Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDACUR 28. FEBRÚAR 2006 Síðast en ekki síst DV Öskudagsball á sprengidegi Langflestir þeirra sem gera eitt- hvert búningasprell í tilefni ösku- dagsins gera það á miðvikudag- inn - öskudaginn sjálfan. Þetta á hins vegar ekki við um íbúa Raufarhafnar sem í dag ætla að vera með grímuball þar sem kötturinn verður sleginn úr rx'VKji tunnunni. EXSæm „Hjá okk- ur er þetta alltaf á sprengidegi. Ballið byrjar klukkan sex og svo fara bömin bara heim og borða sprengi- mat. Síðan eiga þau frí á öskudag og safna nammi. Beinagrind Það borgar sig að mæta í búningi á grimuballið í Hnitbjörgum á Raufarhöfn ikvöid. Þá kostar helmingi minna inn. Þá ganga þau á milli húsa og fyrir- tækja og syngja," segir Guðný Hmnd Karlsdóttir, bæjarstjóri á Raufarhöfh. Guðný segist ekki viss hvers vegna þessi hefð sé á Raufarhöfn. „Þetta er bara þægilegra svona því þá er frí daginn eftir," segir hún og tekur undir að í kvöld verði ein- faldlega almenn hátíðar- stemmning í bænum. Fyrir þá sem ætla að mæta má upplýsa að grímuballið hefst klukkan átján í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Er það for- eldrafélagið sem gengst fyrir ballinu sem nær há- punkti í krýningu tunnu- kóngs eða tunnu- drottningar. Það besta er þó kannski að þeir sem mæta í grímubúningi fá helmingsafslátt aðgangaseyrinum; borga 300 krónur í staðinn fyrir 600 krón- ur. „Aðaiatriðið er að vera ekki myndaður ógrímuklæddur. Það getur orðið tilefni mikillar stríðni." Guðný Hrund Karls- dóttir „Þetta er bara þægilegra svona því þá er fri daginn eftir," segir bæjarstjórinn. Hvað veist þú um Danmörku 1. Hvað heitir utanríkisráð- herra Dana? 2. Á hvaða eyju er Kaup- mannahöfn? 3. Hversu stórt er landið? 4. Hversu margir búa í Dan- mörku? 5. Hversu langt er frá Kaup- mannahöfn til Árósa? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Hann eræðis- legur drengur," segir Rut Þor- steinsdóttir, móðir Davíðs Olgeirssonar sem söng og samdi lagið Strengjadans í Eurovision sem fram fór um þarsið- ustu helgi. „Hann var i MH og var íkórnum sem gerði mikið fyrir hann. Hann hefur alltaf verið félagsvera og tekið þátt í öllu sem hann hefur getað komistyfir. Það kom mér á óvart að hann tók þátt i Eurovision en allt I einu datt honum!hug að senda lagið og það var bara bónus að hann komst inn. Hann hafði bara gaman afþessu og svo voru náttúruiega allirsimaráheimilinu notaðir tilþess að styðja hann. Hann er al- veg frábær, gott að hafa hanni kringum sig." Rut Þorsteinsdóttir er móðir Davíðs Olgeirssonar tónlistarmanns og framkvæmdastjóra. Hann er fæddur 12. desember 1978 og er menntaður viðskiptafræðingur úr HR. Davíð vann í herrafataverslun og hefur alltaf sýslað í tónlist þess á milli og stóð sig ágætlega þegar hann söng lagið Strengjadans sem kastaði fram háspekilegum vangaveltum um lífið ogtilveruna. FRUMLEGT hjá Einari Bárðar að færa okkur Wig Wam - aftur. Símaskráin prentuð í útlöndum Pnlland er betri kostur en Oddi Ákveðið hefur verið að prenta Símaskrána 2006 í Póllandi. Missir Prentsmiðjan Oddi þar með vænan spón úr aski sínum en Oddi hefur prentað Símaskrána um áratuga- skeið. „Við erum að leita leiða til að vinna hlutina eins vel og hægt er. Þess vegna látum við prenta Símaskrána í Póllandi," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já!, sem er dótturfyrirtæki Símans og sér um útgáfu Símaskrárinnar auk þess að sinna símaþjónustunni í 118. „Það er orðin mikil sérhæflng í prentun sfrnaskráa víða um heim og þess vegna leitum við til Póllands. Þar í landi standa menn framarlega á þessu sviði." Þorgeir Baldursson Framkvæmdastjóri Odda segir öll verkefni prentsmiðjunnar mikil- vægrþar með talin prentun Simaskrárinnar. Símaskráin 2005 kynnt Liklega ísíðasta sinn sem útkomu hennar er fagnað með við- höfn hérá landi. Prentum Símaskrárinnar hefur verið snar þáttur í starfsemi Prent- smiðjunnar Odda um áratugaskeið en prentunin hefur yfirleitt staðið yfir í tvo mánuði á ströngum vöktum. Þorgeir Baldursson, framkvæmda- stjóri Odda, er þó ekki margmáll um þessar breytingar sem nú eru að verða: „öll verkefni eru mikilvæg," segir hann. Engar bækur á íslandi eru gefnar út í jafhstóru upplagi og Símaskráin. Að sögn Sigríðar Margrétar hjá Já! er Símaskráin að jafnaði prentuð í 230 þúsund eintökum og kannanir sýna að hún sé til á 80 prósentum íslenskra heimiJa. Hefur lítið dregið úr út- breiðslunni þrátt fyrir tilkomu netsins Ósköp indæl kerling Gamla myndin að þessu sinni er tekin í júní 1990 er Elísabet Bret- landsdrottning kom í heimsókn hingað til lands. Hér er hún við há- borðið í veislu á Hótel Sögu ásamt forsætisráðherrahjónunum og frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta. „Þetta var ósköp indæl kerling ef svo má að orði komast. Mjög mannleg og viðkunnanleg," segir Steingrímur Hermannsson, þáver- andi forsætisráðherra, um heim- sókn drottningar. „Ég fór síðar með þau hjónin, Elísabetu og Filippus prins, í heim sókn til Þingvalla og sýndi þeim AJ- mannagjá og Lög- berg. Það var létt yfir þeim hjónum í ferð þeirra hingað og ég man að við Filippus áttum nokkur orðaskipti á Þingvöllum um barneignir. Honum fannst víst mikið að ég ætti sex börn en hann á þó fjögur sjálfur. Sigriður Margrét Odds- dóttir Framkvæmdastjóri Já! segist einfaldlega reyna að gera eins vel og hægt sé og því verði Símaskráin 2006 prentuð ÍPóllandi Símaskráin er að jafnaði prentuð í230 þúsund ein- tökum og kannanir sýna að hún sé til á 80 pró- sentum íslenskra og aðrar kannanir sýna að Síma- skránni sé flett minnst tvisvar í viku á þeim heimilum sem á ann- að borð eiga hana. Díana Sigurðardóttir hjá Odda, sem hefur haft með prentun Síma- skrárinnar að gera undanfarin ár, vissi ekki af þessum breytingum þegar haft var samband við hana í gær. Sagði hún undirbúning að prenmninni fyrir árið 2006 þegar komna í gang hjá Odda en sá undir- búningur hæfist alltaf í byrjun hvers árs. Sem fyrr greindi vildi fram- kvæmdastjóri prentsmiðjunnar sem minnst tjá sig um málið sem hlýtur þó að vera snar þáttur í rekstri Odda. „Svona er þróunin og við erum bara að reyna að gera hlutina eins vel og hægt er. Þess vegna látum við prenta Símaskrána í Póllandi," segir Sigríður Margrét, framkvæmda- stjóri Já! Veislan Elísabet Bretadrottning i veislu á Hótel sögu ásamt forsætisráðherrahjónum og for- setanum.Á innfelldu myndinni er Steingrlmur Hermannsson í dag. Krossgátan Lárétt: 1 gagnslaus,4 fjötrar, 7 fálki, 8 spildu, 10 druna, 12 stækkuðu, 13 kvæði, 14 tré, 15 gála, 16sefa, 18hljómur, 21 bitlaus, 22 verkfæri, 23 gort. Lóðrétt: 1 kverk,2 aldur, 3 smjaður, 4 djarfur, 5 fugl, 6 ferðalag, 9 svar- dagi, 11 ágengur, 16 klæðnaður, 17 beiðni, 19 gruna, 20 höfða. Lausná krossgátu •dnu 07 eto 6L >|S91 froj 91 'uupX l l 'Jngp 6 'Jni 9 'UJO s 'jojsunöntj y '\\e6in6ej £ '|Aæ z 'ISQ L •dnej tz '!>|æi ZZ 'J9Í|S LZ 'uuoi 81 'ec 9L 'sæö sl 'Q!9lu h 'juqo £L 'n>|n zi 'Jáu6 oi '6]ai 8''Jn|6A z'WQi| \r'J&W L :u?Ji Veðrið W *W$aW JMPf MHBHi « b£2>>** Q BQb 0 Q ?,* Hfe . BQ3 bQí' □Ö? □ ? B D 0'$^ I bB bSí böá 1. Per Stig Möller. 2. Sjálandi. 3.43 þúsund ferkílómetr- ar. 4.5,4 milljónir manna. 5.178 kílómetrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.