Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Page 30
30 LAUGARDAGUR 14.JANÚAR2006
Helgarblað DV
snu/'tíoucuuuicL
Góður maskari
„Þessi er frá Yves Saint Laurent.
Mér finnst hann mjög góður enda
yfirleitt góðar vörur sem koma frá
þessu merki."
Augnblýanturinn
Augnblýantur Vigdísar kemur
einnig frá því góða merki Yves
Saint Laurent. Eitthvað sem klikkar
aldrei þó oft reyn-
ist manni erfitt
að bera fram
heitið á merk-
inu.
Meikpúðrið
Vigdís segist
hafa notað þetta
meikpúður í nokkur ár enda sé hún
mjög ánægð með það. Það sé svo-
lítið dýrt en vel þess virði. „Þetta er
rosalega gott. Yfirleitt kaupi ég það
í versluninni Hygea."
Sólarpúður á kinnbeinin
„Þetta hér er frá Christian Dior.
Með því skyggi ég kinnbeinin og
fríka mig
aðeins
upp."
Varalitablýanturinn
fráMac
Vigdís segist kunnaj
mjög vel við vörumar frá j
Mac en þær hafa notiðj
síaukinna vinsælda hér-1
lendis.
Varaliturinn
Liturinn er klassíkur!
og fallegur og segist Vig- f
dís hafa góða reynslu af j
vörum frá fyrirtækinu J
No Name.
Augnskuggamir
Þeir koma frá Estée Lauder. Eins
og sést á myndinni samanstendur
askjan af litum sem eiga vel við
hversdags og þá sem
' JMF1 betur
passa við
\ virðuleg
| .’;ív | tilefni.
Vilborg Víðisdóttir danskennari geislar af heilbrigði og glæsileika. Hún kennir
dans í Landakotsskóla og segist ávallt hafa gaman að því að kenna börnum
réttu sporin f dansinum. Við fengum að Ifta f snyrtibuddu þessarar fallegu
konu og þar með að skyggnast á bak brot af leyndardómum fegurðar hennar.
Vilborg segist hafa gaman af því að mála sig en haldi ekki sérstakri tryggð við
eitthvað eitt merki. „Það er voða gaman að mála mig þótt ég reyni nú að gera
ekki of mikið að þvf," segir hún enda vita flestir að falleg förðun setur punkt-
inn yfir i-ið þegar maður ætlar að líta vel út.
Athafnakonan
Hrefnu Björk Sverrisdóttur langaði að gera
eitthvað skemmtilegt og græða á því eftir að hún útskrifaðist
úr framhaldsskóla. Hún stofnaði því stelpublaðið Orðlaus með
tveimur vinkonum sínum. Nú er blaðið búið að koma reglu-
lega út í rúm fimm ár.
Árið 2000 kom út fyrsta tölublað
tímaritsins Orðlaus. Hrefna Björk
Sverrisdóttir er ein af stofnendum
og núverandi framkvæmdastjóri
þess. Hún ákvað þegar stúdents-
prófið var í höfn að hleypa af stokk-
unum blaði fyrir stelpur. Hún stakk
sér því í djúpu laugina ásamt með
vinkonum sínum Steinunni Jakobs-
dóttur og Ernu Þrastardóttur.
„Við vorum búnar með mennta-
skólann og okkur langaði eiginlega
bara til að gera eitthvað skemmtilegt
og héldum að við myndum hugsan-
lega græða á því í leiðinni. Okkur
fannst vanta blað fyrir ungt kven-
fólk. Á þessum tíma var blaðið
Undirtónar gefið út og það átti að
höfða til ungs fólks. Okkur fannst
það vera svo strákalegt þannig að
við sáum í hendi okkar að þarna
væri gat á markaðnum og ákváðum
að hella okkur bara út í útgáfu."
Erfið fæðing
Útgáfa blaðisins vakti mikla
athygli og þótti það kærkomin við-
bót í fjölmiðlaflóruná en þær stöllur
voru ekki beinlínis ab hala inn aur-
unum í byrjun.
„Þetta var alveg rosalegt strögl í
byrjun. Við gáturp ekki borgað
sjálfum okkur nein laun alveg heil-
lengi og þurftum allar áð vinna við
eitthvað annað með. iÞetta var í raun
og veru svolítið sjokllfyrir okkur. Að
þetta væri svona erfitt. Ef við
hefðum sest niður og gert viðskipta-
áætlun hefðum við ikugglega aldrei
farið út í þetta."
En eftir margra mánuða strögl fór
erfiðið að borga sig, blaðið stækkaði
og dafnaði og fjárhagurinn fór að
batna.
„Þetta fór svo lojsins að ganga
mjög vel, við fórum að geta borgað
okkur laun og svoleiðis og þetta
hefur aldrei gengið betur en einmitt
núna."
Launaseðlar mánaðalega
Útgáfufyrirtækið Ár og dagur sem
gefur út Blaðið keypti reksturinn af
þeim stöllum í fyrra og hefur blaðið
verið algerlega sjálfstæð eining
innan fyrirtækisins síðan reksturinn
var keyptur.
„Við sjáum enn um allt sjálfar,
bókhald og auglýsingasölu og slíkt,
það breyttist voðalega lítið nema að
við erum lausar við þessa íjárhags-
legu ábyrgð sem fylgdi því að gera
þetta út sjálfar. Núna fáum við örugg
laun og launaseðla reglulega." segir
Hrefna.
Ásamt Hrefnu vinna þær Stein-
unn Jakobsdóttir ritsjóri og Hilda
Cortes sem skrifar efni og selur aug-
lýsingar.
„Síðan erum við með ljósmynd-
ara, teiknara og lausapenna úr
öllum áttum."
Orðlaus kemur nú út ellefu sinn-
um á ári og er næsta blaðs að vænta
í febrúar.
Blómstraðu í vinnunni
Byrjaðu á að gera lista yfir veik-
leika þína og styrkleika. Berðu svo
listann undir
þá sem þú
þekkir vel og
biddu um
álit á list-
anum. Ef þú
ert til dæmis
eirðarlaus að
eðlisfari ætt-
irðu að fá
þér vinnu
þar sem þú ert mikið á ferðinni, og
svo framvegis.
Þá er nauðsynlegt til að ná
markmiðum sínum að horfast í
augu við ótta sinn og neyða sjálfan
sig til að gera eitthvað sem maður
hefur aldrei þorað. Það þarf í
byrjun ekki að vera merkilegra en
að fara ein í bíó. Æfðu þig síðan í að
sigrast á litlum hindrunum og
bættu smám saman í. Notaðu þetta
líka í vinnunni, og áður en þú veist
af verður þú farin að láta að þér
kveða og tjá þig í margmenni.
Vertu svo skipulögð og taktu til á
öllum sviðum. Það opnar fyrir nýja
strauma og tækifæri. Taktu til í
tölvunni, hentu gömlum tölvu-
póstum og farðu í gegnum gamla
pappírshauga. Ekki gleyma að taka
til í veskinu þínu, snyrtibuddunni
og fataskápnum.
Þá er mikilvægt að treysta ekki
fólki í blindni. Það er ekki þar með
sagt að allir séu á þínu bandi svo
vertu varkár í vinavali, ekki síst á
vinnustað og ekki trúa hverj-
um sem er fyrir leyndarmálum
þínum.
Vertu samt trú þinni sann-
færingu og spurðu svo sjálfa
þig hvað þú raunverulega vilt
fá út úr lífinu. Ef núverandi
vinnustaður býður ekki upp á
að draumarnir rætist þá er
ekki eftir neinu að bíða. Segðu
upp-og fáðu þér nýja vinnu
þar sem þú blómstrar og nýtur
þín.