mestu og beztu hæfileikar hans lægju í fótunum, enda
höfðu þeir fengið mestu þjálfunina þessi 17 ár, sem hann
hafði lifað, sennilega á kostnað annarra líkamshluta hans,
og mun þá höfuðið hafa borið þar skarðastan hlut frá
borði.
Gvendur þaut eins og píla gegnum bæinn. Samtímis
var heilastarfsemin í mestu óreiðu, allt stangaðist þar á.
„Munstera", „Messastrákur"? Þetta voru orð, sem Gvendur
hafði aldrei heyrt áður og skildi ekkert hvaða merkingu
þau höfðu. Hann var hálfkvíðinn yfir orðinu „Munstera".
Honum fannst það hafa hljómað hálfískyggilega af munni
brytans. Kannske var það einhver þrekraun, sem hann
yrði að ynna af hendi, áður en hann væri tekinn um borð.
Vonandi stæðist hann prófið. Orðið „messastrákur" fannst
honum ekki eins kvíðvænlegt, endingin — strákur — var
eitthvað svo gamalkunnugt og róandi, samanber: Sveita-
strákur, smalastrákur. Það gat tæplega verið neitt vanda-
samt embætti, sennilega eitthvert snatt. Þessar áhyggjur
Gvendar hurfu þó eins og dögg fyrir sólu gagnvart þeirri
staðreynd, að hann var að fá sína heitustu ósk uppfyllta.
Hið mikla ævintýri hans Guðmundar Jónssonar frá Bjólu
í Suðursveit var um það bil að byrja.
Gvendur vaknaði við að hann var hristur óþyrmilega.
— Vaknaðu, strákur, heyrðirðu ekki þegar ég skellti
saman lófunum?
Gvendur reis upp í kojunni, horfði svefndrukknum aug-
um á Sigga háseta og kvaðst ekki hafa heyrt neinn lófa-
skell. — Hvaða andskotans auli ertu, drengur, veiztu ekki
einu sinni, að til sjós eru allir vaktir með lófaskellum?
Flestir vakna við fyrsta skell, aðrir, sem sofa eins og
hrútar og það gerir þú auðsjáanlega, — enda ekki óeðli-
legt, þegar haft er í huga hvaðan þú ert, — vakna þó
venjulega við annan skall. En þeir, sem ekki vakna við
þriðja skell, verða hýrudregnir. Svo að þú átt von á góðu.
Gvendur góndi á eftir Sigga út úr lúkarnum, slappur
í andlitinu af undrun og ótta. Hýrudreginn, hver skollinn
skyldi það nú vera? Kannski flenging, eða eitthvað ennþá
verra. Vekja menn með lófaskellum! Ekki þekktist það
I Suðursveit. Margt var skrítið til sjós, hugsaði Gvendur
og stundi við. Hann brölti á fjóra fætur og bjó ,sig undir
að klifra fram úr kojunni. Skipið valt töluvert, svo Gvend-
ur greip >un kojustokkinn til að reyna að halda jafnvæginu,