Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Side 22
22 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006
Helgarblað DV
Leikarinn Stefán Karl er aö
verða heimsfrægur sem Glanni
glæpur. Honum berast bréf í
stórum stíl enda skipta aðdáend-
ur Latabæjar milljónum.
4| Sum bréfin eru furðuleg,
^ eins og t.d. eitt frá munki
W nokkrum sem vill yfirgefa
I regluna og eyða ævinni með
1 Stefáni, og fangar hafa tilnefnt
hann heiðursfanga rati
hann í steininn. En
jjlL bréfin varða einnig
SjV Regnbogabörn og
W? stefnir í að samtökin
¥ verði alþjóðleg. Millj-
/ arðafyrirtæki hafa lofað
stuðningi en framgangur
þessa góða málefnis virð-
ist stranda á ónógum
styrkjum heima fyrir.
Glanni glæpur Stefán segist ekki
meðvitað notfæra sér frægð Glanna
til að koma Regnbogabörnum á
framfæri - það gerist hins vegar
óhjákvæmilega með óbeinum hætti.
Jk Wjji®
f' ifilj t m
Leikarinn Stefán Karl Stefánsson er á leið til íslands en hann er
búsettur ásamt konu sinni, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, og
börnum í Los Angeles. Stefán kemur 20. febrúar til að leika í 18
til 20 þáttum Latabæjar sem til stendur að taka upp á næstunni.
Hann er að pakka. En Stefán Karl, sem er maður ekki einhamur,
ætlar ekki einungis að bregða sér í búninginn hans Glanna
glæps, persónunnar sem hann túlkar í Latabæ, heldur ætlar
hann að bretta upp ermar. Honum er mikið niðri fyrir. Nú á að
rífa upp Regnbogabörn og gera þau sýnilegri.
Mikla athygli vakti á fslandi þeg-
ar spurðist að Stefán Karl væri að
breiða út boðskapinn sem felst í
Regnbogabömum sem hann stofn-
aði hér heima fyrir nokkrum ámm -
samtök sem helga sig baráttunni
gegn einelti og því að styðja fórnar-
lömb eineltis. Þetta er umræða sem
hefur ekki farið hátt í Bandaríkjun-
um. Það er því um frumkvöðlastarf
að ræða í henni Ameríku. Ekki í lítið
ráðist.
„Nákvæmlega," segir Stefán.
„Sko, ég hafði alltaf einhvers staðar
átt í mér þann draum að gaman
væri að minnast á þetta við Amerík-
ana. En ég þurfti ekkert að gera það.
Sökum vinsælda þessa karakters,
Robbie Rotten, safnast í kringum
mann fólk sem maður vekur hjá
áhuga. Það voru hátt í 100 þúsund
manns búnir að skoða heimasíð-
una mína - síðu sem var var ekki
neitt neitt. Þar voru upplýsingar um
Regnbogabörn þannig að fólk
komst á snoðir um þetta. Svo fór
mér að berast tölvupóstur, lfkt og
gerðist heima þegar vakningin varð
í kjölfar þess að Pálmi Gestsson tók
málið upp á heimasíðu sinni."
Robbie Rotten gegn einelti
Stefán Karl sem Glanni glæpur
er orðinn heimsþekktur. Latibær
nær nú til 500 milljóna heimila í 48
þjóðlöndum og hefur nær
hvarvetna skipað sér í efsta sæti
sem vinsælasti sjónvarpsþátturinn.
í Bandaríkjunum, þar sem sjón-
varpsþáttamarkaður ér risavaxinn,
er Latibær í öðru eða þriðja sæti.
„Já, vinsældir Latabæjar vaxa grfð-
arlega hratt. Stærra batterí en mað-
ur í raun gerir sér grein fyrir. Þetta
er barnaefni, sjónvarpsþáttur, og
þannig vænlegra til vinsælda en
bíómyndir. Nær víðar," segir Stefán
Karl.
Aðspurður segist Stefán Karl
ekki hafa neitt leyfi til að nota
Robbie Rotten til framdráttar þeirri
hugsjón að berjast gegn einelti. „Og
ég geri það ekki. En óhjákvæmilega
þekkja krakkamir hér mig sem
Glanna glæp. Og það er drifskaftið í
því að ég get farið og talað við þau
eins og ég geri.“
Regnbogabörn vekja
athygli úti
Þegar aðdáendur Latabæjar
höfðu rekið augun í upplýsingar um .
Regnbogabörn á síðu Stefáns fóru
foreldrar og kennarar að senda
honum þakkarbréf.
„Mér óx þetta í augum en nokkr-
ir kennarar fóm að kasta á milli sín
hugmyndum. Ég fylgdist með úr
fjarlægð á Netinu og lét kanna
hverjir þarna áttu í hlut. Þetta er svo
stórt samfélag að maður veit ekki
hverju og hverjum er að treysta."
Á daginn kom að þetta voru sér-
fræðingar, kennarar og háskóla-
menntað fólk í félagsfræðum sem
hafði tekið sig saman. Á skömmum
tíma höfðu 200 manns skráð sig í
stuðningshóp. Ég lét undan þrýst-
ingi og fór til að halda fyrirlestur.
Prófa það."
Stefán hittir bandarísk börn
Stefán fór til miðríkjanna. „Já,
þarna í Kansas - þar sem Fargó er
tekin. Þar sem skiýtni framburður-
inn er. Heimaslóðir kúrekanna."
Verkefnið var verðugt, að sögn
Stefáns sem fór í afar sérstakan
skóla með erindi sitt. Skólinn er
einstaldega lítill, í einhverju
minnsta þorpi Bandaríkjanna sem
aðeins telur 300 manns - Buncton-
skóli í Missouri. Bekkurinn sem
Stefán hitti var athyglisverður. Þau
höfðu farið í útvarp og sjónvarp og
safnað fé fyrir fórnarlömb fellibyls-
ins Katrínar.
„Jájá, söfnuðu 300 dollurum sem
er mikið fyrir svo lítinn bekk. Kenn-
arinn þeirra, Elísabet Barkey, hafði
hjálpað þeim við þetta en hún hefur
notað Latabæ við kennslu í samfé-
lagsfræði."
3% atvinnuleysi - 80% undir
fátæktarmörkum
Að sögn leikarans voru aðstæður
allar hinar sérstæðustu. Fjörutíu
prósent nemenda í skólanum eiga
foreldra í fangelsi. Há glæpatíðni er
á þessum stað og gríðarleg eitur-
lyfjaneysla í heimahúsum. „Og
meðal bama allt niður í níu ára ald-
ur. Krakk-neysla. Áttatíu prósent
nemenda búa undir fátæktarmörk-
um en samt er ekki nema þriggja
prósenta atvinnuleysi þarna. Ég hef
aldrei á ævi minni staðið andspæn-
ist öðmm eins vandræðum og í
þessum skóla. En þarna stóð ég sem
sagt með þessum krökkum sem
vom nákvæmlega eins og aðrir
krakkar, til dæmis í öldutúnsskóla.
Með bros á vör og höfðu gaman af
því að sjá þennan leikara og spjalla
við hann."
Milljarðafyrirtæki vilja
styrkja Rainbow Children
Eftir þessa lærdómsríku tilraun
fór Stefán að leggja það upp við sitt
fólk í samtökunum hvort ekki væri
Stórfyrirtækin Gener-
al Motors, m&m og
Hersey-súkkulaði-
verksmiðjurnarhafa
Ijáð máls á að styrkja
framtakið.
nú tímabært að breiða út starfsem-
ina. Og nú er í fullum undirbúningi
að skipuleggja allsherjar fyrir-
lestraferð um öll Bandaríldn. En
Stefán leggur á það áherslu að það
sé langhlaup, margrá ára verkefni.
Þegar hafa stórfýrirtæki ljáð
máls á að styrkja fyrirtækið. Stefán
nefnir sem dæmi m&m-sælgætis-
fyrirtækið, Genef al MotNfsöj; Hers -
ey-súkkulaðiverksmiðjurnar. ......
„Mörg stórfýrirtæki hafa gefið
vilyrði og vilja styrkja þetta verk-
efni. En þau koma eldd inn í þetta
fyrr en aJlt er fyrirliggjandi. Þá kem-
ur að þessu gamla góða - fjárstuðn-
ingur heima við þerinan málaflokk
er grátlegur."
Sendir stjórnvöldum tóninn
Nú er sem þykkni upp í huga
hins glaðlynda leikara sem rekur í
löngu máli dæmi um að ísland sé
meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt
fyrir það vanti sárlega stuðning.
„Við höfum verið að fá þrjár
milljónir frá ríkinu á ári. Höfum
þurft að segja upp framkvæmda-
stjóra vegna fjárskorts. Nú er bara
einn starfsmaður þótt um sé að
ræða á annað hundrað
skjólstæðinga sem þarf að sinna.
Við göngumst fyrir fyrirlestraferð-
um um land allt og reynum jafri-
framt að hafa opið hús í húsakynn-
um Regnbogabarna í Hafriarfirði.
Jón Páll Hallgrímsson, sem unnið
hefur kraftaverk meðal annars með
því að opna þennan málaflokk
meðal karla á aJdrinum 18 til 25 ára
þar sem sjálfsmorðstíðni er há, er í
fyrirlestraferð á Akureyri og þarf þá
að loka skrifstofunum í Hafnarfirði
á meðan. Þetta er ömurlegt."
Fjárstuðningur heima af
skornum skammti
Stefán segir að fjárstuðningur
hins opinbera sé ekki í nokkru sam-
hengi við þörfina og hina miklu
starfsemi sem Regnbogabörn reka.
„Við getum ekki endalaust geng-
ið á fyrirtæki. Það gekk fyrsta árið.
Þetta er skelfilegt. Rfkið er að drepa
okkur úr fjársvelti. Má segja það.
Morðtilraun. Við höfum hvað eftir
annað beðið um peninga. Það sem
verður að gera er að taka þessi sam-
tök og opna útibú á ísafirði, Akur-
eyri og Egilsstöðum."
Semingur kemur á Stefán þegar
hann er spurður hvort vera kunni
að starfsemin flytji einfaldlega af
landi brott. „Eins og ég hef oft sagt;
þessi samtök munu aldrei deyja þó
tt ríkið skíti í buxurnar. Árangurinn
er mun meiri en fólk gerir sér grein
fyrir. Við höfum verið að sinna fólki
sem fer með veggjum. Og hefur ekki
farið hátt. En nú munu samtökin
verða sýnilegri."
Ekkiað reka rokkgrúppu
• Stefán segist gjarnan svara
spurningum sem að honum beinast
þess efnis að ekki fari nú mikið fyrir
Regnbogabörnum núna miðað við
það sem var þannig að hann sé
hvorki að reka rokkgrúppu né
„commer-cial" leikhús. „En við höf-
um þróað starfsemina og verðum
sýnilegri. Þegar ég kem heim. Það er
„Munkur nokkur sendi
mér bréfog var ansi
hrifinn. Hann var
tilbúinn að yfirgefa
regluna og koma."
komið að því að bretta upp ermar."
Viðbrögðin sem Stefán og börn-
in í Buncton-skólanum í Missouri
fengu voru mikil. Málið var tekið
upp af þremur útvarpsstöðvum og
tveimur sjónvarpsstöðvum og var
Qallað um framtakið á fjórum for-
síðum dagblaða í Bandaríkjunum.
„Þetta var magnað. Við verðum
að fylgja þessu eftir heima. Við
þurfum að þjálfa upp fólk. Leita
fjármagns til að þýða öll þessi gögn
yfir á ensku til að Jeggja fram."
Frábært tækifæri til að boða
heiminum öllum erindið
Bretland er að vakna líka og
Kanada. Stefáni Karli hefur meðal
annars borist bréf og fengið símtal
frá aðstoðarmanni skólamálaráð-
herra í Kanada. „Já, og Puerto Rico,
Argentína ... Regnbogabörn um
heim allan. RC - Rainbow Children
en allt er þetta á byrjunarstigi og
erfitt um vik þegar aðeins einn
maður er á skrifstofunni á launum
og svo ég í hundrað prósent vinnu
annars staðar. Þannig er þetta nán-
ast ógjörningur. Það þarf að ráða
fólk. Og standa í þessu. Þetta er frá-
bært tækifæri sem við megum ekki
láta fara forgörðum. Við óskum eft-
ir því að fá til liðs við okkur sérfræð-
inga og aðra til að hjálpa okkur að
nota þetta tækifæri. Þetta eru sam-
tök sem ekki er ætlað að græða pen-
inga heldur aðeins að eiga nóg til að
geta hjálpað þessum lcrökkum og
fullorðnum, kennurum og foreldr-
um að takast á við þennan vanda."
Furðuleg bréf frá föngum
og munki
Vegur Stefáns Karls í Bandaríkj-
unum fer mjög vaxandi. Nokkrar
aðdáendasíður hafa verið settar
upp og í fyrra fékk hann send 43
þúsund bréf.
„Já, þetta eru Bandaríkin. Hér
búa 300 milljónir. Munkur nokkur
sendi mér bréf og var ansi hrifinn.
Hann var tilbúinn að yfirgefa regl-
una og koma. Ég veit eiginlega ekki
hvað hann vildi gera. Eyða með mér