Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 Fréttir DV Uggur á Raufarhöfn „Sumum fannst svolítið uggvænlegt að þetta skyldi gerast í dag á afmæli Kópa- skersskjálftans," segir á vef- setri Raufarhafnarhrepps um allsnarpan jarðskjálfta upp á 3,6 á Richter sem varð undan Tjörnesi um klukkan 15.20 í gær. „Fundu menn hér greinilega fyrir jarðskjálfta," segir enn fremur á raufarhofn.is. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri á Raufarhöfn. Ók á skilti og utan vegar Karlmaður á fimmtugs- aldri missti stjórn á bíl sín- um á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg og ók yfir umferðareyju. Hann tók með sér tvö umferðarmerki sem á eyjunni voru og hafnaði loks utan vegar. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki að sögn Lögreglunnar í Kefla- vík. Gerðist þetta um tíu- leytið á fimmtudagskvöld. Dráttarbíll kom bílnum aft- ur upp á veginn og gat öku- maður keyrt í burtu. „Það liggur á að æfa, róta og halda tónleika í Stúd- entakjallaranum/' segir Sig- hvatur Ómar Kristinsson, orgelleikari i Apparat.„Svo er ég að hjálpa mömmu og pabba að flytja í höllina slna í Grafarholtinu." Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, fagnar því að Bjarki Þór Pétursson hafi verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ógeðfelldar hótanir í garð lög- reglumanns. Ólafur segir að dómurinn marki tímamót og sendi skýr skilaboð út í samfélagið. Hótaði að lífláta böm lögreglumanns „Við erum mjög sáttir við þessa niðurstöðu/' segir Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi. f vikunni féll dómur í Héraðs- dómi Vesturlands þar sem Bjarki Þór Pétursson var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hóta lögreglumanni og fjöl- skyldu hans lífláti. Hann hótaði þvi að lífláta varðstjórann frammi fyrir fjöl- skyldu hans aukþess semhann sagðist setla að lífláta konu hans ög börn. í mars á síðasta ári barst Lögregl- unni á Akranesi tilkynning þess efn- is að maður væri að reyna að brjót- ast inn í fjölbýlishús við Sóleyjargötu þar í bæ. Lögreglumen fóru á vett- vang og hittu fyrir Bjarka Þór. Hann hafði haft í hótunum við íbúa húss- ins og var handtekinn af lögreglu vegna tilraunar til innbrots. Bjarki Þór reiddist mjög við handtökuna og var því beittur valdi af hálfu lögregl- unnar vegna mótþróa. Hótaði lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti Bjarki var ákærður fyrir að hóta lögregluvarðstjóra við handtöku og í lögreglubíl á leið á lögreglustöð. Hann hótaði því að lífláta varðstjór- ann frammi fyrir fjölskyldu hans auk þess sem hann sagðist ætla að lífláta konu hans og börn. Þessar hótanir eru meginástæðan fyrir fjögurra mánaða fangelsisdómi sem Bjarki á Skýr skilaboð í 160. grein almenma hegningar- laga segir að hver sá sem ræðst með hótunum eða ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldu- starfi sínu, skuli sæta allt að sex árum í fangelsi. „Lögreglumenn hafa lít- ið notað þessa grein hegn- ingarlaga meðal annars vegna þess að refsingar hafa verið lágar og ekki til þess fallnar að draga úr þeirri hættu sem lögreglu- menn standa frammi fyrir í sínu starfi," segir Ólaf- ur Þór sem vonar að ip' svona tilvikum muni fækka í kjölfar dómsins: „Á tímum sem of- beldi hefur verið að aukast hefur lögreglumönn- um fundist vanta stuðning að þessari grein hegningarlaga. Með þessum dómi er dómstóll- inn að gefa skýr skilaboð um að það sé verulega ámælis- vert að hóta lögreglu- manni." svavar@dv.is nú yfir höfði sér. „Þegar þeir voru búnir að hand jáma mig héldu þeir áfram að ham ast á mér og pynta mig,“ segir Bjarki, sem kveðst hafa verið beittur miklu harðræði af hálfu lögreglunnar. Bjarki sagði sér ekki hafa verið kunnugt um niðurstöðu dómsins þegar DVhafði samband við hann í gær. Hann ætlar að áfrýja dómn- um. Ólafur Þór Hauksson Sýslumaðurinn á Akra- nesi vonar að dómurinn verði til þess að dragi úr hótunum og ofbeldií garð lögreglunnar. 16. desember 2005 útsaia Útsila Rýmum fyrir nýjum kortum. Öll árskort á aðeins Orkuverið líkamsrækt Egilshöllinni ORKUVERID Egilshöllinni Simi: 594 9630 www.orkuverid.is Hart tekið á smáglæpum Fimm mánuðir fyrir lanq- lokuþjófnað Sigrún Kristbjörg Tryggvadóttir, 25 ára Kópavogsbúi, var í gær í Hér- aðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi vegn ýmissa smá- brota sem hún framdi á árinu 2005. Sigrún játaði brotin. Á meðal þess sem Sigrún vann sér til saka var að hafa í júlí í fýrra stolið þremur langlokum úr verslun 10-11 við Austurstræti, að verðmæti 877 krónur. í sömu verslun stal hún svo í október 1944-örbylgjurétti að verðmæti 658 krónur. Sigrún braut skilorð með þjófn- aðinum og því þótti Þorgeiri Inga Njálssyni dómara rétt að dæma hana í fimm mánaða fangelsi. At- hygli vekur að enginn hluti refsing- arinnar er skilorðsbundinn. Nokkr- um mínútum áður en Sigrún hlaut nO.kjfyiHW Þorgeir Ingi Njálsson Dómarinnfór ekki mjúkum höndum um smákrimma 1 réttarsalnum f gær. sinn dóm, fýrir samloku- og ör- bylgjuréttarþjófnaðinn, var jafnaldri hennar dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa undir höndum tæp hundrað grömm af hassi sem hann játaði að hafa ætlað að selja. andrits>dv.is Þrjátíu dagar fyrir hass Eyjólfur Gísli lónsson, 26 ára Haftífirðingur, var ígær dæmd- ur í 30 daga skil- orðs- bundið fangelsi vegna fíkniefna- brota. Lögreglan fann tæp hund- rað grömm af hassi í bifreið Eyj- ólfs þar sem hún stóð fyrir utan heimili hans. Athygli vekur að fíkniefnin fundust í ágúst 2004 en ekki var dæmt í málinu fyrr en í gær. Eyjólfur játaði fyrir dómi að vera eigandi efnanna og að þau hefðu verið ætluð til sölu- dreifingar. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverð brot og refsing hans því ákveðin þriggja mánaða skilorðsbundin fangels- isvist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.