Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 23
DV Lífsstíll
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 23
Fjölmenni hvaðanæva að úr heim-
inum Lillian Chow, Harry Fryner frá
Toronto, Steinunn Vaidls Óskarsdóttir
borgarstjóri, Ellen Calmon ritari borgar-
| stjóra, Bryndis Ásbjarnardóttir.
Gaman Fyrirsæta
leyfir gesti að máta
flfk.
Safnvörður Margrét
Gunnlaugsdóttir er safn-
vörður á Sjóminjasafn-
inu. Lærður hönnuður og
þjóðfræðinqur.
Glaðir gestir Siggi Hall,
dóttir hans Krista Hall,
konan hans Svaia Óiafs
| og aðrirgestir.__________
Útbreiðsla og ævintýraþrá
Tolnospek
Eva Sólan sjónvarpsþula er
fædd 02.11.1972
Llfstala er reiknuð út frá fæðing-
ardegi. Hún tekur til eiginieika
sem eiga öðrum fremuraö móta
llfviðkomandi.
Lífstala Evu er 5
Eiginleikarsem tengjast fimm-
unni eru: Útbreiðsla, ævintýraþrá
og virkjun frelsis - en hættir til að láta of
mikið eftirsér. Fimman segirhana búa
yfirþeirri góðu gáfu að láta hverjum og
einum finnast hann eða hún vera sólin I
llfihennar.
Wmsmm
Árstala Evu fyrir árið 2006 er 3
Árstala er reiknuð út frá fæðingardegi
og þvi ári sem við erum stödd á. Hún á
að gefa visbendingar um þau tækifæri
og hindranir sem árið færir okkur.
Ríkjandi þættir iþristinum er: Félagsleg-
irsigrar, sköpun og velgengni.Árið
framundan munu óvæntir hlutir stiga
fram á sjónarsviðið þegar hjarta Evu er
skoðað um þessar mundir þar sem um-
hyggja og djúpur fögnuður hennar eig-
in anda verður nánast áþreifanlegur af
hennar hálfu.
ca.Ær-m-x
tarfa og laxaroöi
18. febr.)
Gjafmild kona
Edda Jónsdóttir, eigandi gallerfsins i8, er 64
ára I dag 28. febrúar.
„Konan hefur skapað sjálfri sér öryggi þar
sem hún hefur haft mikið fyrir hlutunum í
gegnum tíðina. Öryggi felst í fjármunum að
hennar mati þó hún sé langt frá því að vera
fégráðug. Hún sér um fólkið sitt og er mjög
gjafmild. Einfaldleikinn á vel við hana á
sama tíma og hún nýtur góðra hluta í lífinu.
iSÉS
ipmg
Gamalt húsráð gegn hárflðsu
Helena Hólm
hárgreiðslumeistari
Hórið
Húð
okkar
| endur-
nýjast ört
I og dauð-
ar húð-
frumur
losna af
sem flasa, en ef við erum með
svæsna flösu erum við að glíma
við húðsjúkdóm sem kallast
flösuexem. Flestir þurfa að glíma
við flösu einhvern tíma á lífsleið-
inni, en margir eiga við stanslaust
flösuvandamál að stríða. Hægt er
að gera ýmislegt til að halda niðri
sjúkdómnum en ekki er hægt að
lækna hann alveg. Hér koma mín
ráð til ykkar:
Gamalt húsráð:
Ediki er hellt í hárið og nuddað
vel inn í höfuðleðrið, og leyft að
þorna í nokkrar mínútur. Svo er
hárið þvegið. Þetta ferli er endur-
tekið daglega þangað til flasan
hverfur, vanalega innan fimm
daga. Síðan verður að viðhafda
meðferðinni einu sinni til tvisvar í
viku.
Sýkingar í húð þar sem ger-
sveppurinn pityrosporum ovale er
til staðar, eins og staðbundin flasa
með bólgu í hársverði (seborr-
hoeic dermatitis) og almenn flasa.
Það sem fæst í apótekinu:
Fungoral-hársápa fæst án lyf-
seðils til meðferðar á almennri
flösu, einnig eru til önnur sjampó,
talaðu við lyfjafræðinginn.
Þvottur:
Þvoið hárið með
hársápunni og
skolið hana úr eftir
3-5 mínútur.
Venjulega nægja
um 5 ml (ein
teskeiö) fvrir hvern Wjí
hárþvott. fm
Flasa með bólgu
í hársverði og
pityriasis capitis:
Hársápuna á að nota tvisvar
sinnum í viku í tvær til fjórar vikur
og síðan eftir þörfum.
Forðist að hársápan berist í
augu. Ef það gerist á að skola aug-
un vandlega með vatni.
Flestir fagmenn eru með mjög
góða hársnyrtvöru sem er sérstak-
lega hönnuð fyrir fólk með exem,
flösuvandamál og of-
næmi fyrir ilmefnum
, , sem er mjög algengt
2® !l \ °g getur lýst sér sem
| ‘Vi mikill kláði í hár-
sverði. Hægt er að fá
sprey sem sefar
kláða, krem og olíu
f sem hjálpar til við
I þurrk, meðferðar-
sjampó (mjög virkt)
og viðhaldssjampó
(mildara), einnig er til góð létt-
næring, þetta hefur allt reynst vel.
Ef þetta dugar ekki skaltu leita
læknis, þar gætir þú fengið væga
stera og uppáskrifað fyrir öðrum
efnum sem læknirinn mælir með
fyrir þig.
Kær kveðja,
Helena Hóhn
hárgreiðslumeistari.
® Vatnsberinn po.jan.-
Þitt innra jafnvægi og andleg-
ar tilfinningar eiga vel við um þessar
mundir. Þú finnur eflaust fyrir þægilegri
en stöðugri jarðtengingu sem eflist
hvern dag hér eftir og innri ró sem ýtir
undir friðinn sem býr í hjarta þínu.
OFiskarnir (19. febr.-20. mrs)
Þú leitast við að hjálpa náung-
anum með hlýju þinni og umhyggju.
Einnig kemurfram að þú kannt að meta
umhverfi þitt með réttu hugarfari á sama
tíma og líkamleg snerting er hluti af löng-
unum þínum til maka þíns eða ástvinar.
©Hrúturinn (21.nwrs-19.aprn)
Ef þú ert borin/n í heiminn
undir stjörnu hrútsins ættir þú að hlusta
betur á langanir þínar. Leyfðu þér að
njóta tilverunnar.
Nautið (20. april-20. mal)
Vandamál þín eru senn á
enda. Breytingar sem tengjast missætt-
um og oft á tíðum erfiðleikum í sam-
bandi verða eflaust erfiðar viðfangs en
samt sem áður nauðsynlegar. Næsti
kafli sem þú ert um það bil að ganga í
sýnir þig í góðu jafnvægi þar sem bjart-
sýni og friður einkennir þig.
Tvíburarnir <21. mai-21.júnl)
Ef lítið er um að vera þessa
stundina hjá þér og fátt spennandi
framundan að þínu mati ættir þú að
taka þér tíma til að slaka á, virkja þína
innri líðan og njóta kyrrðarinnar í stað
þess að leita uppi verkefni. Árangur
næst á endanum.
faMm(22.júní-22.júli)
(dag er þér ráðlagt að setja
þér það markmið að gefa náunganum
ávallt af þér en því meira sem þú gefur
því meira verður sjálfsöryggi þitt í eigin
garð og annarra. Þú getur hrint af stað
hringrás gleðinnar með jákvæðum huga
og góðverkum þínum (þetta veistu vel).
Ljóniðþj .júli-22.ágúst)
Hér ertu sjálfinu góð/ur og út-
þenslan berst greinilega um hjarta þitt.
Þú átt þér stóra drauma og ert jákvæð
manneskja með metnað á hæsta stigi
sem er af hinu góða.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.)
Hér ríkir mikil gleði og mýkt.
Sköpun, gleði, allsnægtir og fullnægja
birtist. Hættu að hugsa um hvaða skoð-
anir aðrir hafa á þér en þegar þú gerir
það þá eflist þú.
Vogin (23.sept.-23.okt.)
Vogin kann að virðast skrýtin
en það ereingöngu misskilningur þeirra
sem þekkja hana ekki og fá eflaust
aldrei tækifæri á því. Hún er skapandi,
gjöful og góð alla leið. Minntu þig á
þessa staðreynd daglega, kæra vog.
Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.)
Af einhverjum ástæðum birtist
einhvers konar sverð samhliða stjörnu
sporðdrekans. Sverð réttlætis á vel við
ef myndrænn skilningur á stjörnu þinni
er dreginn fram. Sverðið táknar líðan
þína.
Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj
P -------------------------------
Ef marka má stjörnu þína,
bogmanninn, þá býrð þú greinilega yfir
þeim eiginleika að hugsa skýrt um þess-
ar mundir og á sama tíma fær um að
taka skynsamar ákvarðanir þegar tilfinn-
ingar þínar eru annars vegar.
Steingeitin (22.0es.-19.jan.)
Réttlæti og styrkur eru ein-
kunnarorðin hér. Sannleikurinn er styrk-
ur þinn og þegar þú áttar þig á þeirri
staðreynd verður líf þitt sælureitur eins
og því er ætlað að vera.
SPÁMAÐUR.IS