Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 Fréttir DV TeenVogue Birti lista yfír 35 flotta hluti sem íunglingarættuaðfá sér. iPod-hulstrin eru i m&if, Saman gegn útlendingum Bæjarráð Akureyrar hef- ur samþykkt að starfa með verkalýðsfélögum „...ívið- leitni þeirra við að koma í veg fyrir óæskilega þróun vegna starfa erlendra starfsmanna á vegum starfsmannaleiga við fram- kvæmdir á vegum Akureyr- arbæjar", eins og segir í fundargerð bæjarráðsins. Áður hafði ráðið falið bæj- arlögmanni, sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs og framkvæmdastjóra Fast- eigna Akureyrarbæjar að eiga viðræður við verka- lýðsfélögin og leggja fram hugmyndir að viðbrögðum bæjarins. Sameining KHÍog HÍ Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráð- herra hefur skipað starfs- hóp sem á að kanna mögu- leikann á því að sameina Kennaraháskóla ís- lands og Háskóla íslands. Þorgerður Katrín segir þessa tilhögun ekki skoð- aða í hagræðingar- skyni heldur til þess að styrkja há- skólastarf og efla kennara- menntun í landinu. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, formaður Vöku og fulltrúi í stúdentaráði, segir að menntamálaráðuneytið verði að fara varlega. Inga segir þetta ekki rétta for- gangsröðun því margt ann- að sitji á hakanum. Fyrirmynd spastískra Félagið CP, sem er félag spastískra, veitti fyrirmynd- arviður- kenningu sína í annað sinn. Hlutu Bjarki Birg- isson og Guðbrandur Einarsson verðlaunin í ár. Bjarka og Guðbrandi eru veitt þessi verðlaun vegna þess að þeir afrek- uðu það að ganga hringinn í kringum landið undir slagorðinu „Haltur leiðir blindan" í fyrrasumar. Með framtaki sínu vildu þeir vekja athygli á Sjónarhól, fþróttasambandi fatíaðra og íþrótta- og ólympíusam- and íslands. Á sjö vikum gengu þeir 1200 kflómetra, eða um 24 kílómetra á dag. ísland laðar marga að. Ivy Kirk, háskólanemi í New Jersey í Bandaríkjunum, er engin undantekning. Ivy er ástfangin af landinu. Hún segir jöklana og umhverfið yndislegt, þrátt fyrir að hafa aldrei komið hingað til lands. Ein jólin fékk hún frá- bæra hugmynd að fjármögnun á ferð hingað til lands. Hugmyndin hefur vakið at- hygli í Bandaríkjunum. I 4:VK: y ■ v ' y Ivy KirkÆtlar að prjóna sig til Isiands en myndin Nói albinói vakti áhuga hennar á landinu. iPod-tónlistarspilari, sem Ivy Kirk fékk í jólagjöf, varð kveikjan að hugmynd sem á eftir að fljúga með hana til íslands. Fjölmiðl- ar í Bandaríkjunum hafa fjallað um iPod-prjónahulsturshönnun Ivy og hafa meðal annars tímaritin Vogue og Cosmogirl birt myndir og viðtöl við hana. Ástæðan fyrir prjónaæði Ivy er sú að hún vill komast til fslands. Það er aftur á móti svo dýrt að ferðast til landsins að hún segist þurfa að prjóna heilan helling til að eiga fyrir ferðinni. 8)® „Ivy, það er blaðamaður frá ís- landi í símanum," sagði lulia Gorton, móðir Ivy Kirk, þegar blaðamaður DV hafði samband við hana þar sem hún býr í foreldrahúsum í New lersey. iPod Eitt afhulstrunum sem Ivy hefur prjón- að til að fjármagna för sína til Islands. Ivy átti erfitt með að trúa því að blaðamaður frá íslandi væri að hringja en sannfærðist þó er hún kom í símann. Hún hóf að prjóna iPod-hulstur í fyrra til að fjármagna ferð til íslands en í kjölfarið hefur hún stofnað fýrir- tæki og framleiðir nú einnig meðal annars úlnliðsbönd og hálsmen. Nói albinói „Á síðasta ári sá ég íslenska kvik- mynd í bíói í Montreal og ákvað í kjöl- farið að fara til íslands," segir Ivy Kirk. „Myndin heitir Nói albinói og mér fannst hún rosalega góð. Síðan sá ég ljósmyndir af íslandi hjá foreldrum mínum og vinum þeirra sem hafa ferðast þangað. Á þeim og í kvik- myndinni sá ég að ísland er mjög fal- legt land," segir Ivy sem er nítján ára. ísland dýrt Mæðgumar Ivy Kirk og lulia Gorton breyttu heimili fjölskyldunnar í prjónastofu yfir jólin. Fjölskyldunni leist vel á hugmynd Ivy og hófust þess vegna strax handa við hulstraframleiðsluna. „Ég hef, síðan ég byrjaði á því að fram- leiða þessi hulstur, prjónað um tvö hund- mð stykki og ég á eftir að pijóna miklu fleiri í viðbót," segir Ivy. „Ég veit ekki hvað ég þarf að prjóna mörg hulstur til að komast til íslands en það er víst rosalega dýrt að vera þar svo ég þarf að selja nokkuð mörg hulstur til þess að komast," segir hún. Kosta 915 krónur „Þau kosta fimmtán dollara [um 915 krónur] og em mjög vinsæl," seg- ir Ivy, stolt af framleiðslu sinni. „Eftir að Vogue og Cosmogirl sýndu vömna mína í blöðum sínum hafa fjölmargir sýnt áhuga á hulstmn- um. Eg hef selt töluvert mikið af þeim og áhuginn er mikill," segir Ivy og bætir því við að fólk hvaðanæva að hafi haft samband við sig. „Fólk frá Ástralíu, Spáni, Frakk- landi og nokkmm öðmm löndum í Evrópu hefur keypt prjónaliulstur af mér. Ég er lika með þau til sölu í versl- un í New York og þar hafa fjölmargir keypt hulstur," segir Ivy. Partílandið ísland „Við fjölskyldan vorum í fríi í Montreal og sáum þar Nóa albinóa. Áður en ég fór á hana vissi ég lítið um „Myndin heitir Nói albinói og mér farmst hún rosalega góð." ísland," segir Ivy. „Ég vissi eitthvað um söngkonuna Björk og síðan hafði ég lesið grein um ísland í blaðinu New York Times. Þar var talað um Bláa lónið og Björk og það fannst mér mjög skemmtilegt. Þar var sagt að Reykjavík væri nýja partíborgin og að skemmtanalífið á íslandi væri ótrúlegt þar sem það væri myrkur svo lengi," segir Ivy. Stofnaði fyrirtæki Óskin um að ferðast til íslands hef- ur heldur betur orðið Ivy til góðs. í dag á hún fyrirtæki sem framleiðir meðal annars prjónuð úlnliðsbönd og hálsmen. Allt þetta kom í kjölfar iPod-ptjónaskaparins. Hún segist ekki vita hvenær af ferðinni til fslands verður en er þó staðráðin í því að koma hingað. Hægt er að skoða hönnun hennar á vefsíðunni ibestah.com. atii@dv.is Frelsið er ekki til sölu Svarthöfði hefur haft gaman af því að fylgjast með upprisu athafna- mannsins Björgólfs Guðmundsson- ar á undanförnum árum. Svarthöfði fylgdist með þegar Björgólfur var sviptur ærunni í Hafskipsmálinu á níunda áratug síðustu aldar. En Björgólfur kom til baka. Sterkari en nokkum tíma áður. Brilleraði ásamt syninum í viðskiptum með drykkjar- vömr í Rússlandi. Og kom til baka eins og kóngur. Svarthöfði gladdist með þessum gráhærða, blíðlynda manni í teinóttu jakkafötunum sem keypti banka og bókaforlag. Hann styrkti listamenn til hægri og vinstri í Svarthöfði og var skattakóngur íslands. Björg- ólfur var slíkur dýrlingur að sjálfur biskupinn bliknaði í samanburði. Svarthöfði hugsaði sem svq að þetta væri of gott til að vera satt. Sem kom á daginn. 1 hverri fjöl- skyldu em einstaklingar með óþægi- lega fortíð. Og einstaklingar sem eiga ekki alltaf innistæðu á reikning- um sínum þegar þeir em að versla. Milljarðar af peningum og fín föt koma ekki í veg fyrir það. Svarthöfða brá hins vegar í brún þegar Bjöggi /• - Hvernig hefur þú það' „Ég hefþað bara fínt/'segir Davið Örn Halldórsson Hamar myndlistarmaður. „Ég eráopnuninni hjá Ásmundi Ásmundssyni /101 galleríi. Þetta er ferlega flott hjá honum. Tótemsúlur og brosmildir menn. Gullfalleg málverk. Annars er ég að fara að mála mottur úti um allan bæ. Meðal annars f Gel gallerli og nýrri búð Ny- hil, hjá Smekkleysubúðinni og á fleiri stöðum." gamli brenndi heilt upplag af.bók- inni um eiginkonu sína og fjölskyldu hennar. Tvær síður fóru í taugarnar á honum. Og bókin var brennd. í krafti eigu hans —- á bókaforlagi. Vitandi það að með völdum og pening- um er ýmislegu hægt að koma í ffamkvæmd beindi Björgólfur augum sínum næst að DV. Blaðið hafði skrifað fréttir af fjölskyldu hans sem honum líkuðu ekki. Hann reyndi að kaupa blaðið til þess að leggja það niður. Svarthöfði hlustaði á fréttir um þetta og trúði ekki sín- um eigin eyr- um. % Það hefur verið sagt að völd spilli og það géra peningar greinilega - líka. Björgólf hefur sett niður í augum Svart- höfða. Þessi brosmildi f karl er farinn að hegða sér líkt og einræðis- herra í þriðja heim- inum. Kaupir sér þögn og skammast sín ekki fýrir það. En •jj frelsið er víst ekki til sölu. Að því komst Björgólfur. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.