Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR28. FEBRÚAR2006 33 Það er yfirleitt alltaf stemmning á Nýhil-ljóðakvöldunum, en nú troða fleiri kon- ur upp en venjulega. Þar má nefna Diddu, Þórunni Valdimarsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur. Aðstandendur eru kátir yfir því að finna raunverulegt jafnrétti spretta fram og bíða í ofvæni eftir gjörningi frá listakonunni Ingibjörgu Magnadóttur. I i | I Ingibjörg Magnadóttir, I Kristín Eiríksdóttir og I Ófeigur Sigurðsson Á I þessu þjóðlega og merkilega I kvöldi troða þau upp á Ijóða-1 I kvöldi á Café Rosenberg. f kvöld, sjálft sprengidagskvöld, stendur Nýhil fyrir uppákomu á Café Rosenberg við Lækjargötu. Að sögn Kristínar Eiríksdóttur, sem er eitt af skáldunum sem fram koma í kvöld, er það tilviijun að Nýhil- kvöldið ber upp á þennan þjóðlega og merkilega dag. En hún er spennt fyrir kvöldinu og nefnir sérstaklega að myndlistarkonan Ingibjörg Magnadóttir sé nýgengin til liðs við Nýhil og að hún sé þekkt fyrir ein- staklega krassandi gjörninga. Án efa muni hún fremja einn slíkan í kvöld og síðan lesi menn upp úr því sem þeir eru að bardúsa við þessa dagana. Auk Kristfnar og Ingibjarg- ar munu koma fram Haukur Már Helgason, Þórunn Valdimarsdóttir, Didda, Ófeigur Sigurðsson, Guðrún Eva Mínervudóttir og Kari Ósk Ege. Kynþokkafyllstu skáldin Viðar Þorsteinsson er kynnir í kvöld og þegar hann er beðinn að segja hvað einkenni almennt ljóða- kvöld Nýhil-hópsins, segir hann að þar sé iðulega þrusugóð og mikil stemmning. „Þegar fólk heldur Ijóðakvöld mæta oft bara nokkrar hræður og menn eru ánægðir ef það er hálffullur salur. Nýhilkvöldin hafa verið öðruvísi og okkur hefur tekist að ná til breiðari hóps, ekki bara harðsvíraðra ljóðaáhuga- manna, enda erum við yngstu og kynþokkafyllstu skáldin," segirVið- ar og nefnir til að mynda að Nýhil hafi oft lánast að fylla efri hæðina á skemmtistaðnum Grand Rokki. „Það eina sem hefur verið svolít- ið leiðinlegt er að þeir sem troðið hafa upp eru í mildum meirihluta karlmenn. En í kvöld breytist það svo um munar, þar sem að minnsta kosti sex þeirra sem koma fram eru kvenkyns. Það er ekkert yndislegra en að finna raunverulegt jafnrétti spretta fram,“ segir Viðar og ham- ingjan leynir sér ekki í málrómnum. Dagslaáin hefst klukkan 22, en það kostar ekkert inn. Dagskrá Listahátíðar kynnt í dag Mamman í Krónikunni kemur Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvaða listamenn muni heiðra okkur með nærveru sinni á Lista- hátíð í Reykjavík, sem hefst 12. maí og stendur til 2. júní. Fimmtíu viðburðir verða á dagskrá og eru þeir haldnir með þátttöku á sjötta hundrað listamanna. Þar af eru er- lendir gestir nálægt tvö hundruð. í Iðnó í dag kl. 11 verður dag- skrá Listahátíðar kynnt, en Guð- rún Kristjánsdóttir kynningar- stjóri fékkst til þess að taka svolít- ið forskot á sæluna og upplýsa les- endur DV um að einn gestanna verður Stina Ekblad, leikkonan fræga, sem m.a. hefur birst okkur í umdeildu Ingmar Bergman- myndinni Fanny og Alexander (þar lék hún stórfagra eiginkonu prestsins) og síðast en ekki síst leikur hún móðurina í Krónikunni, sem sýnd er í Ríkis- sjónvarpinu. Stina fyllir í skarðið fyrir Bibi Anderson og verður sögumaður á tónleikum Caput-hópsins á Lista- hátíð. Caput-hópurinn mun þá flytja verkið Tár Díónýsfusar eftir danska tónskáldið Lars Graugaard. Þar fjallar Graugaard að sögn um „hina díónýsísku heimssýn." Stina Ekblad er fædd árið 1954 í Finnlandi, hún er leiklistar- menntuð í Óðinsvéum og kennir nú við leiklistarháskólann í Stokk- hólmi. / \ Bæðl bjart og dimmt Um helgina var á Vetrarhátíð opnuð áhugaverð listsýning í bókasal Þjóðmenningarhússins. Hún bér yfirskriftina Norðrið bjarta/dimma og er samsýning á listmunum sem höfundarnir tengja við norðrið, eða ímyndir norðursins. Sýnd eru verk eftir hátt í tuttugu listamenn sem hver um sig svarar þemanu með sín- um sérstaka hætti og taka verk þeirra meðal annars mið af landslagi, náttúrufari, veðri, birtu, sögu, bókmenntaarfi, þjóð- sögum, handverki og öðrum hug- hrifum sem við þekkjum og verð- um fyrir hér á norðurslóðum. Listamennimir eru: Berg- steinn Ásbjörnsson, Borghildur Óskarsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guð- rún H. Bjarnadóttir, Anna Sigríð- ur Hróðmarsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hjörtur Mart- einsson, Ingibjörg Klemenzdótt- ir, Jón Garðar Henrysson, Kristín Geirsdóttir, Kristín Pálmadóttir, Margrét Jónsdóttir, Marlies Wechner, Sari Maarit Cedergren, Sigurborg Stefánsdóttir, Sólrún Guðbjörnsdóttir, Steinunn Mart- einsdóttir og Þuríður Sigurðar- dóttir. Ástæða þyk- ir til þess að vekja athygli á því að sýn- ingin stendur fram í aprfl. Borghildur Óskarsdóttir Ein þeirra sem eiga verk á sýningunni Norðrið bjarta/dimma._________________ Hulda opnar tvær syningar Listakonan Hulda Hákon ætl- ar að opna sýningu á verkum sín- um á föstudaginn. Ekki lætur Hulda nægja að opna eina sýn- ingu, heldur munar hana lítið um að opna tvær - og það með einungis klukkustundarmillibili! Sýningin Banananas verður opnuð á horni Laugavegar og Barónsstígs kl. 16, en sýningin Ebita verður opnuð í 101 Gallery á Hverfisgötu 18a kl. 17. Á fyrr- nefndu sýningunni, sem ber titil- inn Munaskrá, sýnir listakonan innihaldslýsingar 350 kassa sem eru í geymslum Reykjavíkurborg- ar. Þar eru komnir kassar sem starfsmenn borgarinnar notuðu þegar þeir tæmdu vinnustofúr Jóhannesar S. Kjarvals. Á Ebitu sýnir Hulda verk sem ekki hafa verið sýnd hérlendis áður, úr gifsi og bronsi á gólfi og textar og styttur á veggjum. í tilefni sýn- inganna fjalla tveir listfræð- ingar um verk Huldu Há- i J| kon. Það eru þeir Halldór Björn Runólfs- son og Jón Proppé. Hulda Hákon Afkastamikil listakona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.