Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Qupperneq 17
DV Sport LAUGARDAGUR 14.JANÚAR2006 17 Héldu Spurs í 138stigumí tveimur leikj- um Detroit Pistons vann annan yfirburðarsigur á meisturum San Ant- onio Spurs í NBA- deildinni í fyrrinðtt. Detroit sem hefur unnið 28 af 33 leikj- um sínum endaði 12 leikja sigurgöngu San Antonio með því að vinna þá 83- 68 en Detroit vann fyrri leik liðanna í vetur 85-70 á jóla- dag og hélt meistunum því í samtals 138 stigum í þessum tveimur leikjum. Detroit vann fráköstin 56-32 og Spurs hitti aðeins úr 27 af 70 skotum sínum í leiknum. Loksinsskor- aði Solskjær Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær skoraði langþráð mark með varaliði Manchester United í 5-1 sigri á Leeds en hann skor- aði fjórða mark United í leiknum. Ole Gunnar var að leika sinn fimmta leik eftir að hann steig upp úr meiðsl- um en þrír af þeim hafa verið með varaliðinu. Það voru liðnir 28 mánuðir síðan að Solskjær skoraði fyrir United-liðið en hann skoraði síðast í leik gegn gríska liðinu Pan- athinaikos í meistaradeild- inni í september 2003. Bestu konur Breta og Norð- manna á vígslumótið Frjálsíþróttamenn eiga von á mikill veislu í nýju frjálsíþróttahöllinni í Laug- ardal en bestu sprett- hlauparar kvenna í Bretlandi og í Noregi á síðasta ári koma og keppa á vígslumót- inu 28. janúar. Þetta eru þær Emma Ania og Anna Cat- hrine. EmmaAnia, sem dvaldi hér á landi um nokkurt skeið og keppti þá fyrir FH hefur ákveðið að koma og keppa á vígslu- mótnu 28. janúar næstkomandi. Emma hijóp lOOm á 11.35 sekúndum á síðastliðnu ári, sem var jafn- framt besti árangur í kvennaflokki í Bretlandi í fyrra. Harpa heim í Hafnarfjörð Harpa Vífilsdóttir er á leiðinni heim í Hafnarfjörö en á heimasíðu FH-inga kemur fram að hún hefur gert samning við handknatt- leiksdeild FH um að hún leiki með kvennaliði félagsins næsta keppnistíma- bil. Harpa, sem er hægri homamaður, lék á árum áður með FH en hefur undanfarin 3 ár dvalið í Danmörku við nám auk þess sem hún hefur leikið handknattleik með lið BK Ydun í Kaupmannahöfn sem erí 1. deild. íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt 23. stórmót í handbolta og hefur ekki tapað í 14 síðustu leikjum sínum. íslenska liðið hefur aldrei komið inn á stórmót með meira en fimm taplausa leiki á bakinu en liðið á eftir fjóra leiki fram að Evrópumótinu í Sviss. BESTA GENGIÐ FYRIR STÓRMÓT: 5 leikir án taps HM 1974 (14. sæti) 4 sicjrar, 1 jafntefli - vann 2 síðustu leikina 4 leikir án taps HM 1970 (11. sæti) 4 sigrar í röð 4 leikir án taps HM 1990 (10. sæti) 2 sigar, 2 jafntefli - sigur í síðasta leik 4 leikir án taps HM 1995 (13. sæti) 3 sigar, 1 jafntefli - jafntefli í síðasta leik S leiki á bakinu Það hefur oft verið talað um að vonir og væntingar til íslenska lands- liðsins hafi mikil áhrif á hvernig ár- angur íslenska liðsins sé á því stór- móti sem fylgir á eftir. Þegar íslenska þjóðin spáir Strákunum okkar heimsmeistaratitli eða Ólympíugulli þá er niðurstaðan oftast mikil von- brigði en þegar enginn býst við neinu þá geta oft óvæntir hlutir gerst. Að þessu sinni eru vænting- amar yfir meðallagi,- íslenska liðið hefur gengið vel í síðustu landsleikj- um og virðist hafa frábæra hand- boltamenn í hverri stöðu. Gengið á síðustu stórmótum, 13. sæti á EM 2004, 9. sæti á Ólympíuleikunum 2004 og 15. sæti á HM 2005, hefur þótt næg ástæða til þess að halda mönnum á jörðinni og halda þess- um frægu væntingum niðri. íslenska hand- \ boltalandsliðið er ekkert að láta meiðsli eða veikindi hafa áhrif á sig í sigurgöngu v sinni en liðið er nú á lokakafla und- irbúnings síns fyrir komandi Evrópumót í Sviss. Framundan eru fjórir æfingaleikir fyrir mótið, fyrst gegn Katar og Noregi á æfinga- móti íNoregi, svonefndum Um- bro-bikar og svo tveir vináttu- landsleikir gegn Frökkum hér heima. Gangi aiit upp gæti liðið komið inn á mótið búið að spila 18 leiki í röð án þess að tapa leik. Viggó Sigurðsson er nú að- eins einu leik frá því að jafha met Þorbjöms Jenssonar sem stjórnaði íslenska liðinu í 15 leikjunum í röð án þess að tapa árið 1996. Undir stjóm Þorbjöms vann ís- lenska liðið 14 leiki og gerði eitt jafntefli frá apríl 1996 til febrúar 1997 þegar sigurgang- an endaði í tapleik J 69 mörk í sigurgöngunni I Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 69 mörk I I siðustu 14 leikjum íslenska landsliðsins en is- | lenska liðið hefur ekki tapað íþessum 14 leikjum. remá-M’ Besta gengið fyrir HM1974 Besta gengi ís- lenska landsliðsins í síðustu leikjum sínum fyrir stórmót var undir stjóm Karls G. Benediktsson- ar fyrir HM í Austur-Þýskalandi árið 1974. íslenska liðið var þá tap- laust í síðustu fimm leikjum sínum fyrir mótið, vann fjóra leiki gegn Bandaríkjamönnum (2), Ungverjum og Norðmönnum og gerði auk þess jafntefli við Ungverja. fslenska landsliðið hefur farið 12 sinnum inn á stórmót án þess að tapa síðasta leik fyrir mótið en á síð- ustu fimm stórmótum hefur liðið ekki náð að koma inn á stórmót með sigurgöngu á bakinu. Það er með tvo leiki í röð eða fleiri án taps. íslenska liðið vann sinn síðasta leik fyrir síð- ustu tvö Evrópumót. gegn Þjóðverjum í Ludwigshafen. íslenska liðið tapaði einnig næstu tveimur leikjum en náði síðan 5. sætinu á HM í Japan um sumarið. Góðar minningar frá Sviss íslenska þjóðin á góðar minning- ar frá HM í Sviss fyrir 20 árum síðan en íslenska landsliðið fylgdi þá eftir 6. sætinu sem liðið náði tveimur árum á undan á Ólympíuleikunum í Los Angeles með því að halda sér í hópi sex bestu þjóða heims. Þetta var í fýrsta og eina skiptið sem það hefur tekist hjá íslensku landsliði. Nú er að sjá hvemig ís- lenska landsliðinu geng- ur fram að Evrópu- mótinu og hvort íslensku strák- arnir komi inn á mótið með 18 tap- lausa leiki á _________bakinu en fyrsti leilcur íslands á EM er gegn Serbíu og Svartfjallalandi 26. janúar næstkomandi. ooj@dv.is Ensku meistararnir í Chelsea geta unnið sinn tíunda deildarleik í röð á morgun Verður Eiður Smári í framlínunni í 250. leiknum sínum með Chelsea? Sunderland á enn eftir að vinna heimaleik í ensku úrvaisdeildinni í vetur og líkumar em ekki miklar í leik helgarinnar en sjálfir Englandsmeist- aramir í Chelsea heimsækja Sunder- land á morgun. Chelsea hefur unnið 9 síðustu deildarleiki sína og hefur fengið 52 fleiri stig en Sunderland sem er á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er eina liðið sem hefur náð að vinna tíu deildarleiki í röð á þessu tímabili en metið í ensku úrvalsdeild- inni síðan 2001-2002 þegar Arsenal vann 14 leiki í röð. Ef marka má sann- færandi sigra Chelsea að undanfömu er Uklegt að þetta met geti fallið fyrr en varir. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gat leyft sér að hvfla lykilmenn eins og John Terry, Frank Lampard og Peter það reyndi mikið á þá í leikjatöminni í Cech í bikamum um síðustu helgi en kringum jól og áramót. Þar sem Didier 77 mörk í 249 leikjum EiðurSmári Guðjohnsen fagnarhérsinu 77. marki fynr Chelsea sem hann skoraði í bikarleik gegn Huddersfield um slðustu helgi Drogba er farinn til móts við félaga sína í landsliði Fflabeinsstrandarinnar og Heman Crespo er enn að ná sér að meiðslum em góðar lfloir á því að okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen verði í framlínunni gegn Sunderland á morgun. Þetta verður 250. leikur hans fyrir Chelsea og það væri vel við hæfi að hann bætti við þau 77 mörk sem hann hefur skorað fyrir Chelsea í öllum sínum 249 leikj- um. Eiður Smári er búinn að spila 8 af þessum 9 sigurleikjum Chelsea í röð og samtals í 570 mínútur í þeim eða 70,4% leiktímans. Eiður Smári hefur ekki náð að skora en hefur gefið 3 stoðsendingar, þar á meðal í tveimur síðustu leikjum. Eiður Smári skoraði síðan í síðasta leik sem var í bikar- keppninni gegn Huddersfield um síð- ustu helgi en hann bar þá fyrirliða- bandið í forföllum þeirra Terry og Lampard. Leikurinn hjá Chelsea hefst klukkan 16 á morgun og er lokaleikur umferðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.