Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 4
i
4 ÞRIÐJUDACUR 28. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, er á góðum batavegi
eftir alvarlegt hjartaáfall í síðustu viku. Valgerður Guðmundsdóttir, menningar-
fulltrúi í Reykjanesbæ og eiginkona Hjálmars, undirbýr nú heimkomu hans en
næst á dagskrá er hvíld og aftur hvíld.
Þeir settu
svip á bæinn
Þjónustu- og þróunar-
ráð Hafnafjarðarbæjar hef-
ur ákveðið að stofna til
verðlauna sem munu kall-
ast Viti Hafnarfjarðarbæjar
„Þeir settu svip á bæinn".
Verðlaunin eiga að vera
viðurkenning til fyrirtækis,
stofnunar eða félags sem
með starfsemi sinni hefur
vakið athygli í bæjarfélag-
inu og aukið og bætt ímynd
Hafnarfjarðar sem bæjarfé-
lags. Þriggja manna dóm-
nefnd, með bæjarstjórann
Lúðvík Geirsson í forsvari,
mun svo velja vinnings-
hafann.
Með hass
á Hrauninu
Arnar Hjartarson játaði í
Héraðsdómi Suðurlands
fyrir skömmu að hafa í
mars á síðasta ári
haft í vörslu sinni
um sjö grömm af
hassi í klefa sín-
um á Litla-
Hrauni. Arnar
afplánar þar sjö
mánaða dóm sem
hann fékk í maí
fýrir þjófnað.
Fangaverðir
fundu hassið á
hillu við sjónvarp
og í dunki undir fæðubót-
arefni á efri hillu, við leit í
klefa Arnars. Nokkrum dög-
um síðar fundu fangaverðir
svo smáræði af hassi í bux-
um Arnars eftir að fíkni-
efnahundur merkti lykt af
fíkniefnum af buxum hans.
Arnari var ekki gerð sérstök
refsing vegna brotanna.
Kurr í
flugskólum
Alþingi áætlar að fella
niður lög um Flugskóla ís-
lands þar sem laganna þarf
ekki lengur við vegna
einkavæðingar skólans. í
maí á síðasta ári seldi ríkið
allt hlutafé sitt til nokkurra
hluthafa sem þegar áttu í
skólanum, en stjórnendur
Flugskólans óttast að með
niðurfellingu laganna verði
styrkur ríkisins til bóklegrar
atvinnuflugmannskennslu
felldur niður. Aðrir flug-
skólarekendur benda á að
styrkur til eins skóla sem
veiti þessa þjónustu, en
ekki annarra, geti jaðrað
við jafnræðisreglu stjórnar-
skrárinnar.
Hjálmar Ámason, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins, er á
góðum batavegi eftir alvarlegt
hjartaáfall. Hjálmar dvelur enn á
Landspítalanum þar sem hann
gekkst undir velheppnaða hjarta-
aðgerð.
„Honum líður bara vel og nú tek-
ur góð hvíld við," segir Valgerður
Guðmundsdóttir, eiginkona Hjálm-
ars og menningarfulltrúi í Reykja-
nesbæ. „Ég á ekki von á að hann
verði mikið lengur á sjúkrahúsinu og
býst við honum heim hvað úr hverju.
Mér skilst að það sé hvfldin sem
skipti nú öllu og hana fær hann,"
segir eiginkonan sem að vonum er
fegin að allt skuli hafa farið á besta
veg því ekki var útlitið gott. Valgerð-
ur var einmitt með eiginmanni sín-
um á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ
þegar hann hné niður og þurfti raf-
lost til að lífga hann við á ný.
Hress á fundinum
Hjálmar var á stjórnmálafundi á
Flúðum í síðustu viku ásamt félög-
um sfnum úr Framsóknarflokkn-
um. Virtist hann hinn hressasti á
fundinum og fékk far með Guðna
Ágústssyni landbúnaðarráðherra í
bæinn aftur. Lét Guðni Hjálmar út
við Rauðavatn þar sem bfll
„Mér skilst að það sé
hvíldin sem skipti nú
öllu og hana fær
hann," segir eiginkon-
an sem að vonum er
fegin að allt skuli hafa
faríð á besta veg því
ekki var útlitið gott,
Valgerður Guðmundsdóttir
Undirbýr heimkomu Hjdlmars af
sjúkrahúsi á heimili þeirra á
Faxabrautinni í Reykjanesbæ.
Hjálmars var. Þaðan ók Hjálmar
sem leið liggur til heimilis síns í
Keflavík.
Stingur í brjósti
Á leiðinni kenndi Hjálmar sér
einskis meins en var ekki fyrr kom-
inn heim en hann fékk alvarlegan
sting fyrir brjóstið, svo harkalegan
að hann og Valgerður þorðu ekki
annað en fara beint á sjúkrahúsið í
Reykjanesbæ. Þar hné Hjálmar
niður sem fyrr sagði.
Hvíld á Faxabraut
„Ég hafði ekki orðið vör við neitt
heilsuleysi hjá Hjálmari áður og
hann ekki heldur. Þetta gerir ekki
boð á undan sér," segir Valgerður
sem ætlar að hlúa vel að bónda sín-
um þegar hann kemur heim. Þó
telur hún ekki ástæðu til að taka sér
frí frá vinnu sérstaklega vegna
þessa; Hjálmar sé það hress og
þurfi í raun ekki annað en hvfld. Og
hana fær hann heima Á Faxabraut-
inni í Reykjanesbæ.
Danmark er et lille land
„Ég hefþað bara stórgott," segir Guðmundur Karlsson, þjálfari bikarmeistaraliös
Hauka í kvennahandknattleik.„Það er alltaf ákveðið spennufall eftir svona sigur, en
það er alltafgaman þegar vel gengur. Við stefnum auðvitað líka á Islandsmeistaratit-
ilinn. En það er mjög strembiö prógram framundan, við þurfum að vinna alla fimm
leiki sem við eigum eftir til þess að geta orðið meistarar. En eins og ég segi, auðvitað
stefnir maðurá alla titla sem er íboði."
Nú er komið á daginn að lóða-
skorturinn í Reykjavík er svo geig-
vænlegur að menn verða að fara til
útlanda vilji þeir bæta á sig fáeinum
húsum.
Aðeins þeir alhörðustu ná að
kaupa sér hús í miðbæ Reykjavíkur.
Og þeir sem á annað borð hafa til
þess hæfileika líta helst ekki við
nema heilli húsaþyrpingu með göt-
ur á fjórar hliðar. Það er ekkert of-
boðslega mikið til af svoleiðis reitum
í bænum svo þeir sem verða undir í
samkeppninni hrekjast hreinlega úr
landi með sína annars ágætu
peninga.
aðferð. Það væri ekki einu sinni
hægt að setja þessa keppni á lengj-
una því úrslitin eru svo borðleggj-
andi.
Möguleikarnar eru endalausir í
Danmörku fýrir útsjónarsamar auð-
valdsbullur eins og Danir myndu
kalla okkar menn.
Það verður sætur dagur þegar
Björgólfur Guð kaupir Tuborg-
verksmiðjurnar og gefur öllum
afslátt. Og það er bara tímaspursmál
hvenær Jón Ásgeir kaupir Tívolí og
Geir Ólafs verður þar öll kvöld sex
daga vikunnar.
Best verður þó þegar við hefnum
fýrir 14-2 tapið alræmda.
Það verður daginn sem Björgólf-
ur Guð kaupir Idrætsparken.
Og leggur hann
niður. ; dExt- .
Svarthöföi
Svarthöfði hefur fyrir satt að Jón
Ásgeir og Björgólfur Guð séu búnir
að kaupa hálfa Kaupmannahöfn fyr-
ir slikk. Danir sjálfir vita ekki hvort
þeir eru að koma eða fara enda ekki
vanir öðrum fasteignaviðskiptum en
að kaupa kannski andelsbolig eða í
hæsta lagi rækkehus í Gladsaxe
kommune.
Þetta er kannski ójafn leikur:
Flottustu milljarðamæringar ofan af
íslandi keppa við danska svefnsófa-
komma í kapítalisma með frjálsri
Hvernig hefur þú það?
i