Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Page 36
36 LAUCARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 Helgarblað DV SAMANBURÐUR Anna Día Erlingsdóttir íþróttafræðingur og golfleiðbeinandi leggur áherslu á skemmtun og alvöru þegar hún kennir vatns- leikfimi. Helgarblaðið hitti hana við kennslu til að forvitnast um starf hennar og hvort eldri borgarar væru þægir nemendur. Englnn muniir á eldri og yngri bnrgurum „í sjálfu sér er munurinn enginn," svarar Anna Día þegar við forvitn- umst um hvort hún finni mun á að kenna yngra fólki eða eldri borgurum. „Auðvitað þarf maður að taka tillit til mismunandi einstaklinga burt séð frá aldri. Mér finnst frábært að kenna og taka þátt í vatnsleikfimi bæði með yngra og eldra fólki. Það er ekkert eins gott og að byrja daginn á því að hreyfa sig vel í vatnsleikfimi sama með hverjum maður er." Dugleg og jákvæð „Ég kenni vatnsleikfimi fyrir há- degi í Mýrinni í Garðabæ," útskýrir hún stolt og heldur áfram: „Árið 2000 stofnaði ég Golfleikjaskólann ehf. sem sérhæfir sig í að kynna golfíþrótt- t*. ina fyrir sem flestum. Þar er lögð áhersla á að æfingar séu í skemmti- legum leik og í alvöru," útskýrir Anna Día orkumikil og jákvæð en þessa dagana er hún verkefnastjóri fyrir fjáröflunarverkefniö „Bleiki bikarinn" sem gengur út á að fá sem flesta golf- klúbba landsins til að haida samnefnt golfmót. „Allur ágóði rennur óskiptur til brjóstakrabbameinsrannsókna á rannsóknastofú Krabbameinsfélags- ins í sameinda- og frumulífffæði." Ávextir góðir sem millimál „Góður og nægur svefn er mikil- vægur. Það besta sem ég geri er að fara snemma að sofa, fyrir klukkan ellefu á kvöldin og vakna fyrir klukkan sjö á morgnana og drífa mig í vatnsleikfim- ina. Nauðsynlegt er að gefa sér tíma til þess að útbúa góðan og hollan mat, setjast niður í rólegheitum og njóta þess að borða. Æskilegt er að nota ávexti og grænmeti sem millimál. Mikilvægt er að njóta lífsins og hlakka til næsta dags og nauðsynlegt er að gleyma ekki að hugsa um og rækta sjáfan sig og hugsa vel um bömin sín, maka og sína nánustu," segir hún ljúf og bætir við í lokin að ekki megi gleyma því að stundum er gott að gera ekki neitt og láta hugann reika. elly@dv.is Hraust,jákvæð & með- vituð „Það er engin heilsa | án geðheilsu. Andlegt og llkamlegt jafnvægi þarfað vera til staðar til þess að manni llði sem best." fSpáðíÖnnuDíu Fædd: 04. nóvember 1957 - SPORÐDREKI Anna Día vill allt eða ekkert ef marka má stjörnukort hennar (góður kost- I ur). Hennar lífsregla er sú að ef mað- I ur er að gera eitthvað merkilegt þá | skuli maður sökkva sér á kaf í það. I Hér er á ferðinnl athafnakona sem er viljasterk og með eindæm- um klár í því að grípa hvert tækifæri og fylgja eftir hugboð- um sínum. Einnig er gaman að sjá að hún laðast að spennandi ævintýrum og þekkingu og svo er hún alltaf vak því að finna nýjar uppsprettur. Einmitt þess vegna er hún virk í golfkennslunni og þeim óteljandi verkefnum sem henni hafa verið falin. Sterk og raunsæ Ljónið (Krístján) er ákveðið í sambandi við vogina (Þorgerði) sem er sterk og raunsæ. Vogin býr yfir öflugum hemaðaranda sem hún nýtir aðeins þegar um mikil- væg mál er að ræða og það lfkar ljóninuvel. Vinátta þessara einstaklinga sem um ræðir er gulls ígildi en til að hafa stjóm á aðstæðum dregur vogin sig oftast nær í hlé þegar hitnar í hamsi sjaldan því hér em á ferðinni tveir þroskaðir einstaklingar sem elska hvort annað. Þau halda áfram að vinna markvisst samkvæmt eigin draumum og stefiia jafnframt stöðugt að því að efla hvort annað. Þau taka sameinuð á móti nútím- anum eins og hann birtist og em fær um að sjá það failega sem til- veran færir þeim og - rómantískur - glæsilegur - kröfuharður - hátt sjálfsmat - formlegur & hlýr - skemmtilegur - býryfir innri ró & samræmi - tælandi, munaðarleg & aðlaðandi - listræn & siðfáguð - reynist auðvelt að ná fétagstegum samböndum - samvinnuþýð -sterk Laugardagur „Á laugardaginn er ég í fríi og má því gera allt sem mér dettur í hug. Um morguninn ætla ég þvi að skella mér í Vesturbæjarlaugina, en að því loknu fer ég í fjölskyldumáltíð, þar sem allir eiga að koma með eitthvað," segir Bergþór Pálsson söngvari með meiru og bætir við: „Eftir hádegið er aldrei að vita nema ég drífi mig á Kalla á þakinu því að það er eina barnasýningin í bænum sem ég á eftir að sjá. Barna- sýningar þykja mér sérlega skemmti- legar. Ég er reyndar að læra hlutverk í einni slíkri á sænsku, Undir dreka- væng, eftir Misti Þorkelsdóttur og MessíönuTómasdóttur, sem verður farið með til Finnlands í mars. Ég hlakka mikið til, því að þetta hefur ver- ið sýnt yfir sextíu sinnum hér á landi og er einstaklega ánægjulegt verk- efni." Heiðra minningu Þorstelns Gytfasonar „Eftir sýninguna á laugardeginum ætl- um við koma nokkur saman og heiðra minningu Þorsteins Gylfasonar sem lést í fyrra. Garðar Cortes ætlar að syngja Vorið eftir Grieg í þýðingu Þor- steins," segir Bergþór og Ijómar við frásögnina: „Þetta verður svo skemmtilegt." Síðan set ég eitthvað gott í ofninn," segir hann og heldur áfram eftir smá umhugsun: „Sennilega verður það kjúklingur." Sunnudagur „Það er frumsýning á Öskubusku eftir Rossini á sunnudaginn. Því fylgir mikil tilhlökkun en þó léttur fiðringur i mag- anum," svarar Bergþór þegar við biðj- um hann um að útlista hvað sunnu- dagurinn færir honum. „Einn skemmti- legasti þáttur starfsins eru einmitt síð- ustu metrarnir fyrir stórverkefni því þá þarf maður að sjá til þess að vera f sínu besta formi og því fylgir mikið dekur og lúxus." öskubuska er fjörug ópera „Grunnurinn er þá oftast góður svefn og Vesturbæjarlaugin. Raunar held ég að mörg vandamál mannkynsins leyst- ust sjálfkrafa, ef þetta tvennt væri í lagi, svefn og hreyfing. Að því loknu fer ég að setja í gang, humma og fara í gegnum hlutverkið, texta, innkomur á svið, fataskipti og þess háttar. Svo mæti ég í Óperuna um sexleytið, dríf mig í sturtu og fæ meðhöndlun hjá skvísunum, greiðslu og smink. Eftir það er bara að einbeita sér og skemmta sér. Öskubuska erfeikilega fjörug ópera, hún byggir á sögunni sem allir þekkja. Söngvararnir eru hver öðrum betri og ýmsir sem koma frá- bærlega á óvart, eiginlega get ég ekki tekið einn fram yfir annan því að hér er aðeins um toppfólk að ræða. Eftir sýn- inguna verður svo húllumhæ á svölum Óperunnar með freyðivíni og konfekti. Sódavatn fyrir mig takk, en ég mun áreiðanlega taka vel til matar míns af smákökunum. Þetta er indælt líf." Frumsýning framundan„/( Sunnudags- morgnum erdásamieg að fara fgöngutúra og ég býst við að skella mérfeinn laufléttan mn að Elliðaám eða út á Seltjarnarnes "

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.