Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2006, Page 42
42 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006
Helgarblað DV
„Að einhverju leyti yrði ég tals-
maður fatlaðra, það er ekki spuming
en ég trúi því að ég hafi ýmislegt ann-
að fram að bjóða. Ég er fjölskyldu- og
námsmaður svo skóla-, umhverfis-
og fjölskyldumálin eru ofarlega á
baugi hjá mér líka," segir Bergur Þorri
Benjamínsson sem býður sig fram í
fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðis-
manna á Akureyri sem fram fer 11.
febrúar næstkomandi.
Bergur Þorri lamaðist fyrir neðan
mitú árið 1999 þegar hann var rétt
rúmlega tvítugur. Hann hafði unnið
sem handlangari verktaka og var uppi
á þaki íþróttaskemmunnar á Akureyri
þegar slysið átti sér stað.
„Ég steig í gegnum þunna klæðn-
ingu og datt við það aftur fyrir mig og
lentí á bakinu," segir Bergur þegar
hann er beðinn um að lýsa aðdrag-
anda slysins. „Þetta var nú ekkert
rosalegt fall, rétt um 3-4 metrar en ég
lentí á steinsteypu sem gaf eðlilega
ekkert eftír.“
Skiptir sjálfur um dekk
Bergur var fluttur suður í skyndi
þar sem hann áttí eftir að dvelja
næstu mánuðina. Hann slasaðist í júlí
en var kominn aftur heim á Akureyri í
nóvember og farinn að geta séð um
sig sjálfur, keyra bfl og annað í maí.
„Um leið og beinin í bakinu höfðu
gróið og skrokkurinn jafriað sig var ég
tiltölulega fljótur að ná mér,“ segir
hann.
Fyrst um sinn héldu vinir og kunn-
ingjar í þá von að Bergur myndi fá
mátt í fætuma að nýju. „Það var nátt-
úrulega ákveðin óskhyggja. Fólk gerði
sér ekki alveg grein fyrir að með brot-
ið bak og skaddaða mænu verður ekki
aftur snúið. Þú færð ekkert rafrnagn ef
þú klippir á símasnúru,“ segir hann
en bætir við að hann hafi sjálfur hald-
ið í vonina um fullan bata um tíma.
„Það þýðir samt ekkert að vera í
afneitun því þannig syndirðu á mótí
straumnum sem gengur ekki. f dag
geri ég allt sem mig langar og læt
Bergur Þorri Benjamínsson lamaðist fyrir neðan mitti árið 1999 eftir að hafa dottið niður af þaki
íþróttaskemmunnar á Akureyri. Bergur Þorri og eiginkona hans eignuðust fyrir stuttu yndislega
tvíbura. Auk föðurhlutverksins er Bergur að klára viðskiptafræði i Háskólanum á Akureyri og
býður sig nú fram í fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna þar í bæ. Bergur Þorri segir algengt
að fólk verði algjörlega upptekið af sjálfu sér og sínum vandamálum eftir erfið slys en mikilvægt
sé að sætta sig við gefinn hlut og halda áfram með lifið.