Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDACUR 28. FEBRÚAR 2006 39 Spurning dagsin Ervorið komið? Vorveðurá vitlausum tíma „Það er komið, en það er mjög hætt við að það fari aftur og komi svo seinna. Nú er vorveður, en bara á vitlausum tíma." Páll Bergþórsson veðurstofustjóri. „Svo er ekki, það fer kólnandi næstu daga. Það á eft- iraðkólna meira." Ásdís Auðuns- dóttir veður- fræðingun/ „Nei, það erekki komið. Ég býst við að það muni kólna aftur." Trausti Jóns- son veður- fræðingur. „Ég N myndi segja nei, það mun kólna næstu daga. Kannski I fyrra lagi. Við þurfum að blða aðeins." Theodór Freyr Hervarsson veðurfræð- ingur. .■ „Mérsýn- ist í kortunum að hann sé að fara að kólna. Það er alls ekki óalgengt að mars sé kald- ari en febrúar þó ég treysti mér ekki til að spá neinu um það i ár." Haraldur Ólafs- son veðurfræð- ingur. y Hlýindi undanfarinna daga hafa fengið suma til þess að trúa því að vorið sé komið óvenjusnemma í ár. Mikil birta hefur verið áberandi og hafa margir landsmenn gripið í grillið, þrátt fyrir að enn sé febrúar. Þó virðast veðurfræð- ingar ekki vera á því að þessi hlýindi séu varanleg. Gullfiskaminni Valgerðar Viðskiptaráðherra átti ekki orð til að lýsa hneykslun á Lúðvík Bergvinssyni þegar| hann mæltist til þess að hún léti í ljós ósk um að Fjár- málaeftirlitið skoðaði hvort einka- væðingarnefnd forsætisráðherra hefði verið blekkt varðandi eignar- aðild þýsks banka að Búnaðarbankanum þegar hann var einka- væddur. „Hvar er Samfylkingin eiginlega stödd á þróun arbrautinni?" spurði ráðherrann og tók bakföll einsog með trukki og dýfu. Hún hafði aldrei heyrt neitt jafn fáránlegt og að viðskipta- ráðherra leyfði sér að hafa skoðun á aðgerðaleysi eft- irlitsstofnunar einsog Fjár- málaeftirlitsins. Mér hló hugur í brjósti. Ég mundi nefhilega að árið 2000 barst annarri eftirlitsstofnun ráðu- neytisins, Samkeppnisstofnun, bréf þar sem kvartað var yfir seinagangi og aðgerðaleysi. Bréfið varðaði samráð olíufélaganna. Hver skyldi nú hafa skrifað það? Engin önnur en Val- gerður Sverrisdótt- ir! Þá rifjaðist það upp fyrir mér að í líffræðinni er | vel þekkt sú stað- reynd að gullfisk- ■ arnir synda J stöðugt í hringi af því þeir hafa svo stutt skammtima- minni að þeir eru aUtaf að upp- götva eitthvað nýtt. Það er hið fræga þriggja-sekúndna-minni. Valgerður tekur þessari göfugu tegund, gullfísknum, töluvert fram þó geðbrigði hennar minni stundum á hæng í látum - en á hringsólinu í ráðuneytinu man hún samt ekki bréfín sem hún sendir sjálf. Undir hvaða stig á þró-' unarbrautinni myndi, það nú falla? Á því hefur besti vinur' hennar, landbúnaðar- „ ráðherrann, örugglega skoðun. Össur Skarphéðinsson alþingismaður ritar á ossur.hexia.net Frú Kolbeins og kolkrabbaíhaldið Á hinn bóginn virtist erindi Guð- bjargar Hildar Kolbeins beinast fyrst og fremst að stærsta fyr- irtækinu á markaði, 36S- miðlum. Hún fjaUaði af miklu fjöri um alla þá erf- iðleika sem þvi væru sam- fara að stofna nýja sjón- varpsstöð á íslandi, og rak sig þar á ótrúlegar hindranir sem hún kenndi um mest- anpart Baugsveld- ^ inu illa. Flestar þeirra virtust þó vera hinar 4 | sömu og við stofnun hvaða fyrirtækis sem er á hörðum samkeppnismarkaði - nema þær sem mundu hverfa eða slakna við reglur um flutningsskyldu dreifí- veitu. Ætli sé ekki kominn tími til að alminlegt fólk losi sig við þessa ofsóknarkenndu sýn á 365-miðlana. Það er einsog þar sameinist gamla kolkrabbaíhald- ið í söknuði sínum eftir að hafa ekki getað gleypt aUt á íslandi og svo ungt menntafólk sem viU í eigendum Baugs og yfírmönnum 365 imynda sér hina einu sönnu Mördokka íslands. Mörður Arnason alþingismaður ritar á mordur.is Guðbergur Bergsson skrifar um hrörnun Evrópu og örlæti Landsbankans Einhverjir sem standa að Landsbankanum hafa verið svo örlátir við Listasafn íslands að gefa því það mikið fé að gestir þurfa ekki að borga að- gangseyri. Þetta er þakkarvert. En dræm aðsókn hefur ekki stafað af háum aðgangseyri heldur áhugaleysi. Við athöfnina var sagt að söfti væm yf- irleitt ókeypis erlendis sem er rangt. Það kostar hálfu meira en hér að sækja söfn í Frakklandi og á Spáni, samt em þau full. Daglega fara á þau fleiri en á knattspymuvelli og þau skila meiri hagnaði. Varanlegt aðdráttarafl þessara landa byggist á menningu, ekki baðströndum. Hér er önnur saga vegna þess að almenningur hefur aldrei tengst málaralist traustum böndum heldur í mesta lagi myndum til ac hengja á vegg. Svipaða sögu er að segja um ritlistina. Við tengjumst bókum með bulli og hillum. Örlæti bankans mun líklega ekki hafa önnur áhrif en þau að að- sóknin eykst í byrjun vegna nýj a- brums og fréttar um upphæð- ina enda er fólk slitið úr tengslum við liðna tíð og eygir hvorki samtíð sfna né sér til ffamtíðar, er hvorki þjóðlegt né alþjóðlegt. í útlöndum fara menn ekki beinlínis á hin stóm söfn til að sjá myndlist heldur líkir hver eftir öðrum í þessu efni sem öðm. Að lfkja eft- ir er ríkt í eðli okkar en ekki að sækjast eftir verðmæt- um. Söfn em fráleitt lifandi fortíð heldur eftirliking af henni. í kringum þau er fátt að gerast í samtímalist. Á svið- inu er athafnasemi og læti. Astæðan fyrir hrömun Evr- ópu er sú að þjóðir hennar hafa breyst í risastór þjón- ustufyrirtæki sem framleiða ekkert ffjótt og mark- vert. Þær reyna að komast inn á markaði Austíu- landa til að selja nýju millistéttinni leifar af fortíð sinni, ilmandi tískuvömr, og láta fátæklinga þar framleiða aðrar ódýrari. Söfrún em líka í þjónustu- íflutverki og segja við gesti: Svona fögur og þróttmik- il var Evrópa á sinni uppgangstíð! En það mundi gagnast lítið þótt Listasafii Islands sýndi ferðamönn- um aðeins landslagsmyndir ef þeir fæm síðan að leita og fyndu ekkert annað en náttúm sem hefur verið rifin í tætlur. a.lla.r i Guðbergur Bergsson bqíiámgi HRINGDUINN JRETTOG FAÐU PENING PflTI 1)U SflMA liJÖRniS SllVIANOTT OG FllllSfl Sástu einhvern frægan gera eitthvad fyndið? Veistu eitthvað sem enginn annar veit? Af hverju ekki að hringja i Hér & nú og fá greitt fyrir fréttaskot? Fréttaskotssíminn okkarerSSO 5070. id 15.000 krónurfyrir. Ef Láttu i þér heyra og þú qætir átt fréttasljot vikunnar 01 fréttin pín fer á forsiðu færðu 5.000 kronur og 3.0ÖC Láttu endilega i þér heyra. ;ronur ef hún ratar inn i blaðið Jím- -t.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.