Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005
Fréttir ÖV
Meiri nýting á
Thorsplani
Til stendur að nýta
Thorsplan í Hafnarfirði enn
betur undir ýmsa viðburði í
framtíðinni. Miðbæjamefnd
Hafnarijarðar segir mikil-
vægt að hugað verði sérstak-
lega að þessu til að efla
mannlíf í miðbænum. „Ný
hönnun Thorsplansins býð-
ur upp á marga skemmti-
lega möguleika og leggur
nefndin til að sérstakur
verkefnisstjóri skipuleggi
viðburðina,“ segir miðbæj-
amefndin sem lýsti
sérstaklega mikilli ánægju
með staðsetningu jóla-
þorpsins á Thorsplaninu.
Bflnúmerinu
Osti stolið
Maður var fundimi sekur
um að hafa stolið bflnúmer-
um af vömbfl við verslun
Samkaupa á Akureyri. Þjófti-
aðurinn var fr aminn í
-tvennu lagi með fjögurra og
hálfs mánaðar millibili, fýrst
var númerinu stolið af öðr-
um enda bflsins í nóvember
2004 og síðan númerinu af
hinum endanum 15. aprfl í
ár. Um var að ræða einka-
númer með áletruninni Ost-
ur. Maðurinn játaði en
honum var ekki gerð refsing.
Alls hefur hann þó fimm
sinnum hlotið refsingu fýrir
ýmis brot. í maí fékk hann
tveggja mánaða fangelsi fýr-
ir fikniefha- og umferðar-
lagabrot.
Lækka skatta
en fá þó meira
Lækka á hlutfall
fasteignagjalda á
Akranesi á næsta
ári. Bæjaryfirvöld
segja að það stefni í
að fasteignamat í
bænum hækki um
25 prósent eða jafn-
vel meira. „Miðað
við það er eðlilegt að lækka
álagningarprósentu til
samræmis við það sem ger-
ist í nágrannasveitarfélög-
um Reykjavíkur svo sem
Mosfellsbæ og Reykjanes-
bæ. Þrátt fýrir lækkun pró-
sentunnar má búast við að
fasteignagjöld muni skila
bæjarsjóði 18 milljónum
meira en núverandi frum-
varp gerir ráð fyrir," segir í
greinargerð með fjárhags-
áætlun næsta árs.
„Það er allt fínt að frétta frá
Dalvík," segir Kristján Aðal-
steinsson hjá Sæplasti á Dal-
vík.„Það er búið að skreyta
bæinn þvers og kruss en við
höfum haft jólasnjó síðan í
byrjun
Landsíminn
berog ~
er ekki farinn. Ég er eitthvað
byrjaöur að skreyta heima hjá
mér en það klárast á Þorláks-
messunni að sjálfsögðu."
Um miðjan október vantaði 72 starfsmenn á leikskóla Reykjavíkur. Mánuði síðar
var búið að ráða fjóra og í byrjun desember vantaði enn 62 starfsmenn til starfa.
Það er því ljóst að enn er mikil mannekla á leikskólunum. Ingibjörg Eyfells og
fleiri leikskólastjórar óttast að næsta önn verði erfið.
Þann 1. desember biðu 36 börn eftir plássi á leikskólum Reykja-
víkur. Líklegt er að sú tala komi til með að hækka um áramótin
þegar fjöldi starfsfólks fer í nám eða önnur störf eins og vant er
á þessum tíma. í vetur hefur lítið áunnist í ráðningamálum og
leikskólastjórar kvíða áramótunum.
„Ég er ekkert í góðum málum, en
það þýðir ekkert að kvarta. Haustið
er búið að vera þungt og ég hef ekki
upplifað annað eins síðan um síð-
ustu aldamót," segir Ingibjörg Ey-
fells, leikskólastjóri á leikskólanum
Geislabaugi í Grafarholti. Þó að
staðan sé slæm um þessar mundir
býst Kristín við því að staðan versni
enn frekar eftir áramót.
Margir að hætta
„Um áramótin kemur mig til með
að vanta 6 til 7 starfsmenn til þess að
starfið á leikskólanum gangi með
eðlilegum hætti. Við getum ekki tek-
ið inn fleiri börn og um áramótin
koma 16 börn til með að vanta pláss
á Geislabaugi," segir Ingibjörg. Hún
segir að slíkt ástand skapist venju-
lega að hausti, vori og eftir áramót
en á von á því að það verði óvenju-
slæmt í byrjun næsta árs.
Senda börnin heim
Valborg Guðlaugsdóttir á leik-
skólanum Engjaborg í Grafarvogi
greip til þess ráðs að senda börn
heim seinnipartinn í gær vegna
manneklu. „Klukkan fjögur í dag
þurfti ég að senda mörg börn heim.
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gríp
til þess ráðs að senda börn heim,“
segir Valborg sem vantar fólk til
starfa.
„Staðan er skítsæmileg. Okkur
vantar ennþá fólk en þetta hefur
reddast fram að þessu. Það má lítið
út af bregða til að starfið fari úr
skorðum," segir Valborg.
Áramótin geta orðið erfið
Á Ieikskólanum Austurborg
gengur starfið vel þrátt fyrir að enn
vanti tvo starfsmenn. DV sagði frá
því í haust þegar Austurborg glímdi
við mikla röskun á skólastarfi og
J
greip til þess ráðs að senda börn
heim af leikskólanum.
„Við höfum ekki þurft að senda
börn heim í nóvember og erum
þessa dagana bara á fullu að undir-
búa jólin," segir Alla Dóra Smith,
aðstoðarleikskólastjóri á Austur-
borg. Hún óttast þó að staða starfs-
mannamála geti auðveldelga breyst
til hins verra þegar nær dregur ára-
mótum.
„Það gerist alltaf á þessum tíma.
Haustið var erfitt og áramótin geta
orðið það líka. En við vonum að
eitthvað fólki skili sér úr skólunum í
störf inni á leikskólunum," segir
Alla Dóra.
svavar@dv.is
Leikskólinn Austur-
borg Haustið var erfitt
og leikskólinn er viðbú-
inn þvi að áramótin
verði það einnig.
.. ic-. -i
Ingibjörg Eyfells og
börnin á Geisla-
baugi Eftiráramót
verður biðlistinn á leik-
skólanum Geislabaugi í
lengra lagi.
Sambíóin misskildu sett aldurstakmark á Harry Potter
Bönnuð alls staðar nema í Keflavík
Ekkert aldurstakmark var sett á
nýjustu Harry Potter-myndina í
Sambíóunum í Keflavík. Myndin var
frumsýnd 25. nóvember og auglýst
með 10 ára aldurstakmarki í öllum
kvikmyndahúsum Sambíóanna,
nema í Keflavík.
„Ég fékk skilaboð um að myndin
væri leyfð öllum aidurshópum en
viðkvæm böm ættu að forðast að sjá
hana," segir Haraldur Einarsson,
bíóstjóri Sambíóanna í Keflavík.
Hann segir að fýrstu skilaboð frá
Kvikmyndaskoðun hafi gefið til
kynna að myndin væri leyfð öllum
aldurshópun en skömmu síðar hafi
Sambíóunum borist önnur skilaboð
þar sem myndin er bönnuð börnum
innan 10 ára.
„Ég var bara að fá þessi skilaboð
rétt í þessu svo ég mun banna hana
innan 10 ára frá og með deginum í
dag," segir Haraldur.
Guðjón Bjamason, forstöðumað-
ur Kviianyndaskoðunar, segir að
skoðunarmenn hafi verið ósammála
þegar myndin var skoðuð í fyrsta
skipti. Þá hafi verið kvaddur til þriðji
matsmaður og þá hafi 10 ára aldurs-
takmarkið verið samþykkt.
„Vinnuaðstaða okkar er mjög
vond að þurfa að skoða myndir í
sjálfum kvikmyndahúsunum sem
voru Sambíóin í þessu tilviki. Sam-
bíóin hafa skilið sem svo að loka-
ákvörðun okkar hafi verið að leyfa
myndina öilum en ég lét þá vita inn-
an nokkurra klukkustunda að við
ætluðum að skoða myndina betur
sem við og gerðum og bönnuðum
innan 10 ára. Það getur verið að
skilaboðin séu svona lengi á leiðinni
eftir Reykjanesbrautinni," segir
Guðjón sem vill beina því til foreldra
og eigenda kvikmyndahúsa að þeir
virði aldurstakmarkið.
Engin börn í bíó Börn undir tíu ára fáekki
að sjá Harry Potter I Keflavík frá og með
gærdeginum eins og i öðrum kvikmyndahúsum
„Þessi mynd er mjög ólík fýrri
myndum um Harry Potter. Hún get-
ur vakið ótta og kvíða hjá ungum
börnum og það er ekkert lífsnauð-
syniegt að börn sjái þessa mynd,"
segir Guðjón.
svavar@dv.is
Harry Potter Nýjasta
myndin getur vakið ótta
og kvíða hjá börnum.