Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDACUR 28. FEBRÚAR 2006 17 Skrá fiðurfé „Sérstaklega er mikilvægt að fá nákvæman lista yfir aiia sem halda alifugla (hænsni, endur, gæsir, dúf- ur, kalkúna, fashana og ef til vill annað fiðurfé) vegna viðbragðsáætlunar við yfir- vofandi fuglaflensu," segir í tilkynningu sem birt er í Raufarhafnartíöind- um og er frá Land- búnaðarstofnun í Þingeyjarumdæmi. Er stofiiunin að minna á að skylda er að skrá allt búfé. Með búfé er átt við alifugla, geit- fé, hross, kanínur, loðdýr, nautgripi, sauðfé og svín. Einnig á að gera skrá yfir alla sem halda hunda og ketti. Vesturgötu Hverfisráð Vesturbæjar segist takar undir hug- myndir íbúa um að ein- stefna verði sett austur á Vesturgötu frá Garðastræti til Ægisgötu. í umsögn til framkvæmdasviðs borgar- innar um úrbætur á Vestur- götu er einnig sagt að skoða megi hraðahindrandi aðgerðir, að götulýsing verði endurskoðuð og ruslatunnum verði fjölgað. Þá samþykkti hverfisráðið, eftir að hafa farið í vett- fangsferð í Melaskóla, að gera tillögu um umbætur til að auka umferðaröryggi við skólann. Guðrún Erlendsdóttir lætur innan skamms af störfum sem hæstaréttardómari vegna aldurs. Síðustu tveir sem skipaðir hafa verið hæstaréttardómarar hafa verið karlar og því er talið líklegt að kona hreppi embættið nú. Hjördís Hákonardóttir er oftast nefnd í því sambandi f Stoll aö losna i Hœslaretti „Ég hef ekkert velt þessu fyrir mér,“ segir Eiríkur Tómasson laga- prófessor aðspurður hvort hann íhugi að sækja um stöðu hæsta- réttardómara sem losnar nú þegar Guðrún Erlendsdóttir lætur af störfum vegna aldurs. Auglýst hefur verið eftir umsóknum í embættið og rennur umsóknarfresturinn út þann 10. mars. Eiríkur Tómasson var einn þeirra sem sótti um síðast þegar sldpað var í embætti hæstaréttardómara. Hann var talinn annar af tveimur hæfustu umsækjendunum en Jón Steinar Gunnlaugsson var engu að síður skip- aður í embættið af dómsmálaráð- herra. Ákvörðunin var gagnrýnd harð- lega. „Mann grunar að hér hafi verið sett á svið leikrit. Ráðherrann velur viðmið eftir hentugleika. Það sjá allir í gegn- um þetta sem vilja," sagði Eiríkur um skipunina á sínum tíma. í samtali við DV vildi Eiríkur ekki gefa upp hvort hann ætlaði að sækja aftur um. Eiríkur Tómasson Villekki gefa upp hvort hanrt hyggist sækja um stöðu Guðrúnar. Hiördís líkleg Annar sem sótti um síðast er Leó Löve. „Ég er að hugleiða mjög sterkt að sækja um _ embætt- ið," segir hann. Leó vildi ekki tjá sig um hvaða möguleika hann teldi sig eiga á að hreppa embættið. Bent hefur verið á að líklega verði kona fyrir valinu þegar skipað verður í embættið. Annars vegar vegna þess að dómarinn sem er að láta af störfum er kona og hins vegar vegna þess að síðustu tveir dómaramir sem voru skipaðir em karlar. Margir hafa bent á að vegna þessa sé Hjördís Björk Há- konardóttir dómstjóri líklegur kandí- dat. Kærunefnd jafnréttismála úr- skurðaði til dæmis á sínum tíma að Bimi Bjamasyni hefði verið óheimilt að ganga fram hjá henni þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í emb- ætti hæstaréttardómara. Ekki náðist í Hjördísi vegna málsins í gær. Björn bendir á auglýsingu í síðustu tvö skipti sem skipað hef- ur verið í embættið hefiir mikif reynsla af máfflutningi annars vegar og yfirgripsmikil þekking á Evrópu- rétti hins vegar lent ofarlega á óska- lista ráðherra dómsmáfa sem skipað hefur í embættið. Jón Steinar Gunn- laugsson og Ólafur Börkur Þorvalds- son hafa notið góðs af því. DV spurði Bjöm Bjamason hvað ,Ég er að hug- leiða mjög sterkt að sækja um embætt- ið." það væri nú sem um- , sækjandi þyrfti að hafa til bmnns að bera til að fá náð fyrir augum ráðherrans. Svar Bjöms var á þessa leið: „Bendi þér á auglýsingu um embættið." Auglýsingin er á þessa leið: „Dóm- araembætti við Hæstarétt íslands er laust til umsóknar. Skipað verður í embættið frá og með 15. apríl 2006. Umsóknir berist dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu eigi síðar en hinn 10. mars nk. andri@dv.is Hæstiréttur Líklegt þykir aðkona fái stólinn sem losnar þegar Guð- rún lætur afstörfum. uuðrún Er- ' lendsdóttir Verðursjötug í mai. Varfyrst kvennatilað gegna stöðu hæstaréttar- dómara. Bjorn Bjarnason Dómsmálaráðherra skipar i embætti hæstaréttardómara. EKKERT FJARLÆGT! ENGU BÆTT VIÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.