Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 Sport QV handball euro JD6 26 jan - 5 feb Ólafur Stefánsson bætti Qórtán ára markamet Kristjáns Arasonar meö því að skora sitt fimmta mark gegn Norðmönnum í lokaleik íslands á Evrópumótinu í Sviss en markið skoraði Ólafur úr vítakasti. Kristján var búinn að eiga markamet íslenska landsliðsins í tvo áratugi. « iQ : rJÍ ■ k5! Kristján Arason var búinn að eiga markamet landsliðsins í tvo áratugi eða allt frá því að hann bætti met Geirs Hall- steinssonar sem skoraði 531 mark fyrir íslenska landsliðið frá 1968 tU 1978. Kristján bætti met Geirs Hallsteinsonar í landsleik gegn Bandaríkjamönnum í Laugardalshöllinni 1. febrúar 1986 og bætti síðan við 558 mörkum þar til hann lék sinn síðasta landsleik gegn Sviss í leiknum um 3. sæt- ið í B-keppninni í Austurríki 29. mars 1992. Ólafur sló metið hans Kristján 2. febrúar eða daginn eftir að það voru liðin 20 ár liðin síðan Kristján eignaðist metið. Kristján Arason og Ólafur Stef- ánsson eru tveir frábærir hand- boltamenn sem hafa báðir borið upp íslenska landsliðið á sínum tíma. Báðir spila þeir stöðu hægri skyttu og eiga það einnig sameig- inlegt að hafa verið duglegir að mata félaga sína í landsliðinu með laglegum stoðsendingum. Það hefur verið Ijóst í nokkurn tíma að Ólafur Stefánsson væri á leiðinni að bæta met Kristjáns Arasonar. Ólafur Stefánsson byrj- aði árið 2006 þó mjög rólega og skoraði aðeins 13 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á þessu ári og það stefndi því ekki í það að hann bætti metið á Evrópumót- inu í Sviss. Ólafur var greinilega að spara krafta sína fyrir al vöruleiki því eftir að Evrópu- meistaramótið hófst var eins og hann hefði yngst um mörg ár enda hefur hann sjaldan spilað betur fyrir landsliðið en í þeim flórum leikjum sem hann spUaði í Sviss. Ólafur skoraði 33 mörk og gaf 28 stoðsendingar í þessum fjórum leikjum og nýtti 61% skota sinna. Ólafur skoraði 20 af mörkum sfnum með langskotum og að- eins 4 af vítalínunni sem gerir þetta markaskor hans ennþá merki- legra. upphlaupi. Metið bætti hann síð- an á vítalmunni þegar 4 mfnútur og 52 sekúndur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var fyrsta markið sem hann skoraði úr víti á EM í Sviss. Ólafur bætti síðan við fjórum mörkum og hefur því skorað fimm mörkum meira en Kristján Arason. varð að leggja landsliðs- skóna á hilluna 31 árs vegna meiðsla. Ólafur i verður 33 ára í sumar og i það er vonandi fyrir ís- lenska landsliðið að hann geti haldið áfram að Bætti metið með fyrsta vítamarkinu sínu Ólafur jafnaði met Kristjáns með því að skora lokamark fyrri hálfleiksins gegn Norð- mönnum en markið skoraði hann úr hraða- Ólafur skoraði mest eftir 27 ára afmælið Ólafur Stefánsson hefur nú leikið með landsliðinu síðan í október 1992 þegar hann lék sína fyrstu landsleiki gegn Egypt- um. Ólafur lék aðeins 9 landsleiki fyrstu þrjú árin en frá og með árinu 1995 hefur hann verið fasta- maður í landsliðinu. Það vekur athygli þegar markaskor Kristjáns og Ólafs eru borin saman að Kristján Arason átti sín bestu ár frá 21 árs til 28 ára en Ólaf- ur hefur hins vegar skorað 661 mark fyrir landsliðið frá og með árinu sem hann varð 28 ára. Krist- ján glímdi reyndar við erfið meiðsli seinni hluta síns ferils og ÁRIÐ 2002 VAR BESTA ARIÐ Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk að meðaltali fyrir íslenska lands- liðið árið 2002 en hann skoraði þá 158 mörk í aðeins 23 landsleikjum eða 6,87 mörk að meðaltali í leik. Ólafur skoraði 58 þessara marka á Evrópu- mótinu í Svíþjóð þar sem hann varð fyrsti og eini Islendingurinn til þess að verða markakóngur á stórmóti. Árin 2002 til 2004 eru þrjú bestu árin hans Ólafs þegar litið er á meðalskor hans í landsleikjum hvers árs fyrir sig. Besta meðalskor Ólafs á einu ári: 1. 2002 6,87 í leik - 23 leikir, 158 mörk 2. 2003 6,62 í leik- 21 leikur, 139 mörk 3. 2004 6,39 í leik - 23 leikir 147 mörk 4. 1996 5,16 í leik - 19 leikir, 98 mörk 5. 2006 5,11 í leik - 9 leikir, 46 mörk 52% MARKA I LEIKJUM SEM SKIPTA MALI 328 MÖRK Á STÓRMÓTUM Ólafur hefur skorað meirihluta sinna marka í landsíeikjum sem hafa skipt máli en 569 marka hans hafa komið í leikjum í undan- eða úrslita- keppni stórmóta sem eru 52% marka hans fyrir landsliðið. Þess má geta í þessu samhengi að 30% marka hans fyrir íslenska landsliðið hafa komið á stórmótum. í hvemíg leikjum hefur ólafur skorað möridn sín fytir ísland: Keppnisleikjum: 569 mörk Úrslitakeppni HM: (36 leikir) 152 mörk eða 4,22 að meðaltali Undankeppni HM: (12 leikir) 75 mörk eða 6,25 að meðaltali Úrslitakeppni EM: (21 leikur) 133 mörk eða 6,33 að meðaltali Undankeppni EM: (31 leikur) 120 mörk eða 3,87 að meðaltali Ólympíuleikum: (6 leikir) 43 mörk eða 7,17 að meðaltali Norðurlandamóti: (2 leikir) 10 mörk eðá 5,0 meðaltali Æfingaleikjum: 525 mörk Vináttuleikir (72) 330 mörk eða 4,58 að meðaltali Vináttumót (41) 195 mörk eða 4,76 að meðaltali Ólafur er eini íslenski landsliðs- maðurinn sem hefur skorað yfir 300 mörk á stórmótum en næstur honum kemur Guðjón Valur Sigurðsson sem vantar nú aðeins tvö mörk til þess að verða annar landsliðsmaðurinn í sög- unni til þess að skora yfir 200 mörk á heimsmeistaramóti, Evrópumeistara- móti eða ólympíuleikum. Ólafur Stefánsson á stórmótum handboltans: 328 mörk úr 585 skotum (56% skomýting) 152 mörk á HM 133 mörk á EM 43 mörk á ólympíuleikum 156 mörkméð langskotum 82 mörk úr vítum 44.mörk úr hraðaupphlaupum 30 mörk með gegnumbrotum 13 mörk úr hornum 2mörkaflínu Flest mörk fyrir ísland á stórmótum: 1. Ólafur Stefánsson 2. Guðjón Valur Sigurðsson 3. Patrekur Jóhannesson 4. Valdimar Grímsson 5. Kristján Arason 6. Geir Sveinsson 7. Dagur Sigurðsson 8. Sigfús Sigurðsson 9. Gústaf Bjamason 10. Sigurður Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.