Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 18
18 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006
Sport DV
Þorvalduraft-
uríboltann
Þorvaldur Mak-
an Sigbjömsson,
knattspymumaður
fráAkureyri, hefur
ákveðið að taka
firam skóna á nýjan
leik eftir að hann
hætti sumarið 2004.
Hann fékk mígreniskast í leik
með Fram gegn Fylki sumar-
ið 2004 og var ráðlagt af
læknum að hætta þar sem
áfr amhaldandi knattspymu-
iðkun gæti verið honum lífs-
hættuleg. En hann hefur
ákveðið að ganga til liðs við
Val og mun stunda íþróttina í
samráði við lækna sína.
Laurenfráút
tímabilið
Arsenal hefur orð-
ið fyrir enn einu áfall-
inu því í ljós er komið
að Lauren verður fr á
til loka tímabilsins
vegna hnémeiðsla.
Hann gekkst undir
aðgerð á fimmtudag
þar sem þetta kom í
ljós. Fyrir em þeir Pascal
Cygan, Ashley Cole, Gael
Clichy og Kerrea Gilbert á
sjúkralista félagsins og auk
þess hefur Sol Campbell ver-
ið gefið vikufrí til að ná átt-
um eftir slaka frammistöðu
með liðinu að undanfömu.
AF ÞESSU
Laugardagur
10.40 EM í handbolta: Þýska-
land-Rússland f leik um
fimmta sætið.
13.10 EM í handbolta: Und- anúrslit, Frakkland-Króatia.
(J^ 14.40 Á vellinum með Snorra Má á Enska boltanum. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar sem verða allir í beinni út- sendingu.
15.50 EM í handbolta: Und- anúrslit, Spánn-Danmörk.
17.25 Hitað upp fyrir Super- bowl á Sýn.
Mr (SSj 18.00 ÍBV-Valur í SS-bikar- keppni kvenna. Undanúrslit.
18.50 Real Madrid-Espanyol í spænsku deildinn í beinni á Sýn.
Sunnudagur 12.25 EM í handbolta: Leikið um bronsverðlaun.
13.50 Inter-Chievo í itölsku deildinni í beinni á Sýn.
14.00 EM í handbolta: Hitað upp fyrir úrslitaleikinn á RÚV.
14.50 EM í handbolta: Úr- slitaleikur.
m> 17.00 Undanúrslit í bikar- keppni kvenna í körfubolta. Keflavík-Grindavík og IS-Breiðablik.
E 17.50 Barcelona-Atletico Ma- drid í spænsku deildinni í beinni á Sýn.
19.15 Undanúrslit í bikar- keppni karla í körfubolta. Grindavík-Skallagrímur og Keflavík-Njarðvík.
(2 20.30 Helgaruppgjör á Enska boltanum.
—22.00 Road tothe Superbowl á Sýn.
23.00 Úrslitaleikur NFL-deild- arinnar, Superbowl, í beinni útsendingu á Sýn. Pitts- burgh-Seattle í Detroit. Roll- ing Stones í hálfleik. i
Vilhjálmur Halldórsson hefur ákveðið að gefa ekki framar kost á sér í ís-
lenska landsliðið í handbolta á meðan Viggó Sigurðsson er við stjórnvölinn.
Hann var skyndilega kallaður til leiks skömmu áður en EM í Sviss hófst
en var svo aftur sendur heim eftir að riðlakeppninni lauk. Hann segir lé-
leg samskipti helstu ástæðuna fyrir ákvörðun sinni.
kk slæma
Ósáttur VilhjálmurHall-
dórsson er ósáttur við
Viggó Sigurðsson landsliðs-
þjálfara. Hér sjást þeir sam-
an í einum æfingaleikjanna
gegn Noregisem fóru fram
hér á landi I lok nóvember.
„Ég mun ekki gefa kost á mér í landsliðið á nýjan leik á meðan „Ég et Otðinn pittoð-
Viggó verður við stjórn," sagði Vilhjálmur Halldórsson, hand-
knattleiksmaður með danska liðinu Skjern, við DV Sport í gær.
Vilhjálmur er ósáttur við þá meðhöndlun sem Viggó Sigurðsson
landsliðsþjálfari og Handknattleikssambandið hafa sýnt
honum, ekki síst í nýliðnu Evrópumeistaramóti í Sviss.
„Þetta var mjög skrýtin upplif-
un,“ sagði Vilhjálmur um reynslu
sína af þátttöku sinni á EM í Sviss.
Hann var kallaður inn í liðið á síð-
ustu stundu þegar endanlega varð
ljóst að Jaliesky Garcia gæti ekki
leikið með liðinu vegna meiðsla.
Þá var hann staddur á Kanaríeyjum
með liði sínu í æfingaferð en
kastaði öllu frá sér og lagði af stað
til Sviss.
Slæm samskipti
„Ég kem og spila samtals 10-12
mínútur í þessum tveimur leikjum,
gegn Dönum og Ungverjum. Þegar
við erum svo að skipta um hótel og
liðið er á leiðinni til St. Gallen þar
sem milliriðlakeppnin fór fram
kemur Viggó að máli við mig og seg-
ir að hann sé tilneyddur til að senda
mig heim og sækja Ásgeir í liðið.
Það var ekki vitlaust hjá honum
enda kom það í ljós eftir meiðsli
Einars og Alexanders. Þetta snerist
meira um hvernig að þessu var
staðið öllu saman."
í viðtali við Vilhjálm sem birtist í
staðarblaði í Skjern, í Danmörku í
gær kemur fram að Vilhjálmur hafi
verið ósáttur við hversu lítið hann
hafi spilað og hvernig Viggó hafi
hrópað á hann þegar hann spilaði.
„Ég veit ekki hvort mín danska sé
nógu góð til að ég nái að koma
þessu rétt frá mér,“ sagði Vilhjálm-
ur á þessári með-
höndlun
ur um viðtalið. „En það er rétt,
Viggó lætur mann vissulega heyra
það en hann er sjálfsagt ekki að
skamma mig meira en aðra. Hann
lætur alla heyra það, fyrirliðann
líka. En það sem ég var að reyna að
koma til skila er að Viggó talar mjög
lítið við mig allan þennan tíma.
Hann býður mig velkominn þegar
ég mæti í morgunmatinn á föstu-
dagsmorgninum og svo er það eina
sem ég fæ að heyra frá honum í
þessum leikjum þessi skot af hliðar-
línunni. Það síðasta sem ég fæ svo
að heyra er þegar hann ákveður að
senda mig heim."
Nafnið gleymdist
Vilhjálmur segir þó að þetta
eitt búi að baki ákvörðun hans.
„Þetta er röð atvika. Til dæmis var
eitt atvik þar sem landsliðshópur-
inn var tilkynntur fyrir æfingaleik í
fyrra, að ég held gegn Færeyjum,
og þá gleymdist nafnið mitt á list-
anum. Þetta birtist svo í öllum
blöðum og þurfti ég sjálfur að
ganga eftir skýringum á þessu. Ég
fékk ekki einu sinni símtal frá Ein-
ari Þorvarðarsyni þar sem ég er
beðinn afsökunar á þessu.“
Hann segist ætla að standa við
ákvörðun sína, sama hvað gerist.
„Ég er orðinn pirraður á þessari
meðhöndlun. Sérstaklega þegar
ég kom heim og hafði aðeins spil-
að í 10-12 mínútur og ferðast
vegna þessa í þrettán klukkú-
stundir. Mér var ekki gefinn neinn
tími til að komast inn í málin hjá
Viggó og þegar ég kem til Sviss
spyr hann mig ekki einu sinni í
hvernig formi ég er. Mér finnst
þessi meðhöndlun á mér
léleg."
eirikurst@idv.is
Ársreikningar KSÍ kunngjörðir í gær
61 félag deilir með sér 10,7 milljónum króna
af hagnaði KSÍ
Knattspymusamband íslands
kynnti í gær ársreikninga félagsins
fyrir fjölmiðlamönnum þar sem fram
kom að tekjur umfram gjöld voru 27
milljónir króna. Ákveðið var að greiða
út til þeirra félaga sem tóku þátt í
bama- og unglingastarfi í knattspym-
unni í landinu og nam sú upphæð
10,7 milljónum króna. Hagnaður KSÍ
á árinu var því 16,3 milljónir króna og
er eigið fé KSÍ-samstæðunnar nú orð-
ið 197,4 milljónir króna.
47 félög fengu fulla greiðslu, alls
200 þúsund krónur, en þau sendu lið
í keppnir á vegum KSÍ í yngri aldurs-
flokkum beggja kynja. Sjö félög fengu
125 þúsund krónur og sjö til viðbótar
62.500 krónur.
Græddu á KB Banka
Fyrir rúmu ári keypti KSÍ hlutabréf
í KB Banka fyrir 100 milljón-
ir króna á genginu 480. Á árinu seldi
sambandið bréfin í þremur hlutum á
genginu 535-565 en þess má geta að
gengi hlutabréfa í KB banka er nú um
900. Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, sagði það vera stefnu sambands-
ins að selja hlutabréf sem sambandið
fjárfestir í þegar ákveðnu takmarki
hafi verið náð og það hafi yerið gert.
Góð ávöxtun 'bréfanría frafl til að
mynda getpþaðkleift^ðborga niður
gamlar skuldir, til að mynda vegna
byggingar „nýju“ stúkunnar á Laug-
ardalsvelli. Langtímaskuldir sam-
bandsins vom engar í árslok.
Fyrirtækjastúkur
KB Banki og Landsbanki hafa þeg-
ar tryggt sér aðgengi að sérstökum
fyrirtækjastúkum sem verða í nýrri
aðstöðu áhorfenda á Laugardalsvell-
inum. Greiddu fyrirtækin samtals 60
milljónir króna fyrir fast aðgengi að
200 sætum til ársins 2010. Innangengt
verður að aðstöðunni og verður gert
vel við gesti fyrirtækjanna, með veit-
ingum og fleira þess háttar. Slíkt fyrir-
komulag þekkist víða á knattspymu-
völlum heimsins.
eirikurst@dv.is