Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Page 38
38 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006
Helgarblað DV
dag. Hann lés
kynja heilaæx
lengi framan af
talið að væri bara
vöðvaverkir. Eigin
konan og börnin hans
sex syrgja hann sárt
en fjölskyldan sundr
aðist í kjölfar veikind
anna. Börnin eru
tímabundið í fóstri,
enda fjárhagsstaða
ekkjunnar bágborin.
Hún vonast þó til að
þau komi aftur
heim í vetur.
ína áður
en hann díí
Ég bíð Herdísar á litlu kaffihúsi í
miðbæ Reykjavíkur. Veðrið úti er
ekki upplífgandi. Veðurguðirnir
virðast ekki geta komið sér saman
um hvort það eigi að rigna eða
snjóa. Ég sit og bíð eftir konu sem
ég býst við að sé nær buguð af
þreytu eftir að hafa stutt eiginmann
sinn og bamsföður í gegnum erfið
veikindi, allt þar til yfir lauk. í mér
er beygur og mér finnst ég hafa set-
ið ein þarna inni í langan tíma.
Þegar hurðin opnast loksins með
tilheyrandi götuhljóðum átta ég
mig samstundis á því að þar er við-
mælandi minn kominn. Ekki vegna
þess að hún sé buguð heldur vegna
þess að yfir henni er sú reisn sem
einkennir þá sem hafa þurft að
ganga í gegnum mikla erfiðleika en
verið hægt að bjarga lífi Árna. „Það
er samt víst að hann hefði ekki
þurft að líða jafn miklar kvalir og
hann þurfti að líða í veikindum sín-
um.“
Hún segist alltaf hafa verið mjög
ástfangin af manni sínum og líður
greinilega vel þegar hún riijar upp
stundir þeirra saman. „Hann var
alltaf hrifinn af vélum. Þær vom
hans h'f og yndi."
Aldrei vel stæð
Eitt af því erfiðasta við veikindin
segir Herdís hafa verið að þurfa að
senda frá sér bömin. „Ég varð samt
að gera það,“ við höfum aldrei verið
vel stæð, í raun bara verið eins og
annað venjulegt fólk, átt okkar
skuldir og það er það sama uppi á
komist í gegnum þá án þess að Börnin f fóstri Herdls segir fjárhag teningnum núna. Skuldimar hverfa
gefast upp.
Vildi ekki að börnin væru
vanrækt
„Ég verð nú að viðurkenna að ég
þurfti að hugsa mig mikið um áður
en ég ákvað að hitta þig,“ segir
Herdís og vísar þar með í sam-
félagsumræðu síðustu daga. Hún
brosir samt vingjarnlega, fær sér
sæti og spyr hvað ég vilji fá að vita.
Herdís er öryrki vegna erfiðs
sjúkdóms. Hún er sex barna móðir
en neyddist til að senda böm sín í
fóstur fyrir skömmu þegar faðir
þeirra var orðinn mikið veikur.
„Árni Jón þurfti orðið það mikla
umönnun að ég gat ekki veitt þeim
það sem þau þurftu. Fjárhagurinn
var líka orðinn mjög bágborinn og
ég gat ekki hugsað mér að þau yrðu
vanrækt. Ég taldi þetta því bestu
leiðina," segir Herdís og bendir á
að þeim líði öllum vel þar sem þau
dvelja um þessar mundir. Auk þess
sem elsti drengurinn hennar úr
fyrra sambandi, sem Ámi gekk í
föðurstað, sé farinn að sjá um sig
sjálfur.
Alltaf átt að vera saman
Herdís og Árni Jón kynntust í
aprílmánuði árið 1989 en þá var
hann farþegi í bíl sem hún ók fyrir
félaga sinn. „Við kynntumst á
Blönduósi, ég var að keyra á ball
fyrir vin hans. Hann settist í fram-
sætið og fyrst um sinn leist mér nú
ekkert á hann,“ segir Herdís og
heimilisins bágborinn og hefurhún neyðst
til að senda börnin I tímabundið fóstur.
hlær þegar hún rifjar þetta upp.
„Við hittumst samt seinna um
nóttina og töluðum þá saman í
rúmlega fimm tíma, að því er virtist
um allt milli himins og jarðar. Upp
frá þeirri stundu vomm við sam-
an.“
Herdís þakkar fyrir þau ár sem
hún og bömin fengu að eiga með
Árna. Vitanlega hafi skipst á skin og
skúrir í sambandinu en hún segir
það hafa verið sína sök. „Ég er
þunglyndissjúklingur og þeim sem
em með þann sjúkdóm hættir oft
til að ýta því sem þeim er kærast frá
sér. Við höfum samt alltaf ratað
saman aftur og átt að vera saman.“
lllkynja heilaæxli en ekki
vöðvabólga
„Veikindi Áma Jóns byrjuðu
miklu fyrr en fólk gerir sér grein fyr-
ir. Árið 2004 lenti hann í því að það
var keyrt aftan á vömbíl sem hann
ók og fékk við það mikið högg. Eftir
það fékk hann mikla bak- og
höfuðverki sem læknamir sögðu
stafa af vöðvabólgu. Hann reyndi
því að bera sig vel og þola þessa
vöðvabólgu alveg þar til í ágúst en
þá uppgötvaðist af hverju verkirnir
stöfuðu. Hann var með illkynja
heilaæxli sem hafði fengið að
vaxa.“
Herdís segir að þótt meinið
hefði uppgötvast fyrr hefði ekki
ekkert þó fyrirvinnan falli frá, það er
deginum ljósara. Ég veit samt ekkert
hvað tekur við. Það eina sem hægt
er að gera er að taka einn dag í einu.
Ég hef bara ekki getað hugsa lengra
og ekki viljað það," segir Herdís
hreinskilnislega og hrærir í kalfi-
bollanum.
Jarðarförin undirbúin
fyrirfram
Ein af þeim Ieiðum sem Herdís
hefur notað til að átta sig á tilfinn-
ingum sínum er að færa þær í letur
á heimasíðu sinni. Eins og svo
margir, sem gengið hafa í gegnum
erfiðar stundir í lífinu þekkja, finnst
henni það hjálpa sér á erfiðum
stundum. Viðbrögðin við skrifum
hennar hafa þó ekki öll verið já-
kvæð og virðist oft sem fólki finnist
að aðeins megi bregðast við sorg á
einn hátt og það er að loka sig af.
„Það hafa greinilega verið skipt-
ar skoðanir á þessum skrifum mín-
um. Sumir hafa líka lýst undrun
sinni á því hvað kistulagning og
jarðarför voru stuttu á eftir en
ástæðan fyrir því er fyrst og ffemst
sú að við höfðum haft langan tíma
til undirbúnings. Árni Jón var bú-
inn að setja fram allar sínar óskir,
velja kistu, þá sem hana áttu að
bera til grafar og lögin sem hann
vildi að yrðu flutt í jarðarförinni.
Þannig að það eina sem var eftir var
að púsla þessu saman. Hann vildi
líka að tímasetningin á jarðarför-
inni yrði þannig að fólk yrði fyrir
sem minnstu vinnutapi því hann
vissi vel hvað það getur verið erfitt
að missa tekjur," segir Herdís sem
telur að fólk verði að eiga skoðanir
sínir á þessu við sjálft sig. „Ég vildi
ekki halda jarðarförina snemma til
að losna út úr þessu sem fyrst eins
og margir hafa haldið firam."
Netumræðan erfið
Henni þykir þó enn ótrúlegra að
þeir sem hafa viljað tjá sig um skrif
hennar og tilhögun á jarðarförinni
á netinu hafi kosið að gera það
undir nafnleynd. i,Ég kem fram
undir nafni og kem ekki fram undir
einhveiju nikki á spjallvef og leyfi
mér að úthúða hverjum sem ég
vil."
Það sem Herdís segist þó sárast í
þessari netumræðu er sú staðreynd
að hún á tvær dætur á unglings-
aldri sem þurftu að sjá þessi skrif.
Það sé því ekki aðeins verið að ráð-
ast á hana heldur líka börnin henn-
ar sem tóku þetta afar nærri sér.
„Ég sá vfst aðeins brot af þessu
þar sem umræðan var fljótlega tek-
in úr birtingu af umsjónarmönnum
vefsins." Hún segist samt reyna að
hugsa sem minnst um þetta þar
sem hún vill ekki ala á reiði innra
með sér.
„Ég var aldrei reið en ég var sár.
Sár yfir því að bömin mín þyrftu að
sjá grimmdina í heiminum. Auðvit-
að skilja þær ekki hvernig er hægt
að gera ljótt úr því að pabbi þeirra
hafi dáið.
Missti aldrei húmorinn
Á maður að ala á reiði? Ég hef
ektó kosið það og það gerði Árni
ekki heldur," segir Herdís. Hún
segir sorg Árna ekki hafa snúist um
veikindi sín heldur það að þurfa að
yfirgefa konu sína og börn. Honum
hafi þótt langerfiðast að skilja þau
eftir í óvissri framtíð.
„Allir þeir sem þekktu Áma geta
vitnað um að hann tók sínum veik-
indum með ró sem í raun var með
ólíkindum."
Myndimar sem Herdís tók af
eiginmanni sínum stuttu áður en
hann skildi við þennan heim bera
líka merki um þann styrk sem hann
sýndi í veikindum sínum. Þær segir
Herdfs þó hafa valdið usla meðal
óktmnugs og nafnlauss fólks á net-
inu.
„Einhverjum fannst eins og ég
væri að gera grín að honum með
þessum myndum. Sérstaklega var
sett út á mynd sem ég setti á netið
af honum með stelpunum. Þar lá
hann með lokuð augu en það var
ekki vegna þess að hann vissi ekki
af myndatökunni heldur átti hann
orðið mjög erfitt með að halda aug-
unum opnum og því var erfitt að ná
myndum af honum með þau opin.