Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 16
16 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 Sport QV handball euro JD6 26 jan - 5 feb Ólafur Stefánsson bætti Qórtán ára markamet Kristjáns Arasonar meö því að skora sitt fimmta mark gegn Norðmönnum í lokaleik íslands á Evrópumótinu í Sviss en markið skoraði Ólafur úr vítakasti. Kristján var búinn að eiga markamet íslenska landsliðsins í tvo áratugi. « iQ : rJÍ ■ k5! Kristján Arason var búinn að eiga markamet landsliðsins í tvo áratugi eða allt frá því að hann bætti met Geirs Hall- steinssonar sem skoraði 531 mark fyrir íslenska landsliðið frá 1968 tU 1978. Kristján bætti met Geirs Hallsteinsonar í landsleik gegn Bandaríkjamönnum í Laugardalshöllinni 1. febrúar 1986 og bætti síðan við 558 mörkum þar til hann lék sinn síðasta landsleik gegn Sviss í leiknum um 3. sæt- ið í B-keppninni í Austurríki 29. mars 1992. Ólafur sló metið hans Kristján 2. febrúar eða daginn eftir að það voru liðin 20 ár liðin síðan Kristján eignaðist metið. Kristján Arason og Ólafur Stef- ánsson eru tveir frábærir hand- boltamenn sem hafa báðir borið upp íslenska landsliðið á sínum tíma. Báðir spila þeir stöðu hægri skyttu og eiga það einnig sameig- inlegt að hafa verið duglegir að mata félaga sína í landsliðinu með laglegum stoðsendingum. Það hefur verið Ijóst í nokkurn tíma að Ólafur Stefánsson væri á leiðinni að bæta met Kristjáns Arasonar. Ólafur Stefánsson byrj- aði árið 2006 þó mjög rólega og skoraði aðeins 13 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á þessu ári og það stefndi því ekki í það að hann bætti metið á Evrópumót- inu í Sviss. Ólafur var greinilega að spara krafta sína fyrir al vöruleiki því eftir að Evrópu- meistaramótið hófst var eins og hann hefði yngst um mörg ár enda hefur hann sjaldan spilað betur fyrir landsliðið en í þeim flórum leikjum sem hann spUaði í Sviss. Ólafur skoraði 33 mörk og gaf 28 stoðsendingar í þessum fjórum leikjum og nýtti 61% skota sinna. Ólafur skoraði 20 af mörkum sfnum með langskotum og að- eins 4 af vítalínunni sem gerir þetta markaskor hans ennþá merki- legra. upphlaupi. Metið bætti hann síð- an á vítalmunni þegar 4 mfnútur og 52 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var fyrsta markið sem hann skoraði úr víti á EM í Sviss. Ólafur bætti síðan við fjórum mörkum og hefur því skorað fimm mörkum meira en Kristján Arason. varð að leggja landsliðs- skóna á hilluna 31 árs vegna meiðsla. Ólafur i verður 33 ára í sumar og i það er vonandi fyrir ís- lenska landsliðið að hann geti haldið áfram að Bætti metið með fyrsta vítamarkinu sínu Ólafur jafnaði met Kristjáns með því að skora lokamark fyrri hálfleiksins gegn Norð- mönnum en markið skoraði hann úr hraða- Ólafur skoraði mest eftir 27 ára afmælið Ólafur Stefánsson hefur nú leikið með landsliðinu síðan í október 1992 þegar hann lék sína fyrstu landsleiki gegn Egypt- um. Ólafur lék aðeins 9 landsleiki fyrstu þrjú árin en frá og með árinu 1995 hefur hann verið fasta- maður í landsliðinu. Það vekur athygli þegar markaskor Kristjáns og Ólafs eru borin saman að Kristján Arason átti sín bestu ár frá 21 árs til 28 ára en Ólaf- ur hefur hins vegar skorað 661 mark fyrir landsliðið frá og með árinu sem hann varð 28 ára. Krist- ján glímdi reyndar við erfið meiðsli seinni hluta síns ferils og ÁRIÐ 2002 VAR BESTA ARIÐ Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk að meðaltali fyrir íslenska lands- liðið árið 2002 en hann skoraði þá 158 mörk í aðeins 23 landsleikjum eða 6,87 mörk að meðaltali í leik. Ólafur skoraði 58 þessara marka á Evrópu- mótinu í Svíþjóð þar sem hann varð fyrsti og eini Islendingurinn til þess að verða markakóngur á stórmóti. Árin 2002 til 2004 eru þrjú bestu árin hans Ólafs þegar litið er á meðalskor hans í landsleikjum hvers árs fyrir sig. Besta meðalskor Ólafs á einu ári: 1. 2002 6,87 í leik - 23 leikir, 158 mörk 2. 2003 6,62 í leik- 21 leikur, 139 mörk 3. 2004 6,39 í leik - 23 leikir 147 mörk 4. 1996 5,16 í leik - 19 leikir, 98 mörk 5. 2006 5,11 í leik - 9 leikir, 46 mörk 52% MARKA I LEIKJUM SEM SKIPTA MALI 328 MÖRK Á STÓRMÓTUM Ólafur hefur skorað meirihluta sinna marka í landsíeikjum sem hafa skipt máli en 569 marka hans hafa komið í leikjum í undan- eða úrslita- keppni stórmóta sem eru 52% marka hans fyrir landsliðið. Þess má geta í þessu samhengi að 30% marka hans fyrir íslenska landsliðið hafa komið á stórmótum. í hvemíg leikjum hefur ólafur skorað möridn sín fytir ísland: Keppnisleikjum: 569 mörk Úrslitakeppni HM: (36 leikir) 152 mörk eða 4,22 að meðaltali Undankeppni HM: (12 leikir) 75 mörk eða 6,25 að meðaltali Úrslitakeppni EM: (21 leikur) 133 mörk eða 6,33 að meðaltali Undankeppni EM: (31 leikur) 120 mörk eða 3,87 að meðaltali Ólympíuleikum: (6 leikir) 43 mörk eða 7,17 að meðaltali Norðurlandamóti: (2 leikir) 10 mörk eðá 5,0 meðaltali Æfingaleikjum: 525 mörk Vináttuleikir (72) 330 mörk eða 4,58 að meðaltali Vináttumót (41) 195 mörk eða 4,76 að meðaltali Ólafur er eini íslenski landsliðs- maðurinn sem hefur skorað yfir 300 mörk á stórmótum en næstur honum kemur Guðjón Valur Sigurðsson sem vantar nú aðeins tvö mörk til þess að verða annar landsliðsmaðurinn í sög- unni til þess að skora yfir 200 mörk á heimsmeistaramóti, Evrópumeistara- móti eða ólympíuleikum. Ólafur Stefánsson á stórmótum handboltans: 328 mörk úr 585 skotum (56% skomýting) 152 mörk á HM 133 mörk á EM 43 mörk á ólympíuleikum 156 mörkméð langskotum 82 mörk úr vítum 44.mörk úr hraðaupphlaupum 30 mörk með gegnumbrotum 13 mörk úr hornum 2mörkaflínu Flest mörk fyrir ísland á stórmótum: 1. Ólafur Stefánsson 2. Guðjón Valur Sigurðsson 3. Patrekur Jóhannesson 4. Valdimar Grímsson 5. Kristján Arason 6. Geir Sveinsson 7. Dagur Sigurðsson 8. Sigfús Sigurðsson 9. Gústaf Bjamason 10. Sigurður Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.